Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fylkir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fylkir

						54. árgangur
Vestmannaeyjum 18. maí2002
3. tölublað
Rekstur og framkvæmdir bæjarsjóðs 2002
Mestu varið til skóla,
íþrótta- og æskulýðsmála
Umræður um rekstur
Vestmannaeyjabæjar og stofnana
falla jafnan í skuggann í aðdrag-
anda kosninga til bæjarstjórnar.
Hér verður einkum fjallað um
rekstur og framkvæmdir bæjar-
sjóðs á þessu ári og einnig horft til
eigna og skuldastöðu bæjarins í
ársbyrjun. Samkvæmt fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs 2002 verða
tekjur bæjarsjóðs af útsvörum,
fasteignasköttum, og holræsa-
gjöldum um 1160 milljónir króna.
Rekstur bæjarsjóðs að frá-
dregnum tekjum af málaflokkum
er áætlaður 995 millj. kr. verk-
legar framkvæmdir 95 millj. kr.
og áhalda- og tækjakaup 115
milljónir króna.
Heildarútgjöld verða því
samtals 1205 milljónir króna eða
100 milljónir á mánuði.
Annað, 8%
Yfirstjórn, 5%
Málefni aldraða,
fatlaðra og
félagsþjónusta,
11%
Vaxtagjöld ncttó, 5%
Gatnafrkv. og
holræsi, 4%
Hreinlætis- og
umhverfismál, 7%
Æskulýðs- og
íþróttamál, 11%
Menningar-
mál, 3%
Skóla- og
fræðslumál,
46%
Framapot
þingmannsins
Alþingismaðuiinn Lúðvík Berg-
vinsson, þingmaður Samfylkingar,
er að ljúka sínu öðru kjörtímabili á
þingi. Hann hefur verið nokkuð
áberandi í fjölmiðlum og þá helst
þegar dómsmál bera á góma. Er
það eðlilegt því maðurinn er lög-
fræðingur að mennt.
Eitt hefur Lúðvík forðast eins og
heitan eldinn, sem er að fá á sig
stimpil kjördæmapotara. Hann
hefur verið svo trúr þessari sann-
færingu sinni að hann kemur
hvergi nærri málum sem hugsan-
lega gætu kastað skugga á hann
sem þingmanns alha landsmanna.
Hvort sem það er ástæðan eða
um dugleysi er að ræða, þá eru þau
ekki mörg málin sem blessaður
maðurinn hefur unnið að á þessum
sjö árum sem hann hefur borið
tifiinn þingmaður. Og ekki eitt
einasta þeirra hefur tengst
Vestmannaeyjum. Hann var fyrir
löngu búinn að gefa þær og íbúana
upp á bátinn en svo datt honum allt
í einu í hug að bjóða sig fram til
bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og
spurningin hlýtur að vera, hvers
vegna?
Líklegasta skýringin er að hann
sé með þessu að fá smá forskot á
kosningabaráttuna fyrir alþingis-
kosningarnar næsta vor, þegar
Vestmannaaeyjar verða hluti af
Suðurkjördæmi sem nær frá
Hornafirði suður á Reykjanes.
Baráttan um örugg sæti verður
hörð, það veit Lúðvík sem nú er að
undirbúa jarðveginn í Eyjum.
Kannski heppnast þetta herbragð
en hætt er við að þingmaðurinn
Lúðvík í Suðuriandskjördæmi hafi
enn minni tíma en áður til að gera
ekki neitt fyrir Vestmannaeyjar því
nýja kjördæmið verður miklu
stærra. Það hlýtur að taka enn meiri
tíma að forðast kjördæmið en áður.
Hvað verður þá um bæjar-
fulltrúann Lúðvík Bergvinsson?
E.s. Man einhver eftir framlagi
Lúðvíks í Herjólfsmálinu?
Byggt við Hamarsskóla á árinu
Það er forvitnilegt að skoða
hvernig útgjöld og framkvæmdir
skiptast á milli málaflokka. Skóla- og
fræðslumál vega þar langþyngst, 555
milljónir króna sem er 46% af heild.
Undir skólamál flokkast leik-
skólar, grunnskólar, skólaskrifstofa
og önnur fræðslumál. I þessum
útgjöldum eru 40 millj. kr. til
viðbyggingar við Hamarskóla, sem
nú er í útboði og 15 milljónir til
tækjakaupa ofl. í fræðslumálum.
Með þessari stækkun Hamarsskóla
bætast við þrjár kennslustofur sem
munu einnig koma af góðum notum
sem samkomusalu. Þegar útgjöldum
er skipt niður er búið að draga frá
tekjur, td. af leikskólagjöldum ofl.
Til íþrótta- og æskulýðsmála
verður varið 130 millj. kr. eða um
11%, þar af eru 54 millj. kr. vegna
framkvæmda og endurbóta á íþrótta-
miðstöðinni og 7 millj. kr. til
tækjakaupa ofl. vegna æskulýðs- og
íþróttamála Til málefna aldraðra,
fatlaðra og félagsþjónustu verður
varið 128 milljónum eða tæplega
11% af útgjöldum bæjarsjóðs.
Hreinlætis- og umhverfismál taka til
sín 84 millj. kr. eða 7%, þar er
framlag bæjarins vegna endurbóta á
Sjúkrahúsinu liðlega 17 millj. kr.
Yfirstjórn bæjarins er um 5%, eða
64 millj. kr., þar vegur kostnaður
vegna bæjarskrifstofanna í Ráð-
húsinu langmest.
Fjármagnskostnaður, greiddir
vextir, eru áætlaðir liðlega 60 millj.
kr. á þessu ári eða 5% af útgjöldum.
Gatnaframkvæmdir og holræsi um
44 millj. kr. eða 4%. Til menn-
ingarmála verður varið tæplega 44
millj. kr. eðarúmlega 3%. Af öðrum
útgjöldum má nefna framlag til
atvinnumála og viðbótarframlag í
lífeyrissjóð bæjarins. Samtals nema
önnur útgjöld sem skiptast á
fjölmarga liði um 97 millj. kr. eða
8% af heildarútgjöldum bæjarsjóðs.
Eigna- og skuldastaða bæjarsjóðs
Umræður um skuldastöðu sveitar-
félaga fá jafnan mikið líf þeggar nær
dregur kosningum. Nú er það svo að
hægt er að skoða tölur um eignir og
skuldir með nokkuð mismunandi
hætti.    Sumir fjalla eingöngu um
skuldir sveitarsjóða, með eða án
lífeyrisskuldbindinga. Aðrir taka
einnig með í reikninginn skuldir
vegna uppbyggingar félagslegra
íbúða og íbúða aldraðra. Enn aðrir
bæta við skuldum hafnarsjóða og
orkufyrirtækja sveitarfélaganna.
Þessu til viðbótar nota sumir
brúttótölur og draga ekki frá
peningalegar eignir. Fyrir bragðið
verður þessi umræða oft mjög
ómarkviss og flestir íbúar sveita-
félaganna eru engu nær.
Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga einbeitir sér að skulda-
stöðu         sveitasjóðanna,         án
lífeyrisskuldbindinga þeirra. Ef
heildarskuldir bæjarsjóðs eru teknar
og peningalegir eignir ekki dregnar
frá voru þessar skuldir 1671 millj. kr.
eða 375 þúsund kr. á hvern íbúa í
ársbyrjun.
Framltaldábh. 2.
Kosningar snúast um traust
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4