Fylkir


Fylkir - 10.06.2006, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.06.2006, Blaðsíða 1
lí Til móts við nýja tíma...! 58. árgangur Vestmannaeyjum 10.júní2006 7. tölublað í kjölfar stórsigurs Að afloknum kosn- ingum erokkurfram bjóðendum Sjálf- stæðisflokksins efst í huga þakklæti í garð kjósenda fyrir þessa eindregnu stuðn- ingsyfirlýsingu við okkur frambjóðend- ur og framtíðarsýn okkar. Við sjálfstæðismenn lögðum upp með vandaða og ígrundaða kosningabaráttu. Mikil vinna var lögð í uppstillingu á lista enda það trú sjálfstæðismanna að næstu fjögur ár séu prófsteinn á það hvort okkurtekst að aðlaga samfélag okkar Eyjamanna að breyttu þjóðfélagi og snúa þar með vörn í sókn. Uppstillinganefnd lagði áherslu á að velja á listann fólk sem væri tilbúið að gefa sig allt í störf fyrir sveitafélagið næstu fjögur árin og er það von okkar og trú að það hafi tekist. Til móts við nýja tíma Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins sammæltust strax í upphafi um áherslu á málefnalega baráttu þar sem allt skítkast og persónulegar árásir voru lagðartil hliðar. Þess í stað voru okkar eigin frambjóðendur og framtíðarsýn þeirra kynnt. Við lögðum mikla áherslu á vinnu að framtíðarsýn okkar í samvinnu við stuðningsmenn og bæjarbúa almennt. í þeim tilgangi var boðað til borgarafunda vegna vinnu við gerð stefnuskrár og var hann vel sóttur. Niðurstaðan varð framtíðasýnin sem hlaut nafnið „Til móts við nýja tíma". Vel sóttir vinnustaðafundir, mikil fjöldi heimsókna á kosningaskrifstofu okkar og annað slíkt gaf okkurfyrirheit um niðurstöðu kosninganna. Við bæjarfulltrúar sjálfstæðis- flokksins erum algerlega meðvituð um þá ábyrgð sem bæjarbúar hafa falið okkur og erum reiðbúin til að hefjast handa við undirbúning stór- sóknaráöllumsviðum bæjarlífsins. Niðurstaðan Niðurstaðan varð sú að Sjálfstæðis- flokkurinn vann einn stærsta sigur sem hann hefur unnið í Vestmanna- eyjum frá upphafi. Taflan hér að neðan sýnir hversu eindregin stuðn- ingur Vestmannaeyinga við fram- tfðarsýn okkar er og er okkur hvatning til að leggjast öll á eitt í vinnu fyrir bæjarfélagið sem við höfum öll valið sem framtíðar vettvang fjölskyldna okkar. Við vitum sem er að hvergi er betra að búaeníVestmannaeyjum. Viðvitum einnig að til þessa að treysta hér byggð þarf vandaða blöndu af djörfung og yfirvegun. Stórsókn á öllum sviðum Tækifærin eru víða og við Vestmanna- eyingarfrægirfyrirsamstöðu þegará reynir. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins erum algerlega meðvituð um þá ábyrgð sem bæjarbúar hafa falið okkur og erum reiðbúin til að hefjast handa við undirbúning stór- sóknará öllum sviðum bæjarlífsins. Fyrir hönd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins Elliði Vignisson Elliði Vignisson Bæjarfulltrúi TILHAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN Sjávarútvegur er aflvaki bættra lífskjara meiri Engan skal undra að áfyrri hluta20. aldar hafi íslendingar til- einkað sjómönnum sérstakan hátíðisdag. Hafsins hetjurstóðu í stafni og fleyttu þjóðinni í gegnum stórsjó og byl með elju, áræði og út- sjónarsemi. Engin önnurstétthefurátt að byggja upp þá velmegun sem fslendingar búa nú við. Sjávarútvegurinn færði okkur frá fátækt til velsældar. fslenskar sjávar- afurðireru langmikilvægasta útflutn- ingsvara landsins og hefur vægi þeirra verið um 60%. Meira en helmingur útflutningsvara íslendinga er sjávar- afurðir og þær nema um 40% heildar- útflutnings vöru og þjónustu. Það átta sig ekki allir á þessu og í reynd þarf stundum að minnafólká þetta þegar það veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma á íslandi. Þeir koma sem fyrr úr undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar -sjávarútveginum. Þar skipa Vestmannaeyjar veigamik- inn sess sem ein stærsta verstöð landsins. Ég heimsótti Eyjarnar á dögunum, sem var ánægjulegt sem jafnan fyrr Sjávarútvegurinn er aflvaki einhverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dugmiklu og hæfu fólki. Með þetta í farteskinu ganga sjómenn stoltir til verka. Til hamingju með daginn og síðar. Ég fékk þann heiður að opna nýja starfsstöð Fiskistofu, sem forveri minn Árni M. Mathiesen hafði undir- búið af dugnaði og stórhug. Það er eðlilegt og sjálfsagt að þjónusta við sjávarútveginn sé staðsett í sem mestum mæli í næsta nágrenni við starfsemi hans. Þess vegna var þessi ákvörðun fagnaðarefni og ég veit að það verður starfsemi Fiskistofu í heild til góðs. f þessari heimsókn sá ég og sem fyrr þann myndarskap, framsýni og dugnað sem einkennt hefur út- gerð og sjávarútveg almennt í Vest- mannaeyjum. Þar stendur einstakl- ingsframtak í greininni sterkum fótum og hefur byggt upp öflug fyrirtæki í fjölbreyttri sjávarútvegsstarfsemi. Ofurgengi krónunnar á síðasta ári gerði sjávarútvegsfýrirtækjum mjög erfitt fýrir. Hagræðing var lykilatriði og nú uppskera menn ávöxt erfiðisins. ívið fyrr en margur hugði. Sjómenn verða alla jafna fyrr en aðrir þegna þjóðfélagsins, áþreifanlega varir við gengisbreytingar enda laun þeirra beintengd afurðaverði. Um leið og gengið lækkar hækkar hluturinn. En það hangir fleira á spýtunni. Auknar tekjur sjómanna fela líka í sér hærra útsvar sveitarfélaga. Þær breytingar sem orðið hafa á gengi krónunnareru því sérstaklega hagfelldar fyrir landsbyggðina. Sjávarútvegur er landsbyggðaratvinnuvegur. Það skiptir því byggðirnar miklu hvernig tekjumyndunin er og verður í grein- inni sem og öðrum útflutningsgrein- um. Breyttar aðstæður í sjávarútvegi bæta lífskjörin verulega í sjávar- útvegsplássunum. Sjávarútvegurinn er aflvaki einhverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dug- miklu og hæfu fólki. Með þetta í farteskinu ganga sjómenn stoltir til verka. Til hamingju með daginn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.