Mjölnir


Mjölnir - 30.05.1967, Blaðsíða 1

Mjölnir - 30.05.1967, Blaðsíða 1
Mjölnir XXX. árgangur Þriðiudaqur 30. moí 1967 10. tbl. VINSTRI MENN! Þriðjudagur 30. maí 1967 ,VIÐREISNAR"ANDSTÆÐNGAR! : Fellum íhaldsbandalagið! Kjósum Alpýðubandalagið GERUM EKKI' ATKVÆÐI ÓVIRK MEÐ ÞVÍ AÐ KASTA ÞEIM Á FRAMSÓKN ÍHALDSBANDALAGIÐ ÍHALDSDEILDIRNAR Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson hafa nú báðir lýst yfir því, að þeir telji víst, að „við- reisnarstjórnin“ sitji áfram næsta kjörtímabil, ef íhalds- bandalag Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins heldur velli í kosningunum. FRAMSÓKN VONLAUS Eins og margsinnis hefur ver- ið sýnt fram á í blöðum, eru ekki minnstu líkur til þess, að Framsókn geti nokkurs staðar unnið þingsæti af stjórnarflokk- unum, hvorki kj ördæmissæti né uppbótarsæti. Þau atkvæði, sem Famsókn fær umfram það, sem hún þarf til að halda núverandi þingsæt- um sínum, vérða því óvirk í bar- áttunni gegn íhaldsbandalaginu. Sömu atkvæði, sem greidd væru Aiþýðubandalaginu, mundu hins vegar koma að fullum notum í barátlunni um áfram'hald eða fall ríkisstj órnarinnar. lýjtérlejor myodir Þeir, sem gengið 'hafa um Að- algötu undanfarið, hafa veitt at- hygli mosaikmyndum, gerðum úr grjóti, í gluggunum á húsi Péturs Björnssonar, gegnt Aðal- húðinni. Myndir þessar eru eftir nærri hálfsjötugan verkamann hér í bæiíum, Hannes Sölvason. — Byrjaði hann fyrir allmörgum árum að föndra við svona mynda gerð, en ekki fyrir alvöru fyrr en fyrir fjórum árum, eftir að hann varð að hætta að vinna að mestu leyti, vegna vanheilsu. Myndirnar eru, eins og áður segir, gerðar úr grjóti, sem Hann es hefur aflað úr ýmsum áttum, en mest af því er þó ’héðan úr firðinum. Mylur hann grjótið hæfilega smátt niður og leggur það síðan í Serpofix, en það er efni, sem notað er til límingar á venjulegum mosaikflísum. TVÆR Sjálfstæðisflokkurinn og AI- þýðuflokkurinn eru tvær deildir í sama íhaldsbandalaginu. Þeir eru eins og tveir vasar á sömu flíkinni. Kjósendum, sem kosið hafa annan hvorn flokkinn, en vilja nú fá breytta stjórnarstefnu er því gagnslaust að kjósa hinn núna. Það væri eins og að neita að greiða manni peninga, ef hann léti þá í hægri vasann, en fallast á að greiða peningana, ef hann setti þá í vinstri vasann. Fyrrverandi kjósendur stjórn- arflokkanna, sem vilja, að nú verði breytt um stjórnarstefnu, eiga um það tvennt að velja: að gera atkvæði sín VIRK með því að kjósa Alþýðubandalagið, eða fara „hina leiðina,11 að gera at- kvæði sín ÓVIRK, með því að kasta þeim á Framsókn, skila auðu eða sitja heima. VON ÍHALDS- BANDALAGSINS Líf íhaldsbandalagsins er al- gerlega undir því komið, hvert þau atkvæði lenda, sem stjórnar- flokkarnir sjálfir reikna með að missa í kosningunum í sumar. Von íhaldsbandalagsins um á- framhaldandi meirihluta á Al- þingi er bundin því, að þau at- kvæði, sem það missir, lendi að mestu leyti til Framsóknar, vegna þess að alls engin líkindi eru til þess, að Framsókn geti bætt við sig þingsæti, jafnvel þótt hún hlyti verulega fylgisaukningu í hverju kjördæmi. íhaldsbandalagið vonar, að fylgisaukning stjórnarandstöð- unnar komi fram sem ÓVIRK Farmsóknaratkvæði, en ekki sem VIRK Alþýðubandalagsatkvæði. KJÓSENDUR RÁÐA Baráttan um fall viðreisnar- stjórnarinnar og nýja stefnu í þjóðmálum stendur því milli í- haldsbandalagsins og Alþýðu- bandalagsins. Kjósendur ákveða með atkvæðum sínum þann 11. júní, hvor sigrar í þeirri bar- áttu! KOSNIHGASKRIFSTOFA