Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Laugardagsblağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Laugardagsblağiğ

						II.
arg.
Laugardagur 8. janúar 1955
1. íbl.
Víð drflmót
Helgi Kristjánsson í Leirhöfn og nokkur hluti bókasajns hans.
Sextugur héraðshöíðingi
Þann 28. desember síðastliðirm
atti Helgi Kristjánsson í Leiihöín
a Sléttu 60 ára afmæli. Helgi er
fæddur í Leirhöfn 28. desember
¦1894, sonur hjónanna Kristjáns
Þorgrímssonar og Helgu Sæ-
rnundsdóttur. Þar ólst hann upp
°g hefir dvalið alla ævi, að und-
anskildum 2 árum, sem hann var
' i Noregi og Danmörku á árunum
1916—1918. Tók hann þar þátt í
bunaðarnámskeiðum, en vann
auk þess ýmsa vinnu, bæði við
Jandbúnað, skógarhögg og síldai-
söltun. Ef:ir að heim kom lærði
Helgi bökband hjá Birni Guð-
Mundssyni á Grjótnesi, og síðar
þeim Þórarni Stefánssyni á Húsa-
Wk og Sigurði Jónssyni' í Reykja-
Vik. Hann stofnsetti húfugerð í
Leirhöfri árið 1924, sem hann
befir rekið óslitið til þessa dags.
tiefir fyrirtæki hans einkum
iramleitt skíða- og kuldahúfur, en
auk þess skó, vettlinga, alls konar
reiðtygi og margt fleira.
En Helgi í Leirhöfn hefir fyrst
°g fremst verið bóndi og ræktun-
arstöifunum hefir hann helgað
starfskrafta sína. Ber jörð hans
otvírætt vitni um atorku hans og
framtak. íbúðarhús myndar-
'egt hefir hann reist, svo og pen-
mgshús og hlöður, og ræktað
s ort og fallegt tún, sem á fáa sína
hka, enda liggur það fagurlega
undir hlíðarbrekkum meðfram
dálitlu slöðuvatni.
•En þótt Helgi hafi þannig hai't
niorg járn í eldinum um fram-
sværndir iðnrækslu og búskapar.
hefir honum einnig unnizt tími til
áð sinna margháttuðum félags-
málastörfum. Hann heLr venð
fulltrúi Norður-Þingeyinga á
Búnaðarþingi árum saman, selið
léngi í kaupfélagsstjórn og unnið
margt að ungmennafélagsmálum
og sveitaistjórn, og verið hvar-
veLna liðtækur, enda starfhæfur í
bezta lagi.
Otalið er þó það hugðarefni
Helga í Leirhöfn, sem hann e. t. v.
hefir fórnað mestum tíma utan
skyldusiarfanna en það er bóka-
söfnun.
Ungur að aldri fékk hann ást
og áhuga á bókum og hóf að
safna þeim af mes.a dugnaði, þótt
efni væru þá lítil. Vannst honum
það vel og var safn hans orðið í
röð fremsiu einkasafha á landinu
1952, er hann gaf Norður-Þing-
eyjarsýslu það. Var það þá hátt á
4. þúsund binda pg um 2000
bindi bundin í hið ágætasta band
af Helga sjálfum, enda er hann
bæði vandvirkur og smekkvís
bókbindari. Bókasafn sitt gaf
Helgi sýslunni með þeim skilyrð-
um, að það yrði stofninn að
sýslubókasafni og sýslan legði því
árlega nokkurt fé til vaxtar og
viðhalds. Ennþá er safnið í vörzl-
um Helga og hefir hann byggt yf-
ir það. Verður það enn um sinn í
húsum hans og eykur hann það
árlega með tugum binda og
hlynnir að því.
