Fylkir


Fylkir - 01.05.2009, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.05.2009, Blaðsíða 1
 ir Göngum hreint til verks 61.árgangur Vestmannaeyjum 1. maí 2009 3.tölublað Til hamingju með daginn launafólk Það er réttlætismál og sjálfsögð krafa launafólks að sá sem aflar launanna fái sem mest ráðið um hvernig þeim er ráðstafað. Þröngt er í búi hjá mörgum heimilum og nokkrum hluta þeirra yrði greitt afar þungt högg ef ríkið tekur til sín stærri hluta afkomu þeirra. Ef ætlunin er að létta undir með heimilum, þá er í raun unnið gegn þeirri áætlun með að hafa af þeim meira fé með skattlagningu. Á 1. maí gengur launafólk undir rauðum fána og leikinn er alþjóða- söngur verkalýðsins, Internasjónalinn. Ekki er laust við að hugsanir um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna leiti á fólk þegar það sér fánann og heyrir sönginn. Upprunaleg merking þessara tákna er þó jafn gild í dag og þau voru 1923 þegar fyrst var gengið í kröfugöngu undir þessum merkjum. Merking táknanna og barátta dagsins er krafa allra stétta um réttlátt þjóðfélag. Þjóðfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og stéttirgeta staðið saman um samfélagslega hagsmuni. Stétt með stétt Grunngildi Sjálfstæðisflokksins byggja á því að samfélagið sé þannig gert að einstaklingurinn hafi frelsi til athafna. Frelsi til orðs og æðis. Sjálfstæðismenn hafa óbilandi trú á frelsi einstaklingsins samfara ábyrgð á eigin gerðum. Þeir hafa til að bera umburðarlyndi gagn- vart mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum. Grunnstefnan er um leið sú að frelsinu skuli hagað þannig að hagsmunir eins séu aldrei á kostnað annars. Þannig skuli ætíð stefnt að því að ólíkir einstaklingar og þjóðfélags- hópar skuli standa saman um sameiginleg hagsmunamál öllum til hagsbóta. Þessi bláiþráður í starfi Sjálfstæðisflokksins hefur gjarnan verið kallaður „Stétt með stétt". Sjálfstæðisflokkurinn jók útgjöld til velferðarmála um 79% Hin sameiginlegu hagsmunamál eru réttilega stundum kölluð velferðarmál. Trúr stefnu sinni um að stéttir skuli standa saman um sameiginleg hags- munamál varði Sjálfstæðisflokkurinn tekjum ríkisins af hagsældinni fyrst og fremst til slíkra mála auk þess sem skuldir voru greiddar niður. Þetta staðfestist til að mynda í vefriti fjár- málaráðuneytisins frá 12. febrúar sl. það sem fram kemur að aukning útgjalda til velferðamála hafi aukist um 79% frá 1999 til ársins í ár. Allan þenna tíma sat ríkisstjórn sjálfstæðisflokks við völd. Engu að síður hefur því verið haldið fram að stefna sjálfstæðis- flokksins auki ójöfnuð. Slíkt er rangt. Afbökun og áróður Því miður hefur ýmislegt í umræðum síðustu missera verið með áróðursblæ. Álitsgjöfum og fjölmiðlamönnum hefur verið beitt á óvægin hátt í umljöllun um þjóðfélagsmál. Um leið og vísað ertil hlutlausrar umræðu og vandaðra vinnubragða hefur gildis- hlöðnum orðum og hugtökum verið skotið inn til að afbaka og afvegaleiða umræðuna. Eitt slíkra orða er „ójöfn- uður". Því orði hefur verið beitt markvisst til að gera því skóna að einhverjir beiti sér fyrir slíku. Enginn er hlynntur ójöfnuði. íslenskan er auðugt mál og á íslensku má sannarlega orða allt sem er og var. í fornu íslensku máli var sá kallaður ójafnaðarmaður sem neytti aflsmunar og gerðist sekur um ofríki og yfirgang. Á sama hátt er "jöfnuður" þá eftir sömu hugsun að tækifæri allra séu jöfn. Að fólk séjafnt fýrir lögum hvaða tekjur sem það hefur, hvaða starfi sem það sinnir, hvar sem það býr o.s.frv. Orðræðan hefur hinsvegar leitttil þess að hugmyndir um „jöfnuð" hafa hætt að snúast um jöfn tækifæri og farið að snúast um að ríkið tryggi með vald- boði öllum sömu eða svipaðartekjur. Að nota hið fallega íslenska orð „jöfnuður" yfir þá leið að auka skattheimtu á einn umfram annan er í besta falli afbökun á inntaki þess. í mörgum tilvikum þarf jöfnuð Það er réttlætismál og sjálfsögð krafa launafólks að sá sem aflar launanna fái sem mest ráðið um hvernig þeim er ráðstafað. Þröngt er í búi hjá mörgum heimilum og nokkrum hluta þeirra yrði greitt afar þungt högg ef ríkið tekur til sín stærri hluta afkomu þeirra. Ef ætlunin er að