Laugardagsblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 3

Laugardagsblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. nóv. 1955 LAUGARDACSBLAfllÐ i FréttiÉél dl Ströndum Sumar ð er nú l.ðið og veturinn ger.ginn í garð. Samt er nú sumarlegt veður: vestan gola, hlýindi og sólskin, svo að ekki er hægt að segja að vetur- inn legg st illa að. — Þetta sumar má t Ijast eitt með þe.m beztu, sem hér hafa kom ð um langt árabil. Vcðráttan 'ar oftast vestlæg og óvenjulega hlý. Þu rkar voru einnig ágætir oft og tíð- um. Ntkk.uð var þó skúrahætt einkum í júlí cg varð þá nokkuð tafsamt með heyþurrkun, en þó hröktust hvergi hey og fágætt að fá hey með svo góðri verkun sem nú er hér. Þá varð og taf- samara við heyskap að eiga vegna þess að vestanáttin var oft nokkuð storma- söm. Var það þó misjafnt eftir því hvernig jarði. ] ggja við veðri. Spretta á túnum var yfirleitt mun minni í sum- ar en í fyrra. Valda því sennilega svclialög síðasta vetrar, og frosthretið um miðjan maí, sem orsökuðu víða kal í túnum á nýjan leik, en í fyrra voru þau farin að jafna sig eftir verstu kalár n 1949 og þa/ á eftir. — Hey- skapur er því ekki meiri en í meðal- lagi að vöxtum, þrátt fyrir fremur hag- stæða heyskapartíð. Uppskera úr görðum er mjög rýr og mun minni en í fyrra, þó að mikill munu.- væri á hita þá og nú, og engin frostnótt kæmi á þessu sumri fyrr en 1- október. Var spretta sums staðar svo lélcg að ekki þótti horga s:g að taka hana upp. Valda þessu vafalaust hinir langvinnu þurrvindar. — Sláturt ð er lokið fyrir nokkru. Var nú slát.að fleira fé á þessu hausti en nokkru sinni fyrr á vegum Kaupfé- lags Strandamanna og fé með vænsta ntót'. Alls var slátrað á Norðurfirði 1970 dilkum og var meðalþungi þeirra 14,21 kg. — Á þessu sumri hafa vegafram- kvæmdir verið óvenju miklar. Lokið er að .yðja veginn til Norðurfjarðar. Var það m:kið verk og seinlegt. Þurfti víða að sprengja kleifar og kletta á þeirri le ð. Vegurinn er þó ekki full- gerður enn. Eftir er að bera ofan í hann á köflum. Stóð það í vegi fyrir að um hann yrði ekið á þessu hausti. Fyri. skömmu var þó ekið á vörubíl frá Eyri til Norðurfjarðar, en þá var jörð töluvert frosin. Borið var allmik'ð ofan í veginn frá Eyri út á Gjögur og er hann nú sæmi- legur til umferðar á bílum. — Á þessu sumri hefir fólksbíll farið fyrst um vegi hér í Árneshreppi. Ragnar Jak- obsson frá Reykjarfirði á Ströndum kom í vor með 6 sæta „Dodge“ bíl. Á honum hefir mörgum verið skotið milli bæja í sumar. Hefir hestferðum og hófaslögum á þessum leiðum fækkað að sama skapi. Frá 7. júní hef'r skurðgrafa frá Véla sjóði verið hér að verki, aðallega í Trékyllisvíkinni. Hafa til þessa tíma verið grafnir rúmlega 30 þúsund m3. F.nn er haldið áfram að grafa, en bú- ast má við að því verði hætt innan skamms, eða strax og veður versnar. — Á Gjögri eru hafnar byrjunarfram- kvæmdir að hafnarbótum og bryggju- gerð, sem væntanlega verður haldið á- fram næsta sumar. Það er ekki hægt að segja annað en árícrð hafi ver.ð gott hé_, og atvinna með mesta móti. Mætti því ætla, að þcssu væri samfara önnur gróska í byggðarlaginu, en svo er þó ekki að öllu leyti. — All margt fólk hefir flutt burt úr hreppnum á þ ssu ári. Er það mikil blóðtaka fyrir fámennt byggðar- lag, að missa ma gt af ungu og starf- hæfu fólki burtu. Auk þess sem það flytur með sér alla þá fjármuni, sem það lufir eignazt í löndum og lausum aurum á veru sinni hér. Þannig sog- ast óeðlilega mikið fjármagn burt úr byggðarlaginu, og gerir þeim, sem eftir sitja, erfiðara fyrir en áður. — Þá liggur óeðlilegur straumur ungs fólks til Reykjavíkur og Suðurnesja, svo nð erf.tt reynist að halda uppi störfum he.milanna og almennri starfsemi með eðlilegum hætti. Eru það einkum ungu stúlkurnar, sem virðast nú hve.gi una, eftir að þær eru