Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 1
3. tölublað 4. árgangur Þriðjudagur 17. febrúar 1998 ISSN 1025-5621 SamMur í söhi kfndalgöts i litnu öri Skýrslur Framleiðsluráðs landbúnaðarins um „Fram- leiðslu, sölu og birgðir bú- vara“ sýna að töluverður sam- dráttur varð í sölu á kindakjöti árið 1997, eða sem nemur 3,2%. Salan var þannig aðeins 6.717 tonn árið 1997 á móti 6.941 tonnum árið á undan. Samdrátturinn varð einkum seinni hluta ársins 1997. Raunar varð einnig nokkur samdráttur í framleiðslu kindakjöts á árinu 1997, eða sem nemur 2,8%. Þessi niðurstaða er mikið áhyggjuefni. Þrátt fyrir að þessi samdráttur leiði væntanlega ekki til birgðasöfnunar þá er kindakjöt- ið engu að síður augljóslega stöðugt að tapa markaðshlutdeild sinni, einkum gagnvart öðrum kjöttegundum. Kindakjötið hefur raunar verið á undanhaldi síðustu ár um 1 -2% en samdrátturinn á s.l. ári er töluvert umfram þá þróun. Til að leita skýringa á þessum samdrætti var haft samband við nokkra sláturleyfishafa og smásala á markaðinum. Greinargerð varð- andi hugmyndir þeirra um orsakir og úrbætur er að finna á öðrum stað í blaði þessu undir heitinu „Sölusamdráttur kindakjöts seinni- hluta árs 1997“. Sjá bls. 5. Búnaðarsamband Suðurlands Sameiginleg innhaup á búvélum hafa sparafi bændum stnplé Runótfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Síðustu tvö ár hefur Búnaðar- samband Suðurlands haft frumkvæði að sameiginlegum innkaupum á búvélum á svæði Búnaðarsambandsins. Á síðastliðnu ári tóku um 100 bændur þátt í þessu verkefni og náðust fram verulegir af- slættir frá skráðu listaverði fyrirtækjanna, frá um 15% upp í um 30% verðlækkun. Þetta virtist hafa síðan veruleg áhrif á verð annarra fyrirtækja sem lækkuðu oft á tíðum sitt verð til samræmis við það sem náðist fram með sameiginlegu átaki Búnaðarsambandsins. 1 ár er haldið áfram á sömu braut og undanfarið hefur verið í gangi könnun meðal bænda á Suð- urlandi um þátttöku vegna kaupa á vélum í vor. Mest áhersla hefur verið lögð á heyvinnutæki og verður áfram en sú nýbreytni er tekin upp í ár að kanna áhuga á sameiginlegum innkaupum á dráttarvélum auk fleiri tækja. Nánari upplýsingar um fyrirkomu- lag fást á skrifstofu Búnaðarsam- bandsins í síma 482 1611. HagnaOur varf) al rekstri AburðarverksmiOjunnan Afkoma Aburðarverksmiðjunnar hf. á liðnu ári var mun betri en ýmsir höfðu spáð en sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri nam hagnaður af reglulegri starfsemi 1,6 millj. kr. 1997 borið saman við 22,9 millj. kr. tap 1996 og 82,8 millj. tap 1995. Bráðabirgðauppgjörið kom til umræðu á síðasta stjómarfundi BI. Fundarmenn voru sammála um að þessi niðurstaða hlyti að auka vonir um að mögulegt reynist að halda rekstrinum áfram næstu árin. Gæðaskýrsluhald í hrossarækt Bændasamtökin hleypa af stokkunum étaki fil at sfyrkja skýrsluhaldifi í hrossarækfinni Ekki er annað hægt að segja en Castor Rex feldkanínurnar séu Ijómandi fallegar en í síðustu viku komu 28 dýr með flugvél frá Danmörku. Kanínurnar eru í eigu 20 bænda og verða fyrst um sinn í sóttkví á Þórustöðum HíÖlfusi. Þetta er í annað skipti sem bændur hér á landi fá feldkanínur sendar frá Danmörku. Kanínur komu hingað í ágúst á liðnu ári og voru dýrin sett í sóttkví á Laugardal í Lýtingsstaða- hreppi. Pörun á þeim hófst nokkru seinna og fyrsti unginn fæddist um áramótin. Við tveggja mánaða aldur verða ungamir fluttir til bænda. En er framtíð í kanínurækt? Arvid Kro, starfsmaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að hér gæti verið um áhugaverða aukabúgrein að ræða. „Þetta er ekki bara spurning um feldinn, heldur líka kjötið sem þykir gott.“ Undanfarið hefur uppboðshúsið í Danmörku selt skinn af feldkanínum. í þessum mánuði voru seld 979 brún skinn af Castor Rex og var meðalverðið kr. 1.728 en fyrir bestu skinnin fengust kr. 2.330. I skýrslu sem blaðinu barst frá uppboðshúsinu segir: „Skinn af Castor Rex eru góð söluvara og allt bendir til að svo verði áfram. Fram til þessa hafa skinnin verið boðin upp tvisvar á ári en fjölgi skinnum getur svo farið að uppboðin verði þrjú. Fleiri skinn munu trúlega hafa jákvæð áhrif á verðið þegar til lengri tíma er litið.“ Bændasamtök íslands eru að hleypa af stokkunum átaki til að styrkja skýrsluhaldið í hrossaræktinni, til að tryggja rétta og gagntékkaða skráningu á ætt, uppruna og eigendum hrossa sem skráð eru í gagnavörslukerfi saintakanna í hrossarækt; Feng. Þetta er gert í því augnamiði að treysta undirstöður útreiknings á kynbótamati og auka öryggi varðandi alla útgáfu. Þar er bæði átt við einstök vottorð, t.d. upprunavottorð fyrir útflutt hross og Hrossaræktarritin sem innihalda viðamiklar grunnupplýsingar um einstök hross. Samhliða þessu átaki sem nánar er greint frá á bls. 4 og 17 hér í blaðinu hefur verið hafin forritun á nýju gagnavörslukerfi á grunni Fengs. Hið nýja kerfl heitir svo miklu nafni sem Islands-Fengur mun ráða við allt sem eldra kerfið rði og mikið að auki. Frá þeirri vinnu r greint á bls. 24 hér í blaðinu. Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna flutti ítarlegt erindi eftir sig og Jón Baldur Lorange forstöðumann tölvudeildar BÍ er fjallaði um þessar nýjungar á Ráðunautafundi BÍ, RALA og Bændaskólans á Hvanneyri þann 13. febrúar. Frindið birtist í erindasafni fundarins sem fáanlegt er hjá Bændasamtökunum. Jafnframt hafa Bændasamtökin hert verklagsreglur vegna allra skila á upplýsingum til samtakanna er varða ættir hrossa og fleira og segir nánar frá því á bls. 3 og 17 hér í blaðinu. Sceunn Ósk Kristinsdóttir á Þórustöðum II í Ölfusi með eina af kanínunum sem verða í sóttkví á Þórustöðum nœsta árið. A innfelldu myndinni eru þau Kristinn Gamalíelsson bóndi og Kristín Finnbogadóttir. Skattframtalið Þá er komið að því en á ný að fylla út landbúnaðar- framtalið í því formi sem það er nú. Landbúnaðar- framtal er lítið breytt frá fyrra ári en skattframtal er nokkuð breytt vegna fjár- magnstekjuskattsins. Sjá leiðbeiningar á bls. 8 til 13.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.