Fylkir


Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 1

Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðfs* flokkslnl •n. 17. árgangur. cmnu1 Vestmannaeyjum 4. júní 1965 11. tölublað Leiðir til vatnsöflunar Leiðsla frá landi 21,7 til 33,7 milljónir króna. — Fram- leiðslukostnaður kr. 4,15 til kr. 5.45 pn tonn. — — — Vinnsla vatns úr sjó. Stofnkostnaður 51 til 77 milljónir króna. — Framleiðslukostnaður kr. 15,00 til kr. 21,00 pr. tonn. — @ kr. 550/— ■ 12,1 Leiðsla í sjó, 12,300 m @ kr. 1.500/— 18,5 Inntak, leiðsla niður fjall o. fl. 1,5 Samt. millj. kr. 32,1 Á fundi bæjarstjórnar hinn 28. janúar s. 1. var samþykkt eftirfar- anui unaga íra funtruum Sjaiístæó isiiokKsins: „bæjarstjórn samþykkir að fela uccjaiaijura au iata gera Kostnaoar aæuun um ieiosiu ira ianui vegna iyiiinugaorai; vamsveitu ner i byj- um. ivostnaóaraætiun þess verK- fræðings' eða verkfræðinga, sem á- ætlunina gera verði síðar lögð fyrir bæjarstjórn." Var þess getið í framsögu fyrir tillögunni, að hana bæri ekki að skoða seiji ákvörðun bæjarstjórnar um ákveðna leið til vatnsöflunar, heldur sem nauðsynlegan undirbún ing frekari aðgerða í málinu, þar sem óhjákvæmilegt var talið að slík kostnaðaráætlun lægi fyrir, áður en bæjarstjórn tæki lokaákvörðun um hvaða leið farin yrði til öflunar neyzluvatns. í framhaldi af þessari samþykkt bæjarstjórnar fól bæjarstjóri Þór- halli Jónssyni fyrrv. bæjarverk- fræðingi að gera umrædda kostnað- aráætlun og jafnframt að afla upp- lýsinga um stofn- og reksturskostn að stöðva til vinnslu vatns úr sjó. Hefur Þ. J. unnið að þessu í vet- ur og bæjarfulltrúum nú verið lát- in í té til athugunar bráðabirgða- skýrsla hans um málið í heild. Um- kostnað við leiðslu frá landi og vinnslu vatns úr sjó segir svo m. a. í skýrslu Þ. J. 1. leiðslá frá landi. Kostnaðaráætlanir'. Porsgrund Metalverk 1 Noregi býður 6” polyetylen leiðslu fyrir N kr. 48/— pr. m. Þeir bjóða einn- ig allan kostnað við lögn hennar, þar með niðurdælingu á allt að 20 m dýpi fyrir N kr. 42/— pr. m. Umreiknað er verð þetta ísl. kr. 1500/— pr. m í tvöfaldri leiðslu. Kostnaður við lögn leiðslunnar virðist vera nokkuð hátt áætlaður og er nauðsynlegt að kynnast tækni við lögn slíkra leiðsla áður en sam- ið er. A. Leiðsla frá Leitisá að sjó aust- an Markarfljóts, sjóleiðsla þaðan: millj. kr. 6” asbetleiðsla, 8.000 m @ 550/— 4,4 Leiðsla í sjó, 18,200 m @ 500/— 27,3 Inntak, þrýstijöfnun, leiðsla niður fjallið 2,0 Samt. millj. kr. 33,7 B. Leiðsla frá Leitisá yfir Markar- fljót á nýrri brú, niður að sjó vest- an fljótsins, sjóleiðsla þaðan: millj. kr. 8” asbetleiðsla, 14.000 m @> 500/— 7,7 Leiðsla í sjó, 12.300 m @ 1.500/— 18,5 Inntak o. fl. 2,0 Samt. millj. kr. 28,2 Kostnaður við brúargerð og fyr- irhleðslur í Markarfljóti er ekki innifalinn. • G. Leiðsla- frá á í landi Syðstu- "Merkúr, " yfir " 'núvérandí ' Markár- fljótsbrú niður áð sjó vestan fljóts- ins, sjóleiðsla þaðan: millj. kr. 8” asbetleiðsla, 22.000 m Þessar þrjár leiðir verða þá álíka dýrar, nema hvað ný brú á Mark- arfljót mundi líklega verða of dýr til þess að sú leið yrði valin. Eg mundi mæla með leið nr. C, því það leiðslustæði er öruggast fyrir spjöllum frá Markarfljóti. 