Fylkir


Fylkir - 29.05.1970, Blaðsíða 1

Fylkir - 29.05.1970, Blaðsíða 1
22. árgangur 29. maí 1970 f & p. tölublað- Bœjarstjóri yfirlýstur vísvitandi ósannindamaður Lœtur löggiltan endurskoðanda bœjarins fara aftur frá hálfnuðu verki við uppgjör reikninga fyrir árið 1969 ,til að verjast hneyksli fram yfir kosningar, í sambandi við samninga og greiðslur til Reykjavíkurlögfrœðinganna. Það þykir aldrei gott, þeg- ar menn, sem fara með opin bert fé, þora ekki að standa reikningsskap gerða sinna. Þetta hefur hent bæjar- stjórann hér í Eyjum, Magn- ús Magnússon. Liggur alveg ljóst fyrir ,að hann hefur mis notað umboð bæjarstjórnar 'til að ráða lögfræðinga til inn heimtu bæjargjalda ,eins og hér hefur verið síðastliðin 20 ár, og í stað þess gert samn ing við tvo Reykjavíkurlög- fræðinga, sem hann reyndi að dylja fyrir bæjarstjórn meðan hægt var og þorir svo bein- iínis ekki að gera bæjarstjórn eða bæjarbúum grein fyrir, hvað mikið þessi misnotkun hans á samþykkt bæjargtjórn ar hefur kostað bæjarbúa í óþarfa útgjöldum umfram það gem eðlilegt hefði verið að greiða í innheimtu'kostnað. Bæjarstjóri reynir í Braut- inni s.l. miðv.dag, að snúa sig út úr þeiri sjálfheldu, sem hann er kominn í vegna þessa gerræðis síns, ,með stóryrðum og beinum ósannindavalðli. Bæjarfultrúar hafa oft og iðulega á fundum bæjarstjórn ar staðið bæjarstjóra að því, að fara vísvitandi með rangar tölur í sambandi við fjármál bæjarins og reyna að blekkja fulltrúana með villandi upp- lýsingum. Þegar hann hefur verið staðinn að þessu hefur hann venjulegast gerzt held- ur lágkúrulegur, en þó oftast beðizt afsökunar. Það kemur mér því ekki á óvart þó að hann nú, þegar hanp er kominn í sjálfheldu í sambandi við greiðslur sín- ar við umrædda lögfræðinga vaði fram á ritvöllinn á síð- ustu stundu, með hrein ósann indi og blekkingar, sér til varnar. Því miður er ekki tími eða aðstaða til að ræða þetta mál hér eins og skyldi. Eg verð því að láta nægja, að lýsa bæjarstjóra ómerkan ósannindamann að eftirfar- andi atriðum. 1. Eg lýsi bæjarstjóra ó- mer'kan ósannindamann að því að ég eða aðrir bæjar- Frh. á 2. síðu. 2.000.000 kr.! Þó að uppgjör Þggi enn ekki fyrir, er búið, eftir ýmsum krókaleiðum, að færa i’,r> í bókhald bæjar- sjóðs, nokkurn hluta af kostnaði vegna Reykja- víkurlögfræðinganna. Sundurliðun á því, sem komið er inn í bókhald bæjarins lítur þannig út: 1. Ferða og uppihaldskostnaður 2. Endurgreiddur innheimtukostnaður 3. Laun kr. 160 þúsund kr. 463 þúsund kr. 676 þúsund samtals: kr. 1299 þúsund Vitað cr ,að ekki er nema liluti a f launum viðkomandi, greiddur enn og bví fyrirsjáanlegt, að ævintýrið í heild, sem stóð yfir í 7 mánuði, mun kosta um eða yfir tvær millj. króna, eða um 300 þúsund á mánuði, sem eru meira en 20 föld laun verka- manna, miðað við vinnu- tíma lögfræðinganna. Enginn reikningur bœjarsjóðs- eða fyrir- tœkja hans, fyrir árin 1966 til 1969 hefur enn fengið fullnaðarafgreiðslu í bœjarstjórn. Það mun aldrei hafa hent | einasta ár, af þeim fjórum, nokkra bæjarstjórn, senni- j sem hún hefur setið. lega hvor'ki hér né annars- j Þetta skeður þó hjá þeim staðar, að standa upp og gera óráðsíu bæjarstjórnarmeiri- ekki fullnaðarskil fyrir eitt hluta, sem nú á að skila af sér um næstu mánaðar mót hér í Eyjum. Ekki einn einasti reikning- ur áranna 1966 til 1969 hefur enn verið lagður fyrir bæjar- stjórn til endanlegra um- ræðna og afgreiðslu. Aðeins reikningurinn fyrir árið 1965, var í byrjun kjörtímabilis- ins samþykktur við aðra um- ræðu og frá honum gengið, eins og vera ber. En síðan ekki söguna meir. Hvort þetta stafar af venju legum slóðaskap hjá ráða- mönnum bæjarins, eða af ótta við að