komnar yfir fermingu, annars staðar en í Rcykjavík og ná- grenni. — Þannig sogar Reykjavík með sín lífsþægindi, peningaflóði, starfsleysi og nautnalífi ungt fólk í æ ríka.a mæli til sín, svo að byggðin úti á landi stenzt engan veginn þá sam- keppni hversu m.kið sem gert er til umbóta og aukinna Lfsþæginda. Er hér um hreinan voða að ræða, ef svo heldur áfram. Fyrir tveim árum var byggt hér í Ár- nesi stórt og vandað prestseturshús yf- ir prestinn á staðnum. Höfðum við þá fengið ungan prest á staðinn, sem naut hylli safnaðarins. Væntu allir að Ár- nes mundi ekki þurfa að vera prest- laust framar. fllar nornir réðu því, að þetta varð á annan veg. Á miðju síð- aslliðnu sumri tók presturinn sig upp frá kjól og kalli og fluttist með fjöl- skydu sína til Reykjavíkur. Hin stóra og myndarlega bygging í Árnesi stend- ur nú tóm og dimm og söfnuðurinn prestlaus. — Á síðastliðnu sumri flutti skóla- stjóri barnaskólans okkar burtu með fjölskyldu sína og hefir fengið stöðu í Ileykjavík. Mjög hefir gengið erfið- lega að fá skólastjóra í hans stað og annað starfslið að skólanum. Það er ekki fyrr en nú all.a síðustu daga að úr þessu hefir ræ'zt, svo að hægt sé að hefja skólastarfið. — Þannig grípur þetta aðdráttarafl höfuðstaðarins alls staðar inn í og gerir örðugra fyrir um allt heilbrigt sta.f. — „Sem hafið gleypir höfuðstaðurinn alla.“ — Þannig er þetta hér og því mið- ur mun víðar vera eitthvað svipað á- statt eftir því sem fregnir herma. — Það er því full ástæða til að málsmet- andi menn og konur taki þessi mál til rækilegrar umræðu og reyndu að finna ráð og leiðir, sem gætu komið í veg fyrir þessa öfugþróun. Ef svo heldur áfram sem horfir í þessum efnum, cr viðleitni okkar, sem dreifbýlið byggj- um, til umbóta og bættra lífskjara, til L'tils gagns og næstum dauðadæmt. Guðmundur P. Valgeirsson. 1 Korítos S'iurðordóttír Hinn 16. nóvember síðast- liðinn andaðist frú Karitas Sigurðardóttir að heimili I sínu Helga magra stræti 50 jhér í bæ. Hún var fædd að Draflastöðum í Fnjóskadal 11. október 1883. Var hún ein hinna merku Draflastaða- systkina, en af þeim er frk. I Jóninna Sigurðardóttir nú I ein á lífi. Karitas giftist Karli Kr. Arngrímssyni 1904. Bjuggu þau fyrst að Landa- móti í Köldukinn, og síðan á Veisu í Fnjóskadal. Hingað til bæjarins fluttust þau fyrir 12 árum, og hafa búið hér síðan. Átta börn þeirra eru á lífi en eina dóttur misstu þau á unga aldri. Heimili þeirra hjóna var löngum kunnugt fyrir gest- risni og myndarbrag og sér- staklega fagran heimilisbrag, sem kom jafnt fram í ytri um- gengni og innilegri og sam- hentri sambúð fjölskyldunn- ar, og annars heimilisfólks. Atti frú Karitas ekki minnst an þátt í að skapa það. Fátt lýsir henni betur en ást henn- ar á blómum og gróðri. Þrátt fyrir miklar annir við hús- stjórn á fjölmennu heimili gaf hún sér tóm til að rækta fagran skrúðgarð, og prýða heimili sitt blómum. Mun slíkt hafa verið fátítt í sveit í þann tíma. Til marks um á- huga hennar í þessum efnum má geta þess, að á sl. sumri girtu synir hennar um 30 ha. land á eignarjörð þeirra hjóna, Végeirsstöðum, til skógræktar, að frumkvæði frú Karitasar og átti hún drjúgan þátt í að gera áætlun um allt það verk. íslenzku heimilin hafa um aldir verið menningarsetur, þar sem hlúð hefir verið að manndómi og menningu þjóð- arinnar. Góðar húsmæður og mæður hafa þar unnið verk sín í kyrrþey og verið mið- depill heimilanna. Frú Kari- tas var ein þessara ágætis- kvenna, sem lifir í verkum sínum og í minningu allra ástvina og kunningja. Utför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju á fimmtu- daginn var. Kirkjan var skreytt svo fagurlega að at- hygli vakti allra viðstaddra. Mannfjöldinn sem í kirkjuna kom var gleggst vitni um virðingu þá og vinsældir, sem hin látna og fjölskylda henn- ar