Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.06.1968, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 21.06.1968, Blaðsíða 1
Sjónvarps- dagskrá Reykjavík (Sjá bls. 5). 1 17. júní hneyksli í London Sendiherrann í felum? vondir að vera. Sendiráðin erlendis hafa legið undir talsverðri gagn- rýni fyrir það að sinna ekki skyldum sínum við þá Islend- Sagt er að hvert íslenzkt sendiráð kosti um 10 milljón- ir króna árlega og er því ekki að neita að sumum landsmanna þyki þetta drjúgur skildingur. Því er ekki að neita, að þjóðinni er nauðsyn á því að hafa sendimenn meðal er- lendra þjóða og er hlutverk sendiherranna það að koma fram á erlendum vettvangi sem fulltrúar þjóðanna og T ' * þá ekki síður að veita nauð- * aSisXa íCifii • synlega fyrirgreiðslu þeim sem á umráðasvæði viðkom- andi sendiherra dvelja. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að sendiráðin hafa þótt tilvalin til þess að vera eins konar dvalarheimili af- dankraðra pólitíkusa, og vera má að það sé ekki svo galið,, inga, sem dvelja erlendis og er margt af því, sem , fram hefur verið fært í þessum efnum, maklegt, en annað ó- maklegt, eins og gengur. Eitt er það sendiráð, sem hefur sætt harðari gagnrýni í þessum efnum en nokkurt annað, en það er sendiráðið í Lundúnum, eftir að mikill á- gætismaður, Guðmundur 1. Guðmundsson, tók við em- bætti þar. Óánægjan með sendiráðið í London hefur á undanfömum árum verið svo megn, að ekki verður lengur um það mál þagað. Þó keyrði mn þver- bak s.l. þjóðhátíðardag, þeg- ar ambassadorinn lét sér það sæma að hafa ekki „reception“ fyrir lands- menn og verður sú ráðstöfun að teljast harla nánasarleg, einkum þegar haft er í huga, að risna þessa embættismanns er síður en svo skorin við nögl og að honum ber að sjálfsögðu sið- Framhald á bls. 4 Þúsundkallar rifnir í tœtlur Fríhöínm til storskammar Nú mun um það bil ára- tugur síðan fríhöfnin á Kefla víkurflugvelli tók til starfa. Hún hefur þegar aflað rík- issjóði mikilla tekna, enda var stofnun hemiar bæði tímabær og sjálfsögð. Á ýmsu hefur gengið síð- því einhvers staðar verða an fríhöfnin á Keflavíkurflug velli var stofnsett. Þar hefur orðið sjóðþurrð a.m.k. einu sinni og lék grunur á því hér fyrr á árum, að ekki væri allt af allt of hreint í pokahorn- inu með rekstur hennar. Upp á síðkastið hefur ekkert slíkt heyrzt, svo að vonandi er þessi mjóilkurkýr ríkissjóðs í höndum grandvarra gegn- ingarmanna. Hitt er svo annað mál að megn óánægja er með rekst- ur og fyrirkomulag Fríhafn- arinnar, og ekki vert að þegja um það mál. Islendingar hafa á undan- förnum árum lagt talsverða Páfinn í Seðlabankanum Almennt var búist við því, að boðskapur Jóhannesar Nordals yfirbankastjóra Seðlabankans, á s.l. vetri yrði undanfari þess að þensla bankanna minnkaði, en yfir- bankastjórinn viðurkenndi of þenslu bankakerfisins, of- fjölgun banka og bankaúti- búa, sérstaklega á Reykjavík ursvæðinu og nágrenni og að bönkum yrði aftur fækkað og þeir sameinaðir, en raunin hefir orðið önnur. Sjálfur Seðlabankinn fyrir- hugar að brjóta niður stór hýsi í miðbænum og endur- reisa það í nýtízkulegra formi, Búnaðarbankinn er tal inn vera að byggja stærstu og fullkomnustu bankahöll, sem fram að þessu hefur ver ið reist á Islandi, útibú bank- anna