Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mjölnir

						Siglufjorður
TANNVIÐGERBIR.
Fulltrúar AlþýSubandalagsins
í bæjarstjórn fluttu nýlega til-
lögu um athugun möguleika á
því, að Sjúkrasamlag Siglufjarð
ar greiddi tannlækningar sam-
lagsmeðlima að nokkru eða öllu
leyti. Tillagan var samþykkt og
málinu vísað til stjórnar sam-
lagsins.
SJÚKRAHÚSSRÁÐSMAÐUR.
Átta manns sótti um starf ráðs
manns Sjúkrahúss Sigufjarðar,
sem auglýst var laust í sumar.
Ekki var búið að ráða í starfið
þegar blaðið fór í prentun. Er
auðséð, að bæjarstjórn ætlar að
vanda mjög valið á þessum
starfsmanni; hafa verðleikar um
sækjenda verið í athugun hjá
henni í nokkra mánuði.
LJÓSMÓÐURSTARF LAUST.
Jóninna M. Sveinsdóttir, ljós-
móðir, sem gegnt hefur starii
sínu í Siglufirði um langt árabil
við ágætan orðstír, hefur nú sagt
upp frá næstu áramótum, þar
sem hún hefur náð hámarksaldri
opinberra starfsmanna, og hef-
ur starfið verið auglýst laust 'cil
umsóknar.
JARÐBORANIR.
Lokið er borun einnar holu í
Skútudal, og gefur hún um 8
sekúndulítra af ca. 65 stiga heitu
vatni. Verið er að bora aðra
holu, og var hún orðin ca. 140
m. djúp um síðustu helgi. Ekk-
ert teljandi vatn kom úr henni
þá, en hita varð þó vart í henni.
Sérfræðingur var væntanlegur
um miðj a þessa viku til að rann-
saka betur fyrstu holuna. Lík-
legt má telja, að fá megi með
dælingu meira vatn úr henni en
þessa 8 sekúndulítra.
Ekki er ljóst enn, hvort þriðja
tilraunaborunin, sem ráðgerð
var, verður framkvæmd í haust,
en versni tíð að ráði verður erfitt
að komast á bílum fram eftir, og
eins að ná tækjunum, sem þar
eru, þaðan aftur að borun lok-
inni.
HREINSUN NE.YZLUVATNS.
Ríkharður Steinbergsson verk
fræðingur tók að sér í sumar að
afla upplýsinga um aSferðir við
hreinsun neyzluvatns, gera áætl-
un um kostnað o. fl. í því sam-
bandi. Hér í blaðinu var sagt
30. maí í vor, aS greinargerS
hans um þetta efni væri væntan-
leg fljótlega. Bæjarstjóri skýrSi
blaðinu svo frá nú fyrir nokkr-
um dögum, að greinargerSin
væri aS vísu ókomin enn, en
væri væntanleg fljótlega.
Rafmagnsverð
hækkað
Á síSasta fundi bæjarstjórnar
SiglufjarSar var samþykkt önn-
ur hækkunin á árinu á rafmagns-
verði. Nam fyrri hækkunin, í árs
byrjun, um 19%, og nú, réttum
9 mánuðum seinna, er samþykkt
önnur hækkun, 12—13% að
meðaltali.
Hefur heimilistaxti hækkað
um rúm 46% síðan 1967, var þá
kr. 1,30, en er nú eftir þessa síð-
ustu hækkun kominn upp í kr.
1,90.
Beiðni um samþykkt þessarar
síðustu hækkunar kom frá raf-
veitustjórn á næstsíðasta bæjar-
stjórnarfund, en var þá frestað
til næsta fundar fyrir forgöngu
Alþýðubandalagsmanna og Krist
jáns Sigurðssonar, sem töldu
skorta rökstuðning, sem réttlætti
slíka hækkun. Fyrir síðasta fundi
lá svo bráðabirgðayfirlit frá raf-
veitunni um reksturinn fyrstu 9
mánuði ársins. Samkvæmt því
námu útgjöld hennar frá ársbyrj
un kr. 7.845.335,25, og er þar
meðtalin fj árfesting hennar
vegna framkvæmda við SkeiSsá
og virkjunina á þessum tíma.
Raforkusala  1968  nam  alls
8.354.055 kwst., á kr. 10.592.663
(Heimilistaxti kr. 1.50).
Raforkusala 1/1—30/9 1969
nam 4.280.420 kwst. eSa kr.
5.651.881.85 (Heimilistaxti kr.
1.70).
SamanburSaryfirlit á raforku-
sölu tímabiliS 1/1 1968 til 30/9
1968  og á sama tímibili 1969
sýnir, aS raforkusalan hefur
minnkað um 386.090 kwst. eða
8.3%.
