Fylkir


Fylkir - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.01.1980, Blaðsíða 1
Málgagn félaganna í Vestmannae\jum 1. tölublað Vestmannaeyjum, 10. janúar 1980 32. árgangur GJÖLD í HÁMARKI Á t'undi nýlega samþykkti meirihluti bæjarráös. .hvernig haga skal álagningu á bæjarbúa á þessu ári. Er um aö ræöa óbreytta stefnu frá fyrra ári þ.e. allir tekjustofnar skuli nýttir til hins ítrasta og hvergi gefinn neinn afsláttur þar frá. Fast- eignagjöld með álagi, útsvar með álagi, aðstöðugjöld í há- marki. Við þetta bættist svo einnig hátt rafmagnsverð, vatnsveitugjöld þau hæstu á landinu. B æjarfullt r ú a r S j á 1 fs tæðis - flokksins hafa eindregið varaö vinstri menn viö þessari stefnu og t.d. bent á og lagt til aö álagi á fasteignagjöldum yrði fellt niður. Mörg sveitarfélög nota ekki álagninguna og nokkur gefa afslátt frá því sem leyfilegt er. Bæj a r fu 111 r ú a r Sjá 1 fstæð isfI. telja nauðsynlegt, að gjald- stefnu núverandi meirihluta verði breytt, það verði aðstilla gjöldum í hóf í stað þess að leggja öll gjöld á að fullu. FJÁRHAGSÁÆTLUN 1980. Breytt vinnubrögS nauðsynleg. Fj árhagsáæ 11 u n bæj a rsj óðs og stofnana hans er nú í undir- búningi og verður á næstunni tekin til umræðu í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að við gerð fjárhagsáætlunar nú. verði staðið öðruvísi að en áður. Til að skapa aukið aðhald og tryggja aukiö tjármagn til framkvæmda er nauðsynlegt að breyta um vinnubrögð. Einnig gera tillögur okkar ráð fyrir því að færa hinum einstöku nefnd- um aukið vald við niöurröðun á verkefnum og hinum ýmsu út- gjaldalióum. Stefna okkar byggist á því einfalda atriöi aö ákveða fyrst hverjar tekjur bæjarsjóðs muni verða á árinu. Þegar það er vitað liggur fyrir samþ. bæjar- stjórnar, að tekjuafgangur skuli vera 30% (sbr. framkvæmda- áætlun 1977-1986). Tekjuaf- gangur skal notast til hinna verklegu framkvæmda. Stefna Sjálfstæðismanna gerir síðan ráö fyrir því, að ákveða því hve mörg prósent fara skuli til hvers málaflokks. Innan þess ramma verður svo viðkomandi nefnd sem sér um málaflokkinn að halda sér en ákveður sjálf sín forgangsverkefni, enda er hún best fær urn að meta það. Meö þessari stefnu er tryggt, að tekjuafgangur verður 30% og rekstri stofnana verður haldið eins mikið niöri og frek- ast er unnt. Einnig er mun eðlilegra, að nefndirnar sjálfar semji sína áætlun innan þessa ramma. heldur en bæjarstjórn sé með tillögur um niðurskurð. þar sem oft á tíðum skorið er niður þaö sem síst skyldi aö dómi viðkomandi nefndar. Fróðleet verður að fvlgjast með við- brögðum meirihlutans gagn- vart þessum tillögum. S.J. Með þessu fyrsta tölublaði Fylkis á þessu ári, sendum við Eyjabúum öllum og lesendum Fylkis um land allt okkar bestu nýárs- ogframtíðaróskir, um leið og við þökkum fyrir það liðna. RFrSTJÓRN FYLKIS Við áramót. Nú þegar árið 1979 er liðið og þar með einn átatugur enn í aldanna rás, verður manni á að líta til baka og huga að því hvað hafi gerst á þessum tíma. Ófreskjan. Ekki er vafi á því, að það sem ber hæst nú og hefur verið nú um langa hríð, er sá ógnvaldur er í daglegu tali nefnist verð- bólga, eða öllu heldur óða- verðbólga. Mörgum hefur þótt, sem ráðamenn lands okkar hafi ekki haft þann dug og þann kjark sem þurfti til að ráða við þennan draug. Haf menn þessir oft á tíðum látið vaða á súðunt og hugsað um stundar hags- muni, í stað þess að segja lands- mönnum sannleikann og bregðast við á þann hátt sem þurfti. Sannleikurinn er sá, að við íslendingar höfum lifað um efni fram, og erum nú að súpa seyð- ið af því. Stjórnmálamennirnir vita þetta, en þora ekki að segja það, af hræðslu viö að missa atkvæði. Þetta getur ekki geng- iö til lengdar. Þessu verður að breyta. Ráðamenn okkar verða að láta sig hafa það að segja okkur sannleikann og bregðast við honum á þann hátt, að til heilla verði fyrir framtíð lands- ins. Og við þegnarnir verðurn að taka því, að leggja okkur fram til að svo megi takast. Þetta mvndi ekki taka okkur mörg ár, en landi okkar yrði borgið og afkomendum okkar til hagsbóta. Áratugur Ólafs. Ólafur Jóhannesson, fyrrv. forsætisráðherra, hefur hrósað sér af því, að umliðinn áratugur sé við hann og Framsóknar- flokkinn kenndur. Ekki skal ég segja hversu mikill sómi er af slíkum króa, en ég held að, af honum se enginn sómi. En það er skrítið, með Framsóknar- menn, þeim finnst oft það vera bitastætt, sem öörum ekki lík- ar. Og á því þrífast þeir. Yfirráðherrann. Lúðvík Jósepsson, yfirráð- herra, hefur oft verið í sviðs- Ijósinu á liðnum áratug. Hefur Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.