í stærri bæjunmn utan Reykjavíkur, hækka og stækka sínar hallir, búa þær dýrum gluggaumgerðum og það er orðinn álitlegur tekju liður innflytjenda að kaupa dýrustu harðviðartegundir frá fjarlægum heimsálfum og flytja þær til íslands, þar sem þær eru bútaðar og sag aðar niður í þiljur í banka- höllunum, og þó sérstaklega móttökusölum bankstjóranna síðan er viður þessi sendur , til Frakklands og annarra | háþróaðra iðnaðarlanda og t heflaður þar og gljáfægður, og svo fluttur til Islands á ný og loks notaður þar til | skrauts í hinum peninga- lausu bönkum landsins. En sá atburður í þenslu bankakerfisins, sem mesta J athygli hefur vakið, er að einn ríkisbankinn enduropn- * aði nýlega eitt af útibúum sínum í Reykjavík eftir breyt ingar, sem mun hafa kostað einhverjar milljónir og boð- aði jafnfalt opnun nýs útibús í Reykjavík, en höfuð tíðind- in voru þó þau, að á dánar- dægri Roberts Kennedys opn aði þessi sami banki nýtt úti- bú, í mesta þéttbýlissvæði utan Reykjavíkur undir bankastjóm ríka bankastjór- ans frá Vestmannaeyjum. Almenningsálitið á þessum athöfnum endurspeglast bezt í því, að er rætt var um helstu höfðingja, sem boðið hafi verið til mannfagnaðar þess, sem haldinn var (Framh. á bls áherzlu á það að laða hingað erlenda ferðamenn og er sú viðleitni ekki nema sjálfsögð. Hitt er svo annað mál, að ekki er nóg að fá ferðamenn- ina hingað til lands, ef ekki er hægt að svara lágmarks- kröfum, sem siðmenntað fólk nútímans gerir til þeirra, ! sem við ferðafólki eiga að ! taka. Vitað er að talsvert vantar á að hægt sé að full- , nægja eftirspurn erlendra ferðamanna á þessu ári eftir hótelplássi og verður ekki annað séð en að hér sé um algert öngþveiti að ræða í þeim efnum. Vonandi rætist þó úr þess- um efnum, með því að marg- ir einstaklingar munu reiðu- búnir til að hýsa fólk og enn að ' fremur hefur Ferðaskrifstofa 4) j Framhald á bls. 4 Breytt ríkisstjórn? Vaxandi orðrómur er uppi um fyrirhugaðar breytingar á núverandi ríkisstjórn, sem þó er ekki búist við að komi til framkvæmda, fyrr en að afstöðnu forsetakjöri. Reiknað er með því að Benedikt Gröndal taki við utanríkisráðherraembættinu af Emil Jónssyni, að Magnús Jónsson hverfi aftur í Bún- aðarbankann af heilsufars- legum ástæðum og að Bjami Benediktsson hafi helst auga stað á Jóhannesi Elíassyni, bankastjóra, á stól f jármála- ráðherra. Margir, og þar á meðal dr. Bjarni, munu gjaman vilja fá Lúðvík Jósefsson sem sjáv arútvegsmálaráðherra, en kratarnir tregir til að láta Eggert hætta, og burtför Jó- lianns Hafsteins er bundin forsetakjöri Gunnars Thor- oddsen, og þó mun vaxandi áhugi dr. Bjama beinast að því að fá nýjan dómsmála- ráðherra. Dettur ýmsum í hug að þá komi til greina ein hver af bróðursonum Bjama. Þá er almennt reiknað með því að Jóhannes Nordal verði látinn hætta í Seðlabankanum og bankinn settur undir yfirstjóm Jónasar Haralz. Loks kemur til greina að allar þessar ráðagerðir innan stjómarflokkanna renni út í sandinn eins og fyrr, ekki verði neitt af neinu, og ráð- herramir, nema þá helst Ing ólfur frá Hellu, sem væntan- lega situr heima, fari að snúa sér að ferðalögum og bönk- iiiium verði fyrirskipað að halda sem mestu af gumsinu gangandi sumarlangt.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.