Fylkir


Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 1
17. tölublað Vestmannaeyjum, 10. nóvember 1983 35. árgangur Stiklað á stóru Helstu framkvæmdir s.l. eitt og hálft ár Frá því að núverandi meirihluti tók við völdum eftir kosningarnar vorið 1982 hafa ýmsar fram- kvæmdir verið í gangi eins og jafnan áður. I þessum greinarstúf verður stiklað á því helsta. Kosningaár eru jafnan mestu framkvæmdaár hjá sveitar- félögum, einsa var með s.l. ár. Síðustu ár hafa einkennst af örðugleikum með tilheyrandi umræðu og fjármögnunar- erfiðleikum, en neyslu og framkvæmdum hefur verið haldið uppi með erlendum lán- tökum, það miklum að um 60% af þjóðartekjum þarf til að standa undir greiðslubyrði. Stjórnvöld hafa því dregið úr framkvæmdum enda fjár- mögnun þeirra orðin erfiðari. Þrátt fyrir þennan samdrátt er erfitt að halda öðru fram en framkvæmdir hjá bæjarsjóði s.l. eitt og hálft ár hafið verið tals- verðar og verður hér stiklað á stóru. I gatnagerð hefur verið unnið að jarðvegsskiptunr og lagningu varanlegs slitlags. Gatnakerfi bæjarins eru tæpir 29 kílómetrar að lengd, en s.l. tvö sumur hafa um 5 kílómetrar verið malbikaðir auk tæplega 4 kílómetra í gangstéttunr. Sumarið 1983 er það fyrsta sem unnið hefur verið í þjóð- brautum í Vestmannaeyjum og fullvíst má telja að innan ekki alltof langs tíma verði komið slitlag á þjóðbrautir innan byggðar. Ekki var gert ráð fyrir að lagning bundins slitlags á þjóðbrautir í Vestmannaeyjum hæfist þetta fljóít, en vegna for- göngu bæjaryfirvalda náðist samstaða meðal þingmanna kjördæmisins og framkvæmda- valdsins þannig að unnt reynd- ist að hefa verkið s.l. sumar. Skólamál Haustið 1982 var 1. áfangi Hamarsskóla tekinn í notkun, en framkvæmdaþunginn var mestur sumarið 1982. Þróun skólamála hafði orðið sú að al- gjört ófremdarástand hefði skapast ef ekki hefði tekist að hefja skólastarf í Hamarsskóla s.l. haust. Samhliða opnun Hamarsskóla var Iðnskóla- húsið við Heiðarveg standsett þannig að Framhaldsskólinn gat hafið þar starf sama haust með allt sitt starf undir einu þaki. Framtíðaraðstaða skap- aðist þannig fyrir Stýrimanna- skólann á efstu hæð Gagn- fræðaskólahússins. Vestmannaeyjar búa við sér- stöðu varðandi neysluvatns- öflun, dæla þarf öllu vatni ofan af landi í tanka hér í Eyjum. Geymarými fyrir neysluvatn var um 2800 tonn þrátt fyrir að sólarhringsnotkun sé á bilinu 4000-6000 tonn. Við slíkt öryggisleysi var ekki unað, þannig að s.l. vetur var ráðist í að auka geymslurými um 2500 tonn, tankarnir taka því um 4800 tonn. Þessi mikla stækkun gjörbreytir því öryggi sem við búum við varðandi neysluvatn. Sorpeyðing Sorpeyðing er víðast mikið vandamál í þéttbýli. Hér í Eyjum hefur verið notast við lítinn brennsluofn austur á Hrauni, sem vart annar byggð- inni. Við svo búið mátti ekki standa. Ráðist hefur verið í byggingu stærri brennsluþróar og er það verk langt komið. Með byggingu nýju brennslu- þróarinnar eykst rekstrarhag- kvæmni og öryggi langt til muna. Opin svæði og ræktun S.l. tvö sumur hefur verið lögð áhersla á umhverfismál. Rúmir 2 hektarar af torfi voru fluttir til Eyja hvort sumar og lagt á opin svæði. Vegna gos- lokaafmælisins var áhersla lögð á miðbæjarsvæðið, gömul hús sem bæjarsjóður hafði keypt til niðurrifs fjarlægð, þannig skapaðist rúm fyrir garða og göngustíga til fegrunar og yndisauka fyrir bæjarbúa. Jafn- framt var ræktun í Eldfelli haldið áfram auk áburðar- og frædreifingar. Mikið hefur verið rætt um holræsaframkvæmdir yfir höfnina og úr fyrir Eiðið. S.l. sumar voru leiðslurnar yfir höfnina fergjaðar og þessa dagana er unnið við lagnar- stæði norðan hafnar og leiðslan endanlega staðsett á Bratta- garði, því verður ekki langt að líða þar til unnt verður að ganga frá því svæði. Dælurnar eru komnar til landsins og vonir standa til að á næsta ári verði unnt að steypa upp safnþrónna og ganga endanlega frá lögnum norður fyrir Eiðið svo dæling norður fyrir Eiði, á því skolpi sem nú rennur í höfnina, geti hafist. Nú í sumar var unnið að breikkun Helgafellsvallar. Þegar því er lokið verður nánast hægt að tala um þrjá fótboltavelli með grasi í Vest- mannaeyjum, því völlurinn verður í fullri stærð, hvort sem leikið er langs eða þvers. Nýr formaðiir Sjálfstæðísflokksins Á 25. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi var Þorsteinn Pálsson fyrsti þingmaður sunnlendinga kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson er yngsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fæddur 29. október 1947 á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1974. Hann var blaðamaður við Morgunblaðið 1970-1975, ritstjóri Vísis 1975-1979 og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands 1979-1983. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Rafnar og eiga þau 3 börn. Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum óska Þorsteini velfarnaðar í vandasömu starfi. Megi Guð og gæfa fylgja honum. —Ásm. Fr. Þorbjörn Pálsson hefur í síðustu eintökum Brautarinnar verið með fastan þátt, „Fyrirspurnum svarað", þar hefur Þorbjörn spurt sjálfan sig og svarað. Þáttur þessi hefur að vonum vakiö óskipta athygli, ekki síst fvrir húmorinn og Já, málefnalegur skortur getur farið illa með bestu Tvær milljónir vegna malbikunar Á fundi bæjarráðs s.l. mánu- dag var lagt fram bréf frá Framkvæmdastofnun ríkisins. í bréfinu er tilkynnt, að stjórn byggðasjóðs hafi samþykkt að veita lán að upphæð kr. 2. millj. vegna malbikunar ríkisveganna hér í Eyjum. Lánið skal endurgreiðast í einu lagi apríl 1985. Alþingismenn Suðurlands- kjördæmis hafa lýst því yfir, að þeir muni beita sér fyrir því, að lánið ásamt vöxtum verðu endurgreitt af vegafé kjör- dæmisins 1985.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.