Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fylkir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fylkir

						Málgagn
SjólfshæðiV
flokksins
17. argangur.
Vestmannaeyjum  15. maí 19G5
9. tölublað.
Skólaslit Stýximannaskólans
Vr skðlaslitarœðu Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar,
skólastjóra,
Háttvirtu gestir, kennarar, nem-
endur.
Eg býð ykkur öll velkomin. Það
er í senn hátíðlegur og sögulegur
viðburður, sem við tökum þátt í í
dag — á lokadegi vetrarvertíðar
frá fornu fari —¦ fyrstu skólaslit
Stýrimannaskólans í Vestmannaeyj
um, er útskrifaðir eru 15 stýrimenn
með fullkomin fiskimannaréttindi.
Hefur hér rætzt gamal draumur og
hugsjón sjómannastéttarinnar að til
væri stýrimannaskóli utan Reykja-
víkur, sem gæfi hin fyllstu réttindi
og var sjómönnum hér í Vestmanna
eyjum þetta auðvitað sérstakt kapps
mál að fá stýrimannaskóla hingað
til Vestmannaeyja. Hefur stýri-
mannaskóli í Vestmannaeyjum ver-
ið baráttumál sjómanna eins og t.
d. skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Verðandi í mörg ár.
Persónulega verð ég að segja, að
þetta er fyrir mig sjálfan ein hin
stærsta stund í lífi mínu að hafa
fengið að leggja hér hönd á plóginn
og er ég þakklátur forsjóninni, að
draumur, sem ég varla þorði að
minnast á skuli hafa rætzt svo vel.
Eg vil í upphafi máls míns minn-
ast tveggja öndvegismanna sjó-
mannastéttar hér í Vestmannaeyj -
um, sem hafa látizt á liðnum vetri:
Stefáns Guðlaugssonar í Gerði og
Þorsteins Jónssonar  í  Laufási.
Sem okkur er öllum kunnugt
voru þessir tveir formenn einir kunn
ustu sjósóknarar hér í Vestmanna-
eyjum á sinni tíð.
Stefán Guðlaugsson var sérstakur
áhugamaður um stofnun Stýrimanna
skóla í Vestmannaeyjum og studdi
skólann með ráð og dáð, og Gaf
Stefán og kona hans, Sigurfinna
Þórðardóttir, stórfé til skólans.
Þorsteinn Jónsson í Laufási var
síðasti áraskipaformaðurinn í Vest-
mannaeyjum ,sem var á lífi, og
fyrsti vélbátaformaður í Vestmanna
eyjum: Með vélbátnum Unni, sem
Þorsteinn keypti ásamt fleirum
1906 var sem kunnugt er brotið blað
í útgerðarsögu Vestmannaeyja.
Þáttur Þorsteins í sjómælingum
og bættum sjókortum við Vest-
mannaeyja var ómetanlegur á sín-
um tíma. Þorsteinn var ritfær í
bezta lagi og eru bækur hans og
dagbækur hinar merkilegustu.
Báðir létu þessir menn málefni
sjómanna sig miklu varða og stóðu
framarlega í Björgunarfélagi Vest-
mannaeyja og stuðluðu manna bezt
að komu björgunarskipsins Þórs ár-
ið 1920.
Eg vil biðja alla viðstadda að
rísa úr sætum og votta þessum
látnu merkismönnum virðingu sína
og þakklæti.
Síðan skólinn var settur 3. októb-
er s. 1. hefur tíminn liðið hratt hjá
okkur, sem höfum starfað innan
veggja skólans.
Með bjarstýni og trú á góðan mál-
stað var ákveðið að fara af stað
með skólann s .1. haust. Höfðu þá
20 nemendur sótt um skólavist.
Skólinn hófst með námskeiði
hinn 15. september fyrir nemendur
2 bekkjar í ensku, dönsku, stærð-
fræði og íslenzku.
Var haldið inntökupróf í þessum
greinum dagana 1. og 2. oktober, en
prófdómandi var Eyjólfur Pálsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans. —
Stóðust allir nemendur inntökusskil
yrði. Hinn 3. oktober var skólinn
settur hér að Breiðabliki.
Fastur kennari við 1. bekk var
ráðinn Steingrímur Arnar stýri-
maður, en aðrir kennarar við skól-
ann voru ráðnir sem  stundakenn-
arar:
Eiríkur Guðnason,  kennari  í ís-
lenzku.
Magnús  Magnússon,  símstöðvar-
stjóri  í kennslu loftskeyta-,
og lórantækja.
Brynjólfur Jónatansson, rafvirkja
meistari á radar- og fiskleit-
artæki.
Sverrir Bergmann, læknir í heilsu
fræði.
Júlíus Magnússon frkvst.  í bók-
færslu.
Magnús Magnússon og Ingólfur
Theodórsson netagerðarmeist
arar í verklegri sjómennsku.
Birgir Helgason, verksmiðjustjóri
í vélfræði.
Jón Óskarsson fulltrúi bæjarfóg-
eta, í sjórétti.
Guðmund Sigurmonsson, íþrótta-
kennara í íþróttum.
í 1. bekk settust 4 nemendur, en
í 2. bekk 15   nemendur,  þar  af
Framhald á  2.  síðu.
NÝTT „HAFSKIP"
11. f. m. kom nýtt flutningaskip
m/s Langá til Vestmannaeyja. Skip
ið er eign Hafskips h/f. Er þetta
fjórða skip félagsins, en fyrsta skip-
ið m/s Laxá, kom til landsins 31.
desember 1959 og síðan hefur félag
ið látið byggja m/s Rangá, m/s Selá
og nú m/s Langá. — M/s Langá er
2230 tonn Deadweight. Aðalvél er
Deutz 1500 hestölf og reyndist
ganghraði skipsins 12,8 mílur í
reynsluferð. 3 ljósavélar af MWM
gerð og ennfremur öll nýjustu sigl-
ingartæki eins og Gyro Compass
eru í skipinu.
3 kranar til lestunar og losunar,
auk hydraulic spila eru í skipinu.
Eins manns klefar eru fyrir skips-
höfnina. Sjónvarpi er komið fyrir
í borðsal skipsins.
M/s Langá er, eins og fyrri skip
félagsins byggð í Vestur-Þýzka-
landi hjá skipasmíðastöðinni D. W.
Kremer Sohn, Elmshorn.
Erlend lán vegna skipakaupa
Hafskips h/f eru fengin í Vestur-
Þýzkalandi og eru án ríkis- eða
bankaábyrgðar.
Heimahöfn m/s Langár er Nes-
kaupstaður, en heimahöfn fyrri
skipa eru: Vestmannaeyjar, Bolung
arvík og Siglufjörður.
Skipstjóri á m/s Langá er Stein-
arr Kristjánsson.
1. vélstjóri er Þórður Konráðs-
son.
Stjórnarformaður Hafskips h/f er
Gísli Gíslason, Vestmannaeyjum,
varaformaður Ólafur Jónsson, Sand
gerði. Framkvæmdastjóri er Sigurð
ur Njálsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8