nýtur. Nágranni. __*___ Sobs hln ósígrondi Spennandi saga um ástir og flug. Skip hikaði augnablik, því að ennþá hafði enginn annar en sjálfur hann og vélameistari hans séð hana, en svo kink- aði hann kolli og mælti: „Auðvitað“. Hann opnaði vélar- rúmið og benti henni á vélina. Meðan hún var að virða vél- ina fyrir sér, hélt hann í tauminn á hesti hennar. Af því hvernig hún vir’i hana fyrir sér, dró hann þá ályktun, að hún hefði töluvert vit á vélum, og hann var henni þakklátur fyrir þetta. „Þetfa er afbragðs vél,“ mælti hún, er hún kom niður aftur. „Hversu mik'ð afl hefir hún?“ „Milli fi mm og sex hundruð hestöfl," mælti Skip. „En þó er hún létt.----Ég er fullviss, að ég hefi séð yður áð- ur, en ég man ekki hvar.“ „Ég heiti Barbara Temple“, mælti hún hlæjandi. „O, Babs Temple ------já, nú man ég það,“ mælti hann, og útlit hans varð vingjarnlegt, er hann mælti: „Þér ætlið að giftast Monty?“ „Þekkið þér hann?“ spurði hún kuldalega. Hann sneri sér undan meðan hann var að láta á sig flughjálminn og svaraði: „Já!“ Babs starði þegjandi á hann og þrýsti sam- an vörunum. Svo mælti hún þungbúin á svip: „Bíðið augna- blik------ég vildi gjarnan spyrja yður að nokkru!“ Hún lét sem hún sæi ekki, að hann rétti henni taumana og mælti: „Hvernig líst yður á Monty Sampson?" „Viljið þér í raun og veru vita það?“ spurði Skip, og það kom hörkuglampi í augu hans. „Já“. „Mín skoðun er sú, að hann sé sambland af svíni og ve- sælu skorkvikindi,“ mælti hann stultlega. Andlit Babs var rólegt og sömuleiðis rödd liennar, er húu mælti: „Já, mér hefir líka fundist hann vera svín!“ Honum féll allur ketill í eld, er hann heyrði þetta svar hennar, en svo sagði hann: „Og þér getið heilsað honum og sagt, að það hafi verið Skip Jones, sem sagði það. Ég barði hann einu sinni niður, þegar við gengum saman í skóla, og ekkert myndi valda mér meiri gleði en að fá tæki- færi til að gera slíkt hið sama aftur. Hvers vegna giftist þér honum?“ „Sjáið þarna,“ mælti hún og benti á fúna girðingu, sem stóð þar hjá. — „Girðingar okkar eru fúnar“. Hún snéri sér frá honum, gekk að flugvélinni og virti hana aftur fyrir sér, en Skip stóð kyrr í sömu sporum, hélt í hestinn og horfði á hana. Hugsunin um, að hún ætti að tilheyra Monty Sampson, var óþolandi, og aftur fór hann að horfa á fúna girðinguna. „Það er hægt að liafa einn farþega í þessari flugvél; er það ekki rétt?“ mælti Babs brosandi og kæruleysislega, þegar hún snéri sér aftur að honum. Þegar Skip kinkaði kolli, hélt hún áfram: „Ég kom hingað í dag, því að ég hafði svo mikið til að hugsa um. Ég get ekki hugsað heima, þvi að þau hafa látið það ganga svo langt, að ég hefi gefið sam- þykki mitt til að giftast Monty----gefið allt eftir!“ Hún þagnaði augnablik og leit á hann grábláum augum. „Hvers vegna getið þér ekki farið með mig héðan?“ spurði hún blíðlega. „Takið mig með yður eitthvað þangað, sem ég get fengið að vera ein og hugsað!“ Skip horfði augnablik á hana, og mælti svo stuttlega: „Farið upp!“ — Hann sleppti taumunum, hjálpaði henni upp í sætið og spenti beltið utan um hana. Svo settist hann í sæ'i sitt, en leit þó augnablik um öxl sér á hana. Hún brosti blíðlega.-----Babs hin ósigrandi. Þau liðu upp í heiðskýrt loftið, í níu þúsund feta hæð. Þá hallaði Skip sér aftur á bak og hrópaði: „Nú set ég full- an hraða á.“ Og í sama bili þeystu þau af stað, svo að kvein í höfuð- bendum og flugvængjum. Babs hljóðaði upp yfir sig af á- nægju, en það heyrðist ekki, og þau þutu áfram eins og vígahnöttur. Þegar Skip hægði ferðina og leit við, horfði Babs á hann hlægjandi. Hún var hattlaus, hár hennar allt í óreiðu og hún hrópaði: „Dásamlegt-------meira-------- harðara!“ En hann hristi höfuðið og hrópaði aftur: „Nei, ég verð að hlífa vélinni“.

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.