Alþýðubandalagsins í Siglufirði er í Suðurgöfu 10. — Hafið samband við skrifstofuna, fáið upplýsingar og gefið upplýsingar. — Sími skrifstofunnar er 712 »4 Happdrættismiðum í landshappdrætti Alþýðu- bandalagsins hefur nú verið dreift um kjördæm ið. Gerið vinsamlegast skil hið fyrsta. — Dreg- ið verður 1 2. júní. Bílar. — Þeir, sem kynnu að vilja lána Alþýðu- bandalaginu bíla á kjördaginn, gjöri svo vel að hafa samband við kosningaskrifstofuna. Alþýðubandalagið, Siglufirði. Hverjum þeirra treysta vinstri menn bezt? Hverjum þeirra vilt þn helzt tryggja þingsæti? í síðustu kosningum munaði það ekki nema hársbreidd, hvort 3. maður á lista Sjálfstæðisflokks ins 'hér í kjördæminu eða 3. maður á lista sama flokks í Vest- fjarðakjördæmi hlyti uppbótar- sæti. í sömu kosningum vantaði Ragnar Arnalds aðeins 43 at- kvæði til að fella 3ja manninn á lista Framsóknar, Björn Páls- í þeim kosningum, og raunar einnig næstu kosningum á und- an, valt það á örfáum atkvæðum, hvort franrbjóðandi Alþýðu- bandalagsins hér í kjördæminu eða frambjóðandi þess i Vestur- landskjördæmi yrði uppbótar- þingmaður. Það er því bersýnilegt, að það getur oltið á örfáum atkvæðum, hvort Björn Pálsson, Ragnar Arnalds eða Eyjólfur Konráð fá sæti á næsta Alþingi. Mjög er því ótrúlegt, að þeir eigi þar all- ir setu. Kjósendur verða að gera það upp við sig, hverjum af þessum þrem frambjóðendum þeir vilja tryggja þingsæti með atkvæðum sínum. Hverjum þessara þriggja vilja Rauðha Itftin standa ouð Bæjarstjórnarfundur var haldinn sl. föstudag. Meðal mála, sem }>ar voru rædd, voru möguleikarnir á rekstri síldarverksmiðjunnar Rauðku. Ekki hafði þó áhugi meirihlutans á málinu verið meiri en svo, að gleymzt hafði að taka það á dagskrá, þrátt fyrir beiðni Rauðkustjórnar um fyrirgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins liófu umræður um málið, og í þeim kom fram, að sáralitlar líkur eru til þess, að ríkisstjórnin veiti nokkra fyrir- greiðslu til þess að hægt verði að kóma verksmiðjunni í gang. Málefni Rauðku hafa legið.hjá ríkisstjórninni síðan í haust. — Virðist hún ekki enn hafa séð ástæðu til að taka þau til afgreiðslu, og litlar líkur til þess að hún verði viljugri til þess eftir kosningar, — enda verður það þá orðið of 6eint. ■1111111111111111111111111111 vinstri sinnaðir og frjálslyndir kjósendur tryggja þingsæti? > Enginn vinstri maður lætur hvarfla að sér að kjósa Eyjólf. En hvorum 'hinna treysta þá vinstri menn betur? Hvor þeirra er líklegri til að hlaupa undir baggann hjá ihaldinu, ef illa fer á merinni hjá því? Hverjum þessara þriggja er bezt treystandi fyrir hagsmuna- málum verkafólks og launþega á Alþingi? — Þeirri spurningu hljóta verkafólk og launþegar á Siglufirði, Skagaströnd, Sauðár- króki, Hofsósi og víðar að svara. Hvern þeirra, Björns, Eyjólfs eða Ragnars má verkafólk og laun- þegar sízt missa af þingi? Hver þeirra er líklegastur til að skilja óskir og þarfir ungs fólks í kjördæminu? — Þeirri spurningu svarar unga fólkið við kjörborðið. Þessum spurningum og mörg- um fleiri þurfa kjósendur að svara áður en þeir ganga að kjörborðinu 11. júní. GETRAUN MJÖLNIS Myndagetraun Mjölnis sl. vet- ur virðist hafa notið vinsælda. Hafa þegar borizt allmargar rétt- ar lausnir. Þeir, sem eftir eiga að senda ráðningar, ættu að gera það nú strax. — Dregið verður úr réttu lausnunum á kosninga- daginn, 11. júní, og hlýtur sá heppni verðlaun að upphæð eitt þúsund krónur.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.