8” leiðsla frá Syðstu Mörk flytur um 2.900 tonn á dag, eða ríflega það magn, sem reiknað er með. Hinsveg ar er athugandi, hvort ekki er rétt að hafa það 10” leiðslu, sem flytur um 5000 tonn á dag, með tilliti til aukinna þarfa í framtíðinni. Mun- ur á kostnaði yrði 2,5 millj. kr. D. Borun í landi Bakka. millj. kr. Borholur, dælur og rafbúnaður 1,5 Leiðsla til sjávar 3 km @ 550/— 1,7 Leiðsla í sjó, 12.300 m @ 1.500/— 18,5 Samt. millj. kr. 21,7 Reynist unnt að afla vatns með borun verður þetta langódýrast. Framleiðslukostnaður á vatni með þessum leiðum. Til þess að bera saman kostnað á vatni frá landi við kostnað á vatni unnu úr sjó, er rétt að reikna kostn að á vatni komnu að dælustöð í Vestmannaeyjum og kostnað á vatni við stöðvarvegg í framleiðslu- stöð fyrir sjóvinnslu. Þetta er gert hér á eftir. Vatn frá Syðstu Mörk: millj. kr. Stofnkostnaður skv. ofangr. 32,1 -Ófyrirséð 3,2 Samt. millj. kr. 35,3 Framleiðslukostnaður: Vextir og afskriftir 3.500.000,00 Viðhald 500.000,00 Samtals á ári kr. 4.000.000,00 Miðað við 2.100 tonn á dag, 350 daga á ári yrði framleiðslukostnað- ur á tonn kr. 5.45. Vatn frá borholum við Bakka: millj. kr. Stofnkostnaður skv. ofangr. 21,7 Ófyrirséð 2,2 Samtals millj. kr. 23,9 Framleiðslukostnaður: Vextir og afskriftir 2.400.000,00 Raforkuneyzla við dælur 150.000,00 Viðhald 500.000,00 Samtals á ári kr. 3.050.000,00 Miðað við sama vatnsmagn og áð- ur yrði framleiðslukostnaður á tonn kr. 4,15. 3. Vinnsla úr sjó. Undanfarin ár hefur víða um heim verið unnið að því að finna ó- dýrar aðferðir til vatnsvinnslu úr sjó. Hefur mikið áunnizt, en kostn- aður við þær aðferðir, sem þégar hafa verið fullunnar er ennþá all- hár. Ýmsar aðferðir hafa komið fram, sem lofa góðu um minni kostnað í framtíðinni, en tilraunir við þær eru ennþá svo skammt á veg komnar, að ekki má búast við að þær verði notaðar í stórum stíl fyrr en eftir nokkur ár eða jafnvel áratugi. Þær aðferðir, sem nú eru í notk- un í þeim stærðarflokki, sem þarf fyrir Vestmannaeyjar eru þrenns- konar, elektrodialysa, sem byggist á rafgreiningu, ýmsar eimingaraðferð ir og ýmsar frystingaraðferðir. Um þessar aðferðir má almenn segja, að elektródialysa er hagkvæm við vatn með litlu saltinnihaldi; þegar um sjó er að ræða verður hún ekki samkeppnisfær við- hinar aðferðirn ar, vegna mikillar orkuþárfar. Éim- ingarvinnslan er éfzt óg bézt þekkt, hefur víða náðst allgóður árangur með ýmsum eimingaraðferðum. Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.