létta undir með heimilum, þá er í raun unnið gegn þeirri áætlun með að hafa af þeim meira fé með skattlagningu. Hærri skattar draga úr þrótti fyrirtækja og heimila. Sjálfstæðisflokkurinn vill þess í stað jöfnun í anda inntaksins. Ekki verður hjá því litið að lægstu laun duga ekki öllum til að endar nái saman. í mörgum tilvikum þarf jöfnuður að koma til. Tekjuhærri fjölskyldur eiga hinsvegar ekki að þurfa slíka aðstoð. Stuðning ber því til að mynda að veita með því að tekjutengja bætur svo sem barnabætur og félagslega aðstoð. Slíkar bætureiga enda ekki að koma til þeirra sem þegar geta séð sér og sínum sómasamlega farboða. Barátta dagsins er krafa allra stétta um réttlátt þjóðfélag Hin eini sanni jöfnuður er að tryggja öllum jöfn tækifæri. Tryggja einstakl- ingum tækifæri til að brjótast til metorða burt séð frá stétt og stöðu. Tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðis- þjónustu og menntun.Tryggja að ríkið gangi ekki fram í krafti aflsmunar og gerðist sekt um ofríki og yfirgang. Tryggja rétt einstaklingsins til að skara fram úr og rétt allra til samhjálpar. Á tímum sem nú þörfin fyrir samstöðu stétta meiri en oftast áður. Á tímum sem nú er þörf fyrir „stétt með stétt". Merking 1. maí og barátta dagsins er því áfram krafa allra stétta um réttlátt þjóðfélag. Til hamingju með daginn launafólk. Sjálfstæðis- flokkurinn með 54% fylgi í Eyjum Ný afstaðnar kosningar eru fýrir margar sakir athyglisverðar. Aldrei hefur orðið jafn mikil vinstrisveifla í íslenskum stjórnmálum og aldrei hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað jafn miklu fylgi á landsvísu. Fylgi flokksins á landsvísu er nú komið niður í 23,7% og Ijóst að flokksins bíður mikið starf í að endurvinna traust kjósenda. Samfylkingin minni nú en 2003 Vinstriflokkarnir uppskera hinsvegar í ólíkum hlutföllum. Engum getur dulist að Vinstri Grænir eru sigur- vegar þessara kosninga. Ekki eingöngu er fylgi þeirra f sögu- legum hæðum heldur hafa lands- menn almennt mikla trú á forystu- sveit þeirra. Flokkurinn hefur enda sýnt stefnufestu í mikilvægum mál- um svo sem umhverfisvernd og andsöðu við ESB. Þrátt fyrir þetta hafa fjölmiðlar verið ósparir á yfirlýsingar um afgerandi sigur Samfylkingarinnar. Engu er líkar en að kratapennarnir á fréttastofunum þekki ekki þá staðreynd að fylgi Samfylkingarinnar nú var minna en það var árið 2003 undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar. Ekki einusinni sameining við íslands- hreyfinguna dugði til að koma fýlginu ofar. Vestmannaeyjar sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins Vestmannaeyjar hafa lengi verið sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins. Frá Vestmannaeyjum hafa komið öflug- ir þingmenn sem óhræddir hafa staðið vaktina fyrir sinn heimabæ. Staða flokksins í bæjarstjórn hefur löngum verið sterk og flokksstarfið mikið. Nú kveður hinsvegar svo við að Vestmannaeyjar eru orðnar öflugasta vígi flokksins á iandsvísu. Könnun Capacent sýndi að fýlgi við Sjálfstæðisflokkinn mældist rétttæp 54%. Þá hafa þær raddir borist af talningastað að áberandi hafi verið hversu mikið meira fylgi Sjálfstæðis- flokksins var í Vestmannaeyjum en á öðrum stöðum. Einn aftalninga- mönnum sem haft var samband við fullyrti að fylgið Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum væri vart undir 55-60%. Stétt með stétt Sjálfstæðismenn ÍVestmannaeyjum þurfa þó engu síður en aðrir Sjálf- stæðismenn að taka þátt í þeirri vinnu sem nú er framundan. Sú vinna verður ekki hvað síst í því fólgin að skerpa á grundvallar stefnu flokksins. Stefna flokksins hefur frá upphafi verið að vinna að varðveislu hins islenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hag- nýtingu gæða landsins í þágu íslenskra þegna. Þá verður að leita allra leiða til að efla áfram þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfara- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þessi kjarni sjálfstæðis- stefnunar er lykillinn að framtíð landsins og í þessari stefnu er traust fólksins á Sjálfstæðisflokknum falin. Göngum hreint til verks XD

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.