Fylkir


Fylkir - 23.09.1960, Blaðsíða 1

Fylkir - 23.09.1960, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins n> ■ v 12. árgangur Vestmannaeyjum, 23. september 1960. 28. tölublað Skemmdarstarfsemi og svik kommúnista í landhelgismálinu Allt síðan 1948 er fyrsta útfærsla landhelginnar var lögfest í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins af ríkisstjórn, er Ólafur Thors veitti forstöðu, hefur ríkt þjóðareining um landhelgismáíið. Málið hefur í augum þjóðarinnar verið talið svo mikilvægt, að það hefur með einni undantekningu þó verið liafið yfir dægurþras stjórnmálanna. Mörg verk vinstri stjórnarinnar svokölluðu voru gagnrýnd og nutu ekki stuðnings almennings, eins og síðar kom í ljós. Um útfærslu fiskveiðitakmarkanna 1958 voru lands- menn hinsvegar sammála, þó að margir teldu að skemmra hefði verið gengið, en efni stóðu til, og voru Vestmanna- eyingar vissulega í þeim hópi. Mun að bví vikið síðar. Skemmdarstarfsemi kommúnista. Frávik frá þeirri þjóðarein- ingu, sem um málið hefur ríkt, er þó að finna í röðum for- sprakka íslenzkra kommúnista. Áróðursmenn þessa landráða- flokks hafa frá fyrstu tíð notað livert tækifæri, sem þeir hafa talið tiltækilegt til þess að ala á tortryggni og skapa ágreining um málið, bæði innanlands og utan. Telja þeir sig vinna tvennt með þessu. í fyrsta lagi hyggjast þeir afla sér fylgis með ásökunum sín- um og getsökum í garð annarra flokka um „svik“ í málinu, eins og þeir orða það. Verður þó ekki annað sagt, en að illa væri íslenzka þjóðin á vegi stödd, ef hún liefði ekki aðra, en erind- reka erlendrar einræðisstefnu til þess að gæta hagsmuna sinna í þessu máli. Það yrðu ábyggi- lega hagsmunir annarra en ís- lendinga, sem ofan á yrðu, ef þeir fengju einir að ráða gagni og framvindu málsins. Og klýgjugjarnt er kommúnistum ekki, þegar þeir nú koma fram á sjónarsvðið, barmafullir af þjóð ernisrembingi og ættjarðarást, þegar alþjóð veit, að þeir bæði hér og annarsstaðar utan þeirra landamæra, sem rússneski hrammurinn nær ekki yfir, sitja á svikráðum við það lýð- ræðisskipulag, sem þeir verða að búa við, en vilja þó ekki una. í öðru lagi hafa kommúnistar reynt að nota málið til þess að skapa ágreining og veikja að- stöðu íslendinga innan þess bandalags, sem þeir eru í, N orður-Atl an tshafsban dalagsins. Er sá lilutur þeirra verri en sá fyrri, þar sem þeir með því eru beinlínis að þjóna erlendum hagsmunum, til óhagræðis fyr- ir íslendinga. Vegna áróðursskrifa komm- únista er nauðsynlegt, að ís- lenzka þjóðin geri sér ljóst, hvernig málið liggur raunveru- lega fyrir. Allt ábyrgðarlaust gaspur um málið, eins og kommúnistar viðhafa nú, er hrein skemmdarstarfsemi. Sakaruppgjöfin í vor. Sú ákvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar að gefa Bretum upp sakir til ákveðins tíma í vor, var bæði skynsamleg og afl aði málstað íslendinga samúðar og fylgis á erlendum vettvangi. Sum brezk blöð hafa ekkert farið dult með, að þetta hafi verið versti bjarnargreiði þeirra málstað. Með þessu sýndu ís- lendingar öllum heiminum, að þeir vildu gera sitt til að Bret- ar hættu ofsóknum sínum og viðurkenndu rétt þeirra. En þó að svo færi, að Bret- ar slægju á útrétta hönd íslend- inga og héldu ofbeldinu áfram, veikir það ábyggilega málstað þeirra á erlendum vettvangi, en styrkir málstað íslendinga. Að sjálfsögðu töldu komm- únistar þetta landráð og svik i málinu í fyrstu, en hljóðnuðu fljótt, þegar þeir sáu, að þeir áttu sér formælendur fáa í þessu sambandi . ViðræSurnar við Breta nú. íslenzka ríkisstjórnin var ó- neitanlega sett í óþægilegan vanda, þegar henni í sumar bár ust tilmæli frá Bretum um við- ræður um landhelgismálið. Hún hafði sannarlega ekki óskað eft ir þessum viðræðum, og vafa- laust talið eins og aðrir, að Framhald á 3. síðu. Gengið meðfram Þessa dagana er sem óðast verið að undirbúa kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Enn sem fyrr er lagt á það ofurkapp af hálfu kommúnista að ná þar yfirráðum, og er þá ekki frekar en fyrri daginn hikað við að beita ýmsum miður geðslegum ráðum. Alþjóð eru nú orðnar kunnar aðfarirnar í Dagsbrún, þar sem algerlega er hundsuð krafa 573 félagsmanna um alls- herjaratkvæðagreiðslu. Þar við bætist, að á kjörskrá eru aðeins 2300 félagsmenn, en Dagsbrún fær þó 33 eða 34 fulltrúa fyrir það. Er þetta alveg gagnstætt lögum, þar sem skýrt og ótví- rætt er fram tekið, að tala full- trúa skuli miðast við tölu ful.1- gildra félagsmanna. Hér í bæ er einnig’mikill við búnaður, og þess er vandlega gætt, að ekki fari í hámæli, hvað er að gerast. Um það er glöggt dæmið um auglýsinguna frá Verkalýðsfélaginu. í giugga „Bolsévíkur,“ eða „Litlu-Kreml ar“ var hengd auglýsing, skrif- uð á venjulegan skrifpappír með bleki þó, en lítil og óveru- leg í alla staði. Þeir, sem leið áttu um götuna, veittu þessari auglýsingu enga athygli, enda sjálfsagt gert með það fyrir aug- um. Þegar betur var að gáð var þétta auglýsing frá Verkalýðsfé- laginu um kjör fulltrúa á þing A. S. í. Það var ekki auglýst með félagsauglýsingu, ekki látið berast til neinna aðila, ekki minnzt á kjörið í Eyjablaðinu, sem kom út um svipað leyti, ekki auglýst í útvarpi né blöð- um, aðeins þessi eini snepill, pervisinn og óverulegur, og þó sjálfsagt fullkomlega löglegurl Því að allt er löglegt — eða látið vera það! Svona eiga sýslumenn að vera! Svona á að skapa hinn langþráða frið um fulltrúakjör til A. S. Í.I Með þessum hætti verður það algerlega ópólitískt! Bara auglýsa svo, að hugsanleg- um andstæðingum gefist ekki ráðrúm til að koma sínum ósk- Framhald á 4. siðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.