Fylkir


Fylkir - 15.11.1975, Blaðsíða 1

Fylkir - 15.11.1975, Blaðsíða 1
27. árg. Vestmannaeyjum. 15. nnvember 1975 9. tbl. STEFÁN RUNÓLFSSON: Tlugleiðingar um iþrólíamál Á síðastliðnu sumri féll meist araflokkur ÍBV í II. deild, eins og öllum er kunnugt. Um þetta áfall hefur að sjálfsögðu verið mikið rætt og ritað, enda ekki að ástæðulausu, þar sem þetta er mjög slæmt fyrir bandalag- ið, einkum og sér í lagi fjár- hagslega, þar sem aðsókn að leikjum II. deildar er mjög lítil, svo og aðstaða til inn- heimtu er mjög ábótavant hjá hinum ýmsu II. deildar liðum úti á landi. Pá er ferðakostnaður gífur- legur, og ekki séð fyrir endann á því, hvernig ÍBV raunveru- lega getur komist fram úr því máli, þar sem mótherjar eru dreifðir um allt land, þ. e. á Selfossi, í Reykjavík, á ísafirði, Akureyri, Húsavík og Árskógs- strönd. Þrátt fyrir það verður að sjálfsögðu barist áfram, og er það von forráðamanna ÍBV, að strax á næsta sumri muni meistaraflokkur ÍBV vinna sig upp í I. deild að nýju, og ber þá að hafa í huga, að allflestir meistaraflokksmenn ÍBV, sem eru bæði ungir og kraftmiklir knattspyrnumenn, hyggjast halda áfram og vinna sinn fyrri sess í I. deildinni. Þá hefur, og það ekki að á- stæðulausu, verið mikið rætt, hver ástæðan hafi verið fyrir því, að svona fór, og hafa í því sambandi verið ýmsar getgát- ur og fullyrðingar á lofti. Eg vil í því sambandi taka það fram, að þar er engum einum um að kenna, en vil jafnframt benda á, að meistaraflokkur í. B. V. sigraði sterkustu liðin í I. deildinni á sl. sumri. Um þessar mundir er verið að vinna að því að ráða þjálf- ara fyrir næsta ár, og er útlit fyrir að frá því máli verði geng- ið innan skamms. En þó ekki hafi betur tekist til, en frá hefur verið greint í sambandi við meistaraflokk ÍBV, þá varð II. flokkur ÍBV íslandsmeistari á sl. sumri. Annar flokkur er skipaður ungum og efnilegum knatt- spyrnumönnum, sem örugglega má binda miklar vonir við í framtíðinni. Um aðra flokka ÍBV, sem þátt tóku í íslandsmóiinu, er það að segja, að III. flokkur var ofarlega 'í sínum riðli, IV. flokkur var sæmilegur, en hjá V. flokki vantaði ekki nema herslumuninn á, að þeir yrðu íslandsmeistarar. Það má segja, að knattspyrnu íþróttin hafi verið allráðandi íþróttagrein hér í Eyjum á undanförnum árum, og er það ánægjulegt, en með bættri að- stöðu og tilkomu sundhallar og íþróttahúss, verður að gera ráð fyrir, að fleiri íþróttagrein- ar hasli sér völl og gefi þá um leið fleiri aðilum tækifæri til að stunda íþróttir viö sitt hæfi. Vekja þarf upp frjálsar í- þróttir, en þær voru, eins og menn muna, mjög sterk íþrótta grein hér fyrr á árum, og hér voru margir mjög þekktir frjálsíþróttamenn og áttu Vest- mannaeyingar íslandsmeistara í nokkrum greinum í áraraðir. Þá verður að gera ráð fyrir, að hér byggist upp sterkt hand- boltalið ásamt körfubolta, blaki og badminton. Einnig verður að gera ráð fyrir, að með tilkomu sundhallarinnar, verði innan ekki langs tíma, kominn upp hópur sundfólks, sem örugglega lætur að sér kveða á sundmótum á næstu árum. í nýju íþróttamannvirkj- unum í Brimhólalaut er einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir lyft ingar og borðtenms, og ma einnig búast við því, að þær greinar verði teknar upp hér. En með fjölgun íþróttagreina þarf fleiri starfskrafta, og er ánægjulegt að fylgjast með, hve íþróttafélögin hér í bæ, hafa góðum og áhugasömum starfskröftum á að skipa, og vil ég í því sambandi benda á, hvílíkt öryggi það er fyrir for- eldra, að vita af börnum sín um á íþróttaæfingum eða í keppnum undir forustu þessa fólks, sem af áhuga og elju- semi miðlar þeim af þekkingu sinni, í flestum tilfellum af á- huga og án endurgjalds. Stutt svur ENN UM KASSANN. í síðasta Fylki ritaði ég smá greinarstúf um þá miklu ó- reiðu, sem ríkti í fjármála- stjórn í tíð fyrrverandi bæjar- stjóra. Tekið var eitt lítið dæmi því til sönnunar (200 þús. á Hamarinn?). Um þenn- an pistil segir M. M. í síðustu Braut í grein er hann nefnir: „Skáldleg tilþrif”. „Sigurður Jónsson heldur á- fram dylgjum sínum (í anda Gróu á Leiti) um óstjórn og óreiðu í fjármálum bæjar- sjóðs”. — Hér er ekki um nein- ar dylgjur að ræða í andc Gróu á Leiti. Það kemur í ljós síðar í grein M.M., að það var rétt, sem ég hélt fram í grein- arstúf mínum. Um peningana, sem fundust í kassa segir M. M. orðrétt: „Það var af vangá minni, að þessir fjármunir voru ekki áður komnir í hend ur gjaldkera”. Það var einmitt þetta, sem ég var að gagnrýna. Ávísun, að upphæð 100 þús. kr. er lát- in liggja í reiðuleysi í 10 mán- uði ásamt reiðufé. Varla eru greiddir háir vextir af pening- um liggjandi í kassa. Margra mánaða ávísun er verðlaust plagg, sem bankinn og útgef- andi geta neitað að greiða. — Þetta var einmitt lítið dæmi um þá óstjórn og óreiðu, sem ríkti hjá fyrrverandi bæjar- stjóra og hans fjármálaspekú- löntum. Fylkir mun halda áfram að birta dæmi um þá miklu ó- stjórn og óreiðu, sem ríkti á fjármálastjórn bæjarins. Kjósendur eiga fullkominn rétt á að vita, hvernig þessum mál- um var háttað. S. J. Á komandi ári verður ÍBV 30 ára, og er það von mín og trú, að um þessi tímamót, stígi menn á stokk og strengi þess heit, að gera veg ÍBV sem mest an, okkur sjálfum og byggðar- lagi okkar til heilla um ókom- in ár. iþróttahöllin í sniíðum. 1. nóv. og 9. nóv.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.