Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 1
1 11. tölublað 5. árgangur Þriðjudagur 15. júní 1999 ISSN 1025-5621 Hólamenn byggja nýja nemendagarða í maímánuði, þegar snjóa hafði loksins leyst, hófust framkvæmdir við nýja nemendagarða við Hólaskóla. Verkið var boðið út í desember síðastliðnum og var tilboði Trésmiðjunnar Ýr frá Sauðárkróki tekið, en hún átti lægsta tilboðið. Arkitekt hússins er Björn Kristleifsson, sá hinn sami og sá um endurbæturnar á skólahúsinu. Verkfræðistofa Austurlands ehf. sér um burðarvirkis- og lagnateikningar og Stál hf um rafiagnateikningar. Nýju nemendagarðarnir standa við Brúsabyggð 6 og eru 250 fm. á tveim hæðum með 3 íbúðum, tvær á efri hæð hússins og ein á þeirri neðri. Nemendagarðarnir koma til með að leysa að hluta húsnæðisvanda skólans, auk þess sem hægt verður að taka inn fleiri nemendur með tilkomu hússins. Verklok eru áætluð í lok þessa árs. Á myndinni eru f.v. Hinrik Jóhannesson, Björn Svavarsson, Jón Bjarnason og Friðrik Pálsson stendur á belti gröfunnar. Ljósm. Rannveig Ármannsdóttir. Landssamtök paforkubænda stofnuO Föstudaginn 4. júní voru form- lega stofnuð Landssamtök raf- orkubænda. Á fundinn mættu 19 menn; bændur, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir áhugamenn. Meðal þeirra var Ámi Johnsen al- þingismaður, en hann hefur verið sérstakur áhugamaður um þessi mál og flutti m.a. þingsályktunar- tillögu á Alþingi þess efnis að út- tekt yrði gerð á nýtingu og þróun- armöguleikum lítilla orkuvera. Margir tóku til máls á fundin- um. Ólafur Eggertsson á Þorvalds- eyri flutti framsögu og sagði m.a. að um 1970 hafi nær 1000 raf- stöðvar verið í gangi en nú séu þær í kringum 200. Safna þyrfti saman reynslu hugvitsmanna hér á landi og þeirri tækniþekkingu sem hægt væri að fá erlendis. Almenn ánægja var með fundinn og vom menn sammála um að nýta ætti þá miklu möguleika sem gæfust með þessari tækni. í fyrstu stjóm samtakanna vom kjömir Ólafur Eggertsson á Þor- valdseyri, Þórarinn Hrafnkelsson, Fellabæ og Eiður Jónsson, Árteigi. Þeir sem áhuga hafa á að ganga í félagið geta gerst stofnfé- lagar til 1. október. Víða vandamál með kal í túnum Mikið kal er í túnum víða um norðanvert landið, allt frá Vestfjörðum og austur á land. Engan veginn liggur fyrir hve tjón er mikið en það er mjög misjafnt eftir héruðum og einstökum bæjum. Sums staðar er ekki enn komið í ljós hvað kalskemmdir eru útbreiddar í túnum. Ráðunautar búnaðarsambanda em að meta þessar skemmdir og munu taka saman upplýsingar um tjón hjá hverjum og einum bónda. Stjóm Bændasamtaka íslands fjallaði um þetta ástand á fundi 9. júní og samþykkti að beita sér fyrir því við stjómvöld, að Bjargráða- sjóði yrði tryggt nægilegt fé til að bæta bændum kaltjón með hlið- stæðum hætti og gert hefur verið í slíkum tilfellum á undanfömum ámm. í framhaldi af því fóm for- maður og framkvæmdastjóri á fund landbúnaðarráðherra sl. föstudag, og lýsti hann fullum vilja sínum til að greiða fyrir mál- inu. Að sögn Sigurgeirs Þorgeirs- sonar verður einnig rætt við Bjarg- ráðasjóð um málið og hvort ástæða sé til að endurskoða þær reglur sem gilt hafa um útreikning bóta. Birgir Blöndal hjá Bjargráða- sjóði segir að sjóðurinn hafi ekki fjallað um þennan vanda ennþá, enda ekki komið í ljós hversu stór hann í raun er. „Ráðunautamir koma að þessum málum í tengsl- um við okkur og þeir skoða hversu mikið þetta er. Síðan þarf að skoða forðagæsluskýrslur þegar það ligg- ur fyrir.“ Birgir reiknar þó með því að reynt verði að bæta bændum búsifjar af völdum kals með svip- uðum hætti og áður. Birgir segir að þegar bætur em metnar sé sjónmat á útbreiðslu kals í hektumm lagt til gmndvall- ar. Einnig hafi uppskeran verið skoðuð miðað við síðustu ár ásamt fóðurþörf. Þessir þættir em vegnir og metnir og síðan fást niðurstöður úr því. „Þó að menn reyni að bjarga sér með grænfóðurræktun og að leigja sér tún þá hefur það engin áhrif á útkomuna hjá okkur og mönnum er það alveg í sjálfs- vald sett. Mönnum er ekki hegnt fyrir að leigja sér tún og heyja ann- ars staðar en að sjálfsögðu þurfa menn að aðgreina það fóður frá uppskem af túnunum," segir Birgir. Hann segir að í umsóknar- eyðublöðunum sé óskað sérstak- lega eftir að slík ræktun verði að- greind. Sigurgeir segir, að það fari nú saman, að fymingar séu með minnsta móti víða þar sem kal er hvað mest, og því verði bændur eftir föngum að afla sér fóðurs með grænfóðurrækt og nýta lausar slægjur í nágrenni sínu. Tryggingar bænda W W I gýjiim samningi viö VIS er lögö átiensla a aö aUir meginþættip búrekstrarins séu tryggðir sem Bændasamtökin hafa gert samning við Vátryggingafélag íslands hf. um tryggingar fyrir bændur en þau buðu út tryggingar fyrir félags- menn sína meðal íslensku tryggingafélaganna og reyndist VÍS vera með hagkvæmasta tilboðið. Bændasamtökin leggja áherslu á að tryggingarvemd hvers bús sé sem best á hverjum tíma. Markmið Bændasam- takanna með útboði trygginga fyrir bændur er tvíþætt, annars vegar að fá fram skýrari tryggingaskilmála og betur upp- byggða tryggingarvemd og hins vegar að lækka iðgjöld. Samningurinn við VÍS gefur fé- lagsmönnum Bændasamtakanna kost á því að setja saman þann „tryggingapakka" sem hveijum hentar, bæði með tilliti til tryggingategunda og bótafjár- hæða. Með samningnum hefur tryggingarþörf bænda verið skil- greind í tvo meginþætti. í fyrsta lagi em svo kallaðar gmnn- tryggingar þar sem lögð er áhersla á að meginþættir búrekstrarins séu tryggðir með viðunandi hætti. Bændasamtökin mæla með því að hver bóndi taki þær riyggingar eftir því sem við getur átt í tilviki. í öðm lagi em valtryggingar sem geta verið góður kostur einstakra rekstrarins samningnum, birtur er í heitd blaðinu, er tekið tryggingum naut- gripa- og sauðfjár- bænda en unnið er að útfærslu trygg- inga fyrir aðrar bú- greinar. Á myndinni má sjá þá Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóra BÍ (t.v.) og Axel Gísla- son, framkvæmda- stjóra VÍS undirrita samninginn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.