Fylkir


Fylkir - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.04.1984, Blaðsíða 1
6. tölublað Vestniannaeyjum, 17. apríl 1984 36.árgangur Stopp Herjólfs Víst er það rétt að oft þurfa menn og hópar að fara í verk- fall til þess að ná sínu fram í launakröfum og koma þau mismikið niður á öðru fólki en því sem er í verkfalli. Það verður að segjast eins og er að þegar Herjólfur stoppast kemur það, vægast sagt, mjög illa við bæjarbúa alla, svo ekki sé talað um tímasetninguna núna. Nú fer í hönd ein af annamestu helgum ársins og það eru margir sem hafa ætlað sér að leggja land undir fót, en lenda í vandræðum vegna verk- fallsins. Menn benda gjarnan á að svipað sé að segja með Akraborgina þegar hún stöðvast. En það er allt annars eðlis, því þá taka menn bara aðra beygju en ætlað var í upphafi og halda upp í Hval- fjörð og þaðan af lengra. Þarna sést gleggst sérstaða Herjólfs og okkar Vestmannaeyinga. að vita að einn maður geti stöðvað skipið og valdið öllum þessum erfiðleikum sem eru samfara þessu stoppi á einni annamestu helgum ársins. Það væri saga til næsta bæjar ef strætóbílstjórar færu í verkfall nteð langferðabílstjórum eða Elliðaárbrúnum yrði lokað vegna eins manns. FIJNDUR BÆJARRÁÐS OG HERJÓLFS Sameiginlegur fundur bæjar- ráðs og stjórnar Herjólfs var haldinn s.l. sunnudagskvöld, þegar Ijóst var að Herjólfur myndi stöðvast. Fundarmenn voru afar óhressir með gang mála, eins og gefur að skilja. Haft var samband við „Karp- húsið” og málin rædd, þar á meðal synjun á undanþágu. Það skal skýrt tekið fram að Herjólfur sótti strax um undanþágu, þegar sýnt var að verkfall var í aðsigi. Undan- þágunni var afdráttarlaust synjað með skeyti frá F.F.S.Í. og S.K.F.Í. frá 11. apríl s.l. A fundi bæjarráðs og stjórnar Herjólfs var eftir- farandi ályktun samþykkt og send viðkomandi aðilum: Sameiginlegur fundur stjórnar Herjólfs h.f. og bæjar- ráðs Vm. lýsir yfir undrun og vonbrigðum sínum á neitun verkfallsnefndar S.K.F.Í. og F.F.S.I. við beiðni stjórnar Herjólfs h.f. á undanþágu fyrir ferðir Herjólfs milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Fundurinn vill undirstrika algjöra sérstöðu Vestmanna- eyja í samgöngumálum, þar sem aðdrættir byggjast nær ein- göngu á flutningum Herjólfs. Flugferðir eru ótryggar á þessum árstíma og má benda á að frá áramótum hefur ekki verið unnt að fljúga í 32 daga. Haldi S.K.F.Í. og F.F.S.Í. fast við ákvörðun sína um neitun á undanþágu fyrir siglingar Herjólfs skapast hér neyðar- ástand, vegna skorts á mjólk og öðrum neysluvörum. Því skorar fundurinn á verkfallsnefnd S.K.F.Í. og F.F.S.Í. að endur- skoða fyrri afstöðu sína og veita Herjólfi nú þegar umbeðna undanþágu. Fundurinn sér ekki að það sé málstað S.K.F.Í. og F.F.S.Í. til framdráttar, að láta boðaðar verkfallsaðgerðir bitna á einu byggðarlagi umfram önnur með aðgerðum sínum. —Georg Þór Kristjánsson. Styrkir samþykktir Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram bréf og tillögur skólafulltrúa og formanns skólanefndar varðandi vinnureglur vegna kennara er stunda framhaldsnám þ.e. um hugsanlega styrk- veitingu til þeirra. Á fundi bæjarráðs var samþ. að veita Birgi Raldvinssyni styrk vegna framhaldsnáms, sem nýtist í sérhæfðu starfi við skólana. Er hér um styrk að ræða, sem nemur tveggja mánaða launum. Einnig var samþykkt að veita Bjarteyju Sigurðar- dóttur styrk vegna fram- haldsnáms í Noregi, varð- andi kennslu þroskaheftra. Samþ. var að veita styrk, tveggja mánaða laun. Þrír starfsmenn Tómstundaráð hefur ný- lega samþykkt að fastir starfsmenn við íþrótta- vellina í sumar verði þrír