Helgi er kvæntur Andreu Jóns-
dóttur frá Ásmundarstöðum,
hinni mestu dugnaðar- og mynd-
Þegar Laugardagsblaðlð hóf
göngu sína í ok.óbermánuði s. 1.,
var síður en svo ákveðið, hve
lengi það kæmi út. I fyrstu átti
þe.ta að vera auglýsingablað að
mestu leyti, en flytja þó ei'.thvað
af smáf.éttum úr bænum og ná-
grenninu. Fré.tirnar urðu þó
langtum meiri en ætlað var í
fyrstu, eftir því sem blöðunum
fjölgaði, og blaðið fékk talsvart
af fös'um kaupendum. Mcð
hverju nýju Lölublaði jukust vin-
sældir Laugardagsblaðsins, og af
síðustu blöðunum seldust mikg
hundruð eintök. Er ekki hægt að
segja annað, en að það megi sér-
slaklega vel við una, og vill það
hér með flytja hinum mörg,u
kaupendum sínum þakkir fyrir
veittan stuðning á liðnu ári. Þá
vill það einnig þakka hinum
mörgu frétíamönnum sínum fyrir
ágæ'a hjálp og fyrirgreiðslu.
Eins og getið var þegar í upp-
hafi, nýtur Laugardagsblaðið ekki
stuðnings nokkurs stjórnmála-
flokks og er algerlega óháð
stj órnmálum eða hagsmunasarn-
tökum flokka og s'.étta. Það verð-
ur því fyrst og fremst að íreysta á
kaupendurna og skilvísi þeirra, ef
það á að ge'a haldið áfram göngu
sinni.
En í trausti þess, að það njóti
áfram sama skilnings og vaxandi
vinsælda, hefur það göngu á hinu
nýbyrjaða ári.
Reynsla þess, þótt stutt sé,
bendir ótvírætt til, að mönnum
þyki nokkurs virði að fá blað,
sem ekki er fyllt með þvargi og
aurkas'i stjórnmálanna, en skýri
hlutlaust frá viðburðum í land-
inu, og ræði um málin á sama
hátt.
Að lokum vill blaðið nota tæki-
færið og þakka fjölmörg bréf,
sem því hafa borizt, og mun það
síðar birta kafla úr þeim.
Vos4iir-Isloudiug,ar
Gleðilegt nýár.
Á.B.
arkonu. Hafa þau hjón verið
samhent um að gera garðinn
frægan og skapa þar fagurt heim-
ili. Gestrisni þeirra er viða róm-
uð, enda er óvíða be'ra að koma
en að Leirhöfn.
Laugardagsblaðið óskar Helga
í Leirhöfn allrar hamingju á þess-
um tímamótum ævi hans.
í nóvember síðaslliðnum kornu
hingað íil landsins vestur-íslenzk
hjón, Jón Ásgeirsson kaupmaður
og kona hans Oddný f. Lill.en-
dahl. Jón rekur nú verzlun í
Winnipeg í félagi við syni. sína
tvo, og heflr hún starfað í 15 ár.
Jón er fæddur að Stað í Hrúta-
firði 17. maí 1884, sonur hjón-
anna Sólveigar Guðmundsdóttur
og Ásgelrs Jónssonar hreppstjóra
og póstafgreiðslumanns. Stundaði
hann nám í verzlunarskólanum í
Reykjavík, en fluttist síðan hing-
að til Akureyrar og var við
smíðanám hjá þeim Sigurði
Bjarnasyni og Jóni Guðmunds-
syni. Þá réðst hann t.il Vigfúsar
Sigfússonar hóteleiganda og var
hjá honum til ársins 1913. Veitti
Jón gamla Hótel Akureyri í Að-
alstræti 12 forstöðu um skeið.
Síðasía árið sem hann dvaldi á
Akureyri var hann mikið á ferða-
lagi með George H. F. Schröder,
þeim er reisti Caroline Rest. Var
Jón túlkur hans.
Árið 1911 kvæntist Jón Odd-
nýju LilKendahl. Er hún fædd á
Vopnafirði 7. janúar 1892 og átti
því 63 ára afmæli í gær. Hún er
dóttir Karls Lilliendahls hafn-
sögumanns og útgerðarmanns á
Vopnafirði og konu hans Þóru
Bech. Fluttist hún til Akureyrar
1910.