Ef heildarsala á raforku allt
árið 1969 reynist 8.3% minni en
hún reyndist 1968 (8.354.055
kwst. -f- 693355 kwst.) þá verð-
ur sala ársins 7.660.700 kwst
og heildarverð þeirrar raforku-
sölu, án allrar verðhækkunar,
miðað við verð ársins 1968, kr.
9.593.775.00.
Af þessum upplýsingum virð-
ist Ijóst, að ENGA hækkun hefði
þurft  á  raforkuverðinu  árið
1969 til aS standa undir rekstri
og óhjákvæmilegri fjárfestingu
þetta ár. Greiddu því bæjarfull-
trúar AlþýSubandalagsins, ásamt
Kristjáni SigurSssyni, atkvæði
gegn hækkunartilögunni, en hin-
ir bæjarfulltrúarnir sex sam-
þykktu hana.
Bygging nýs skuttogara
komin á undirbúningsstig
Bæjarstjórn Siglufjarðar og stjórn S. R. hafa
samþykkr aðild að félagi um kaup og rekstur
á ca. 500 lesra skuttogara af Raymond-gerð
Mál þetta er búið að vera
lengi í undirbúningi og athug-
un, m. a. var Páli Guðmundssyni
skipstj óra, sem er einn af stj órn-
armönnum S.R., á sínum tíma
f alin athugun á þeim gerðum tog
skipa, sem bezt mundu henta, en
tilgangurinn með skipskaupun-
um er fyrst og fremst öflun hrá-
efnis fyrir frystihús. Snemma í
þessum mánuði mætti Páll á
fund í bæjarstjórn og gaf þar
skýrslu um athuganir sínar.
Nokkrum dögum seinna var sam
þykkt á fundum, sem haldnir
voru samtímis í bæjarstjórninni
og stjórn S.R., að kjósa þriggja
manna samstarfsnefndir frá hvor
um aðila til frekari undirbún-
ings. Nefndarmenn frá S.R. eru
Sveinn Benediktsson, Sigurður
Jónsson og Páll Guðmundsson,
en til vara Þóroddur Guðmunds-
son og Jóhann G. Möller. Nefnd-
armenn bæjarstjórnar eru Ragn-
ar Jóhannesson, Kristján Sigurðs
son og Stefán FriSbjarnarson,
en til vara Hinrik ASalsteinsson
og Kjartan FriSbjarnarson.
SkipsgerS sú, sem hér um ræS-
ir, mun hafa ýmsa kosti umfram
eldri gerSir skuttogara, m. a.
þann, aS geta notað bæði venju-
legt troll og fottroll, sem hækka
má og lækka í sjónum eftir því
hvar fiskurinn heldur sig, og
ennfremur að hægt er að breyta
vörpuopinu. Þá mun vinnuað-
staða vera breytt til samræmis
við fengna reynslu, og lestaút-
búnaður vera  af fullkomnustu
gerð.
Ætlunin mun vera að stofna
formlegt hlutafélag um skipið,
meS svipuSu formi og ÚtgerSar-
félagiS h.f. En fyrstu störf nefnd
arinnar munu verSa aS leita eft-
ir fjármagni til kaupanna, og
síSan að semja um smíði skips-
ins við íslenzka skipasmíSastöð.
Gera menn sér vonir um, að hún
þurfi ekki að taka lengri tíma
en eitt ár.
Teikningar af skipinu munu
kosta um l1/^ millj. ísl. króna,
en innifalið í því verði er eftir-
lit með smíðinni.
Talið er, að skipið muni kosta
55—60 millj. króna.
Hér er um þýðingarmikið mál
að ræða, og má eflaust vænta
þess, að undirbúningsnefndin
hraði störfum eftir því sem hægt
er, og að stjórnvöld og fjármála-
stofnanir láti ekki standa á nauð
synlegri fyrirgreiðslu.
Utgerð n
Afli þeirra skipa, sem stund-
að hafa togveiðar fyrir Norður-
landi, hefur verið góður. Minni
bátar, sem hafa stundaS veiðar
með handfæri og nót, hafa aflað
minna en undanfarin ár. Tog-
skipin Siglfirðingur og Margrét
öfluðu prýðilega fram efir sumri,
en heldur hefur dregiS úr afla er
líSa fór á. Ungur Siglfirðingur,
Arngrímur Jónsson, tók við b/v
Hafliða skömmu eftir áramót og
hefur hann fiskað ágætlega.
