Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 1
Yf WDD60J Föstudagurinn 12. maí 1967 — 18. tbl. 8. árg. Verð 12,00 krónur. Sjónvarps- dagskrá ásamt upplýsingum om efni einstakra liða. (Siá bls. 5). JILL CHARTELL skemrnt- ir gestum I>jcðlelkfeúskjai!- arans um þessar mundir. Guð Jon Pálsson, sem síðustu ár hefur leikið á Ilótel Borg, stjórnar þar nú ágætri hljóm sveit. Sjálfsmorðingjar Hannibal vonlaus - Hlegið að Áka Menn spá nú sem óðast í kosningaúrslitin í næstkom- andi alþingiskosninguim. Það sem einkum. liefur vakið atliygli í sambandi við kosningarnar, er að sjálf- sögðu framboð Hannibals í Reykjavík,- en almennt er talið, að þessi aldni alþýðufor kólfur vestan af fjörðum hafi nú framið pólitískt sjálfs morð í eitt skipti fyrir öll. Þá hefur Áki Jakobsson stofnað til framboðs á Suð- urnesjum og í Reykjavík, en hann hefur að undanfömu, öðra fremur, haft það fyrir stafni. að verja ófróma at- hafnamenn. af Suðurnesjum fjTÍr refsivendi laga og rétt- ar. Fáum dettur í hug, að Hannibal komist að hér í Reykjavík, en ástæðan til þess, að hann dró framboð sitt á Vestfjörðum til baka var sú, að synir hans hlupu grenjandi undir verndarvæng pabba gamla, þegar þe;m var ekki sinnt sem skyldi á al- mennri fjöldasamkomu! kommúnista, heldur voru kveðnir í kútinn. Hannibal hikaði ekki við að snúa baki við sýslungum sínum fyrir vestan — og er nú svo mikill kurr í stuðn- ingsmönnmn Hannibals fyrir vestan, að allt virðist ætla að fara í hund og kött. Sex af þeim, sem voru á listanum með Hannibal, hafa mótmælt listanum eins og hann er nú og er ekki að vita, hvernig fer. Óhugsandi er talið, að listi Hannibals komi manni að við kosningarnar, en hins vegar er ekki fráleitt að ætla, að þetta framboð hans geti orð- ið til þess, að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin falli. Þannig er meira en hugs- anlegt, að það falli Hannibal Valdimarssyni í skaut að verða til þess, að viðreisnar- stjórnin sitji áfram föst 1 sessi. Um framboð Áka Jakobs- sonar er það að segja, að tal- ið er, að hann eigi nokkru fylgi að fagna meðal ólög- hlýðinna Suðurnesjamanna, Framhald á bls. 4 Stórsvikamólin Saklausir eru að ósekjú kendlaðir við þau. - Málin verða sííellt umfangsmeiri. - Menn settir í gæzluvarðhald Margar og miklar sögnr eru á lofti varðandi hin miklu og f jölþættu f jársvika- og af- brotamál, sem nú eru mest á dagskrá, en það era tollsvika og faktúrufölsuuarmálin, sem talað er um í tengslum við nafn Elmo hins danskaj — og eiga allvíðtækar ræturi í íslenzku viðskiptalífi — og svo mál Friðriks Jöregnsen annars vegar, en miklum hul iðs- og leyndarhjúp virðist vera lialdið um báða þessa málaflokka. Varðandi Elmómálin er það helzt vitað, að Þórður Bjömsson, ■ yfirsakadómari, sem fylgdist með Elmómálun um í Danmörku er talinn ‘"‘-***********************************************« «*>»********************************************: Vítaverð hyskni ístarfi Verða lögregluverðimir um borð í „ Brandi“ gerðir ábyrgir? hafa komið heim með miklar og marg\úslegar upplýsingar varðandi þátttökUi Islendinga í þessum svilíamálum og af- rit af bréfum og skjölum ís- lenzkra manna, er stóðu í bréfaskriftum og liöfðu við- skipti við hinn danska brota- mann. Talað er um, að á lista Elmos yfir íslenzka viðskipta menn hafi staðið um 60 nöfn og þar á meðal nöfn íslenzkra kaupsýslumamia, sem hátt ber í íslenzku viðskiptalífi. Þá er það vitað, að þegar hafa einhverjir íslenzkir menn verið settir í gæzluvarð hald í sambandi. við mál þessi. Allir vita, að lögreglan í Keykjavík hefur á að skipa arvökrum -vörðum laganna, glöggum, skarpskyggnum af- burðamönnum til munns og handa (ef til vill ekki sízt handa), mönnum, sem eru ávallt viðbúnir og sofna ekki nema örsjaldan á verðinum. Að vísu kemur það ósjald- an fyrir-, að á fólk er ráðizt við dyrnar á lögreglustöðinni blásaklausir vegfarendur eru hmlestir af óðum skríl í mið bænum kvöld eftir kvöld, um °S eftir miðnætti, án þess að ^Ögreglan virðist hafa hug- mynd um það, enda mun huggulegra að una við spil og leiki inni á stöð, heldur en að standa í því að lækka rostann í ölóðum ofbeldis- mönnum miðbæjarins. Þannig munu menn al- mennt hafa verið í billíard og borðtennis, þegar brotizt var inn í Eimskipafélagshús- ið, sem er svo til beint á móti stöðinni, um daginn og á sama hátt sigldi togari, sem tveir garpar úr röðum vöskustu lögreglumanna bæj- arins, áttu að gæta, meðan þeir voru að drekka te ásamt glæpamanninum, sem þeir áttu að gæta, á haf út. Svo önnum kafnir voru lög reglumennirnir við tedrykkj- una, að þeir höfðu efcki hug- mynd um það, að skipið hafði látið úr höfn, fyrr en það var komið út á ytri höfn — og höfðu þá spil og vindur verið á fleygiferð talsverða stund, að ekki sé talað um aðalvél- ar skipsins, og búið var að máJa skipið upp að talsverðu leyti. Það er ekkert við því að segja, þótt íslenzkir lögreglu menn séu dálítið kammó, og ekki alltof hátíðlegir í stöð- unni, en þegar ahnenningur situr í krampahlátri dögum saman að þessari stétt manna, þá finnst ýmsum, að full langt sé gengið. Auðvitað er ekki nema mannlegt að sitja í makind- um undir þiljum og drefcka te, þegar maður á að vera á vakt í brúnni á skipi, sem staðið hefur verið að veiðum innan landhelgi, ásamt skip- stjóranum, sem ódæðið hefur framið. En sannleikurinn er bara sá, að þeir áttu að vera Framhald á bls. 4. Þá er haft í almæli, að dönsk lögregluyfirvöld hafi fengið upplýsingar frá alrík- islögreglunni þýzku um vissa þætti Elmómálanna, að ís- lenzk dómsvöld hafi sent tvo menn til Þýzkalands til þess að fylgjast með þessum rann sóknum, og að íslenzkir menn séu flæktir í hliðstæð fjár- svikamál, með rætur bæði á fslandi og í Þýzkalandi, — og að þar sé þegar komið fram svo . stórfenglegt mis- ferli íslenzkra manna, að dansk-íslenzka Elmó-málið Framhald á bls 4.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.