Árið 1913 fluttust þau hjóain
til Ameríku. Fóru þau með gufu-
skipinu Ingólfi, sem var eign
Thore-félagsins í Danmörku, til
SkoLlands en síðan með línuskipi
vestur um haf og settust þau að í
Winnipeg. Þar stundaði Jón húsa-
smíðar og málningu um aldar-
fjórðungs skeið, en hefir sem fyrr
segir rekið verzlun siðustu 15 ár-
in.
Þau hjón eiga 6 börn uppkom-
in, öll hin mannvsenlegustu. Eitt
þeirra er Þóra Ásgeirsson, við-
kunnur píanósnillingur, og einn
sonur þeirra Páll, er mikilsmetinn
endurskoðandi í Chicagoborg.
Hafa þau hjón starfað geysimik-
ið að félagsmálum Islendinga
vestan hafs, einkum þjóðræknis-
málum og sömuleiðis að kirkju-
málum. Heim til íslands hafa þau
ekki komið fyrr en nú.
Hingað til Akureyrar komu
þau í heimsókn í fyrradag, en
hér eiga þau bæði frændur og
vini. Hefir Laugaijdagsblaðið átt
stutt viðtal við þau á heimili frú
Hörpu Björnsdóttur, en hún er
systurdóttir Oddnýjar.
íh
Fyrst af öllu barst talið að því
hvernig þe:m hjónum hefði litizt
á land og þjóð við heimkomuna.
Við erum satt að segja undr-
andi yfir framförunum og breyt-
ingunum, sem orðið hafa. Og allt
er svo vel gert hér, húsin, húsbún-
aðurinn og hvað eina, sem fyrir
augað ber af framkvæmdum. Þó
finnst okkur samgöngurnar hafa
tekið meiri framförum en nokkuð
annað. Við komum að vestan með
Eddu, flugvél Loftleiða, og er þar
skemmst af að segja að ferðin
var dásamleg. Er ekki hægt að
segja hvað var bezt: flugvélin,
flugmennirnir eða aðbúðin u8
farþegunum og þægindin. Allt var
það svo fullkomlega fyrsta flokks,
að við höfum ekki kynnzt öðru
eins. Hið sama má segja um ann-
að, er við höfum kynnzt af sam-
göngutækjum og þjónustu síðan
við komum hingað heim. Við
brugðum okkur austur að Sei-
fossi og Hveragerði. Á þeirri ferð
sáum við að breytingarnar og
framfarirnar eru ekki minni í
sveitunum en bæjunum.
Hvað segið þið um hagi ís-
lendinga í Canada?
Yfirleitt líður þeim vel, og hafa
flesúr þar nóg að bí'a og brenua.
Einkum má segja velmegun sé nú
í sveitum vestra. Þar hafa verið
uppgangstímar að undanförnu, og
margar hendur grætt á tá og
Lngri. Hin s'ðari ár hefir atvinna
í bæjunum oftast verið nægileg og
framkvæmdir miklar, einkum í
byggingum. Um Canada í heild
má segja, að þar drjúpi smjör of
hverju strái, og sízt þarf það land
að kvarta. Nú er gengi dollarsins
okkar t. d. hærra en hins banda-
ríska.
Hvað er að frélta af þjóðrækn-
isstarfinu meðal íslendinga
ves'ra?
Þjóðræknisfélagið starfar á lík-
an hátt og áður að ýmiss konar
málum, er snerta íslendinga báð-
um megin hafsins. En ekki verður
því neitað, að það eru aðallega
eldri mennirnir, sem taka þátt í
störfum félagsins. En á Þjóð-
ræknisþingum, sem haldin eru í
Winnipeg í síðuslu viku í febrúar
ár hvert, koma fulltrúar úr flest-
um fylkjum Canada auk margra
frá Bandaríkjunum. Þar eru æt.ð
mörg mál rædd af hinu mesca
fjöri. Um allmörg undanfarin ár
hefir helzta viðfangsefni félagsius
og stórmál verið, að koma á iót
Frarnhald á 4. síðu.
fimtshokasafnið
n<
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4