fá umræður um rei'kningana í bæjarstjórn, skal látið ósagt. En í sveitar- stjórnarlögunum frá 1966, eru hrein lagafyrirmæli um skyld ur bæjarstjórnar í þessu sam bandi ,og er því þessi van- ræksla meirihluta bæjarstjórn ar hér í Vestmannaeyjum, hreint lagabrot og sýnir al- gera fyrirlitningu þeirra fyr- ir skyldum sínum gagnvart almeningi, sem á fulla heimt- ingu á, að þeir, að þessu leyti. standi skila gerða sinna áð- ur en til kosninga er gengið. En sjálfir telja fulltrúar vinstri flokkanna sig upp yf- ir þetta hafna og sennilega einnig, að háttvirta kjósend- ur varði lítið um það- ¥iiia menn greiða hærra útsvar lyrir að haía vinstri stjórn? Sjálfstæðisflokkurinn mun veita afslátt af útsvörunum, ef slíkt reynisí mögulegt. — Enginn afsláttur, segja fulltrúar vinstri flokkanna. Á meðan Sjálfstæðismenn | réðu einir bæjarmálunum á árunum 1958 til 1966, var á hverju einasta ári gefinn meiri eða minni afsláttur af útsvörum, að niðurjöfnun lokinni. Var afsláturinn frá 20 til 36%. Meðan að vinstri flokkarnir voru í minnihluta, þorðu þeir aldrei að æmta eða skræmta um að afsláttturinn yrði lækk aður eða felldur niður. Þeir vissu, að það myndi óvinsælt hjá útsvarsreiðendum. Við samningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1966, sem Sjálfstæð- isflokkurinn stóð að í árs- byrjun það ár, voru útsvörin hæk'kuð nokkuð ,nær ein- vörðungu, vegna fimm millj. kr. framlags, sem tekið var inn á fjárhagsáætlunina, til greiðslu kostnaðar við lagn- ingu innanbæjarkerfis vatns- veitunnar. — Á framboðsfundinum vorið 1966 réðust frambjóðendur vinstri flokkanna harkalega á Sjálfstæðismenn, fyrir þessa hækkun útsvaranna og hunz uðu þeir allar ábendingar um að þrátt fyrir þetta myndi vera hægt að veita svipaðan afslátt og áður, þar sem vitað var að veruleg tekjuaukning hafði orðið hjá öllum almenn ingi og reyndar fyrirtækjum einnig á árinu 1965. Datt því engum útsvars- greiðanda í hug, að eftir öll þessi stóryrði fulltrúa vinstri flo'kkanna, ætti hann von á þeirri dembu, sem hann fékk yfir sig, þegar að vinstri flokkarnir, eftir að hafa náð hér meirihluta, létu það verða sitt fyrsta verk, að stórhækka útsvar hvers og eins, að lok- inni niðurjöfnun, í stað þess að veita útsvarsgreiðendum svipaðan afslátt og verið hafði. Hefur síðan látlaust úr þeim herbúðum verið hamr- að á því, að ekki megi gefa afslátt af útsvörum, þótt það sýni sig, að slíkt sé hægt, að niðurjöfnun lo'kinni, því að þá verði fyrii’tæki einnig að fá afslátt. Hér er um vísvitandi blekk ingu að ræða, bví ef til dæm is niðurjöfnun útsvara fyrir árið 1969 er athuguð, kemur í ljós, að öll fyrirtæki í bæn- um greiða aðeins 7% af út- svarsupphæðinni ,en einstakl- ingar 93%. — Afslátturinn myndi samkvæmt bessu því fyrst og fremst koma launa- mönnum til góða, en skipta fyrirtækin miklu minna máli því langmestur hluti afgjöld um þeirra til bæjarsjóðs eru aðstöðugjöld, sem s.I. ár nam nokkuð á annan tug milljóna króna, og aldrei hefur komið til mála að veita afslátt af. Þessi stífni fulltrúa vinstri flokkanna hefur á undan- förnum árum kostað launþega verulegt fé í óþarflega háum útsörum. Sjálfstæðisflokkurinn hik- ar ekki við að gefa þá yfir- lýsingu, að hann mun eins og áður, veita afslátt af útsvör- unum, ef heildarupphæð út- svaranna verður hærri, að niðurjöfnun lokinni, en gert hafði verið ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. Kjósendur vita því fyrir- fram um hvað þeir eru að velja, í sambandi við niður- jöfnun útsvara ,þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnu daginn kemur. x D Gerum sigur Sjdlfstsðisflohhsjns sem stsrstan x D

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.