Sennilega er b/v Hafliði meS
aflahæstu togurum á landinu,
miSað við úthaldstíma. Þessi
góði afli togarans og togskip-
anna sannar okkur betur en nokk
uS annaS, aS viS þurfum fleiri
togskip, svo aS íshúsin bæSi hafi
nægilegt hráefni. Hjá ísafold
hefur veriS mjög stopul vinna
nú undanfariS og alls ekki líkur
á því, aS hægt verSi aS reka það
r
0
ínnumiðlEinio flutt oj bffijarshrifstolunní
SI. vor fluttu bæjarfulltrúar
AlþýSubandalagsins í bæjar-
stjórn SiglufjarSar tillögu um,
aS bærinn semdi viS Vöku um
aS félagiS tæki aS sér aS sjá um
vinnumiSlunina, sem bæjarfélag
inu er skylt aS halda uppi. Var
tillagan flutt meS þaS fyrir aug-
um, aS gerS yrSi alvarleg til-
raun til aS framkvæma lögin um
vinnumiSIunina eins og til er
ætlazt, en mikið vantar á aS svo
hafi veriS hjá bæjarskrifstof-
unni.
Tillögunni var vísaS til bæjar-
ráSs, þar sem hún lá í salti í sum
ar. Á síSasta bæjarstjórnarfundi
flutti svo meirihlutinn og sam-
þykkti tillögu um aS flytja vinnu-
miðlunina, og um leið atvinnu-
leysisskráninguna, af bæjarskrif-
stofunni, og lausráða mann hálf-
an daginn til að annast þessi
störf í húsnæði því, sem Rauðka
notaði áður fyrir skrifstofu.
Augljóst er, að þessi samþykkt
er ekki gerð til að bæta úr þeirri
vanrækslu, sem verið, hefur á
framkvæmd vinnumiðlunarinn-
ar, þar sem aðeins er gert ráS
fyrir aS skrifstofan verSi opin
hálfan daginn, en fyrirfram er
vitaS, aS slikt fyrirkomulag kem-
ur ekki aS tiIætluSum notum.
Tveir menn voru sl. vetur upp-
teknir meira og minna allan dag-
inn á bæjarskrifstofunni vegna
vinnumiSlunarinnar. Hér er því
greinilega stefnt til afturfarar í
þessu efni.
Það, sem ráðið mun hafa þess
ari samþykkt meirihlutans hefur
bersýnilega verið það að auka
næSiS á bæjarskrifstofunni meS
því aS losna viS umgang atvinnu
leysingja og annarra, sem erindi
kynnu aS eiga þangaS vegna
vinnumiSlunarinnar, en ekki
hitt, aS bæta úr ástandinu.
Bæjarfulltrúar AlþýSubanda-
lagsins greiddu aS sjálfsögSu at-
kvæSi gegn tillögu meirihlutans
og héldu fast viS þá afstöSu, aS
bezt og affarasælast yrði, að fela
verkalýðsfélaginu framkvæmd
vinnumiðlunarinnar.
af neinum krafti, verði ekki ein-
hver breyting í sambandi við hrá
efnisöflun.
M/b Tjaldur og minni dekk-
bátar eru byrjaðir með línu, en
afli verið sáratregur.
Er þetta er skrifaS, hefur eng-
in síld borizt hingaS, önnur en
sú, sem söltuS hefur verið aust'ur
á fjörSum fyrir Sigló-verksmiðj-
una. Siglfirðingar mega þó muna
fífil sinn fegri í þeim efnum, því
að, sennilega hefur þetta ekki
skeð sl. 80—100 ár. Nú er svo
komið, að við verðum að treysta
á annað en síldina, og er öllum
þetta ljóst orðið. En hvernig höf
um við brugðizt viS þeim
vanda? Því er fljótsvaraS. ViS
höfum lítiS sem ekkert gert lil
þess að fá einhver atvinnutæki í
bæinn. Þau atvinnutæki, sem nú
eru starfrækt. voru öll fyrir
hendi; á meðan síld veiddist og
voru þá í fullum gangi. Því fólki,
sem við síldina vann, er því of-
aukið. Enda er nú svo komið, aS
fólkinu fækkar ár frá ári, sem er
ósköp eðlilegt. Það hefur ekki að
neinu aS hverfa hér. VerSi eng-
in breyting til batnaSar heldur
þessu áfram. ÞaS er skylda þess
opinbera aS koma í veg fyrir að
þessu haldi áfram.
Sundmeistara-
$
Dagana 20. og 21. sept. var
Sundmeistaramót Norðurlands
haldið á Húsavík. Keppendur
voru frá fjórum félögum: Hér-
aðssambandi Þingeyinga, íþrótta
bandalagi Siglufjarðar, Sundfé-
laginu Oðni, Akureyri, og Ung-
mennasambandi Skagafjarðar.
Þátttakendur voru margir og
þar á meðal margt efnilegra sund
mánna og var áberandi, aS hér
var flest keppenda enn á ung-
um aldri, og má því vænta góSra
Framhald á bls. 6.
4 — MJÖLNIR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8