Mjölnir


Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 1
Tkfk ÍS| ^ u I Sími Alþýðubandalagsins á kjördag < IVjLj OlOlF I 712 94 XXXm. árgangur Laugardagur 30. maí 1970 5. tölublað. Ríkisstjórnin vill sjá kosningaúrslitin áður en samið verður við verkafólkið Urslit kosninganna hafa áhrif á, hverjar kjarabæturnar verða. Ríkisstjórnin viðurkennir, að hægt se að hækka kaup láglaunafólks um 40-50 þús. á ári, án þess að ofbjóða útflutningsatvinnuvegunum. Gengishækkun Gengishækkunartilboð rík- isstjómarinnar sýnir, að hægt er að taka um 1500 milljónir frá útflutningsat- vinnuvegunum án þess þeir bíði hnekki. Með gengis- hækkun mimdi þessi gróði dreifast í margar áttir. En væri honum sklpt milli með- lima verkalýðssamtakanna á íslandi, mundu 40—50 þús. krónur koma í hlut hvers og eins. En gróðinn er ekki aðeins hjá útflutningnum. Eim- skipafélagið eitt græddi yfir 100 milljónir s. 1. ár. Flug- félögin, einn stærsti atvinnu- rekandinn, græddu enn meira Árið 1 ár virðist ætla að verða nýtt metár í fram- leiðslu. Það er því auðvelt að hækka kaupið, sem er nú 17—37 % lægra að kaup- mætti en í september 1967. Með einhliða gengishækk- un mundi gróðinn fara í all- ar áttir, mest til ýmissa milhliða og braskara. Afstaða krata Alþýðuflokkurinn þykist standa með verkafólki í þessari deilu. Honum væri í lófa lagið að knýja fram strax úrsht með því að hóta stjómarshtum. En það gerir hann ekki. Honum þykir vænna um ráðherrastólana en verkafólk. Afstaða Framsóknar Málpípur Framsóknar segja já, já við kröfum verkafólks. En Vinnumála- samband SÍS segir nei, nei. Formaður þess, Hjörtur Hjartar, fornvinur okkar Siglfirðinga, togar af öllu afli í spottann með þeim Björgvin Sigurðssyni og Bárða Friðrikssyni, forseta og framkvæmdastjóra Vinnu veitendasambandsins. Á Akureyri hefur þessi af- staða Framsóknar komið skýrt í Ijós. Atvinnufyrir- tæki SlS og KEA hafa harð- neitað að semja. Ihaldið og kosningarnar Ihaldið heldur því frarn, að forysta launþegasamtak- anna hafi efnt til verkfalla nú til að græða á kosning- unum. En hversvegna slá ekki ríkisstjórnin og atvinnu rekendur þetta vopn úr hendi þeirra með því að semja fyrir kosningamar? Sannleikurinn er sá, að ríkisstjórnin og atvinnurek- endaflokkarnir vilja sjá, hvernig atkvæðin skiptast, áður en þeir fara að semja í alvöru. Ef þeir fá mörg at- kvæði, æ'tla þeir að sýna hörku. Ef þeir tapa, þora þeir ekki annað en slá af. Afstaða Alþýðn- bandalagsins Alþýðubandalagið er EINI flokkurinn, sem tekur ein- dregna og ótvíræða afstöðu með verkafólki í þessari deilu, enda er Alþýðubanda- laginu ætlað að þjóna hags- munurn þess, og engum öðr- um hagsmunum. IJrslit samninganna munu því markast mest af því, hvert kjörfylgi Alþýðu- þýðubandalagsins verður í kosningunum á morgun. Sig- ur þess mundi styrkja að- stöðu verkalýðsfélaganna og stórauka líkumar fyrir rétt- látum kjarabótum. Kosningamar em sem sé öðrum þræði kjarabarátta. Minnist þess, verkafólk, á sunnudaginn kemur. Fylkið ykkur um flokk ykkar, AI- þýðubandalagið! <G Kjör Gunnars þýðir: Breytt stefna F 1 bæjarmálum Sigluf jarðar Alþýðubandalagsfólk! Kjósið snemma! Hafið samband við kosningaskrifstofuna. Sjálfboðaliðar óskast til maiigvíslegra starfa á kjördaginn. Kosningahandbók FJÖLVÍSS fæst í kosninga- skrifstofunni. Munið kosningahappdrættið ! Kosningakaffi í Suðurgötu 10 frá kl. 2 e. h. á kjördaginn Kjör Þormóðs þýðir: Sama íhalds- stefnan áfram næstu f jögur ár

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.