og Sigurður Jónsson verði eftir sem áður yfirverkstjóri við vellina. Vilja byggja Á síðasta fundi bæjarráðs mættu fulltrúar út stjórn verkamannabústaða til við- ræðna við bæjarráð vegna samþykktar stjórnarinnar nú nýlega, þar sem stjórnin Iýsti yfir áhuga að byggja 6-9 íbúðir eftir lögum um verkamannabústaði. Stjórnin telur fulla þörf á byggingu þessara íbúða. Bæjarráð samþykkti að vísa þessu máli til afgreiðslu bæjarstjórnar, en gert er ráð fyrir fundi í bæjarstjórn í byrjun maí. Einnig benti bæjarráð á, að í ár er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til þessara mála. Skólagarðar Tómstundaráð hefur samþykkt að gjald vegna skólagarða í sumar verði 150 krónur. Mölun á efni Á fundi bæjarráðs 9. apríl s.l. gerði bæjartækni- fræðingur grein fyrir lokuðu útboði í mölun á 4000 rúmm. af ofaníburðarefni. Tvö tilboð bárust. Loftpressan s.f. kr. 688.000 Áhaldaleigan kr. 596.400. Ekkert tilboð kom frá Steypustöð Vm. Bæjarráð samþ. að taka tilboði Áhaldaleigunnar. M.K. á aðalfund Bæjarstjórnin hefur sam- þykkt að fela Magnúsi Kristinssyni, útgm. að fara með atkvæði bæjarsjóðs á aðalfundi Olíufélagsins h.f. sem haldinn verður í Reykjavík 27. apríl n.k. Magnús situr fundinn sem hluthafi. Tveir á ráðstefnu Bæjarstjórn hefur samþykkt að senda bæjar- tæknifræðing og formann bygginganefndar á ráð- stefnu um frárennslismál, sem haldin verður í Reykja- vík dagana 3. og 4. maí n.k. Jafnframt var samþ. að fela þeim að eiga viðræður við skipulagsyfirvöld varð- andi deiliskipulag í austur- bæ. Sumarleyfi Félagsmálaráð hefur samjyykkt að sumarleyfi dagvistunarheimila verði sé hér segir: Sóli 1.8. til 31.8. Rauðagerði 27.7. til 27.8. Kirkjugerði 27.7. til 27.8. Húsaleiga hækkar Félagsmálaráð hefur ný- lega samþykkt að húsaleiga í íbúðum bæjarsjóðs hækki um 6,5% frá og með 1. apríl 1984. Samþykkt að auglýsa Tómstundaráð hefur samþykkt að auglýsa eftir flokksstjórum og að vinnu- tími þeirra verði fastar 8 klukkustundir á dag. Ákveðið hefur verið að ráða einn flokksstjóra til við- bótar, enda hefur það ekki aukakostnað í för með sér vegna bætts skipulags. Ákveðið var einnig á sama fundi tómstundaráðs að vinnutími nemenda verði 3,5 klukkustund á dag. Enn einu sinni kemur til niðurfellingar á ferðum Herjólfs vegna verkfalls. Enn einu sinni verðum við Vestmannaeyingar að búa við það, að verða slitin frá þjóð- vegakerfi landsins. Með tilkomu Herjólfs ger- breyttist öll aðstaða okkar Eyjamanna gagnvart öllum að- dráttum til okkar, svo ekki sé talað um þann sjálfsagða hlut að geta skroppið með bílinn eftir vild og heilsað upp á vini og kunningja. Það er löngu viðurkennt að Herjólfur er hluti af þjóðvega- kerfi landsins og á að taka sem slíkan. Ég er smeykur um það, að það yrði uppi fótur og fit ef Keflavíkurvegurinn yrði lokaður vegna einhverra manna sem mismiklu ráða. „FLÓABÁTA- SAMNINGAR” Það sést alltaf betur og betur hversu nauðsynlegt það er að gerðir verði sérsamningar um svokallaða flóabáta. Maður á erfitt með að koma auga á hvaða samleið þessi skip eiga með farskipum landsmanna, sem sigla á allt öðrum for- sendum en Herjólfur. Það er illt til þess að vita, að mesta mis- klíðin í þessu verkfalli skuli vera fæðisgreiðslur í frítímum og auknar kröfur skipherra Landhelgisgæslunnar! Nú er það aðeins skipstjórinn sem er í Skipstjórafélagi ís- lands, sem er í verkfalli og stoppar því Herjólf og alla að- drætti til og frá Eyjum. Já, það er sárgrætilegt til þess TIL FERMINGARGJAFA MIKIÐ ÚRVAL AF S VEFNPOKUM, TJÖLDUM, DÝNUM OG FLEIRU OG FLEIRU ...

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.