Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 1
14. tölublað 5. árgangur Þriðjudagur 31. ágúst 1999 ISSN 1025-5621 Fasteignagjöld á ferðaþjónustu Sama fasteignagjald á hús næði í sveit ag I héiýli Valdimarsdútdr, Dæli í Húnajiingi vestra Það er ekki nóg fyrir ráðamenn að tala fallega um ferðaþjónustu í sveit sem vaxtarbrodd á hátíð- is- og tyllidögum, en gleyma henni síðan hversdags. Hér á svæðinu eru til aðilar með gisti- nýtingu allt niður í einn mánuð á ári, en þeir eru að borga sömu prósentuupphæð í fasteignagjöld og hótelin í Reykjavík sem hafa allt að 12 mánaða nýtingu, sagði Sigrún Valdimarsdóttir, Dæli Húnaþingi vestra á ráðstefnu um landbúnað í nútíð og fram- tíð, en ráðstefnan var haldin á Hvammstanga á dögunum. Sigrún sagði sömuleiðis óréttlátt að álagningarstofninn væri eins og hús ferðaþjónustu- bænda stæðu í miðri höfuðborg- inni. Einnig væri ekki réttlátt að ferðaþjónustubændur greiddu mikið hærri skattprósentu en tíðkast í öðrum greinum land- búnaðar. Hún tók sem dæmi úti- hús í sveit 0,38% fasteignagjald en ferðaþjónustuhús er með 1,25% af uppfærðum álagningar- stofni. Sigrún nefndi að af húsi gæti fasteignamat verið 908.000, á það væri lagður 0,38% fast- eignaskattur eða kr. 3.450 kr. Ef sama hús væri notað vegna ferðaþjónustu væri uppfært fast- eignamat 2.200.000, fasteigna- skattur 1,25% og til greiðslu kæmu 27.500 kr. „Hvað haldið þið að þessi fasteignagjöld gætu verið mörg prósent af innkomu þess sem hefur aðeins einn mán- uð í nýtingu? Svo er annað, en það eru sumarhús í einkaeign sem eigendur leigja út í sam- keppni við ferðaþjónustuaðila. Þeir borga af sínum sumarhúsum eins og þau væru útihús, er þetta eitthvað réttlæti? Eg tel það vera eitt af stærstu hagsmunamálum okkar sem rek- um ferðaþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins að fá þetta ranglæti leiðrétt. Það sem þarf til að skapa ferðaþjónustunni lífvænleg skil- yrði er, þolinmótt fjármagn og að stjórnvöld sýni okkur skilning og réttlæti, þar á ég sérstaklega við fasteignagjöldin,“ sagði Sigrún Valdimarsdóttir, ferða- þjónustubóndi. Forsvarmenn Sláturfélags Suðurlands ásamt bændunum sem hlutu styrkina. F.v. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hjónin Ingibjörg K. Ingadóttir og Gísli Geirsson, Byggðarhorni í Árnessýslu, ísleifur Jónasson, í Kálfholti, Rangarvallasýslu og Páll Lýðsson, stjórnarformaður SS. er nú 32 og innlegg um 45-50 naut en stefnt er að því að inn- leggsfjöldi verði kominn í 60-70 ungneyti í lok styrktímans. Búin voru valin af SS í sam- ráði við fulltrúa Bændasam- takanna. Þau njóta styrks frá SS næstu þijú árin. Styrkurinn nemur einni milljón á ári til hvors bús, eða alls sex milljónum. „Hér er um að ræða þróunar- styrk sem bændumir fá til að vinna með okkur að framþróun búanna," sagði Steinþór Skúlason í samtali við Bændablaðið. Ætlun- in er að setja upp verkhóp sem mun vinna með bændunum í að finna bestu mögulegu leið til að framleiða afurðimar. „Við viljum að afurðimar verði sem bestar, verðið hagstætt og að bóndinn fái viðunandi tekjur,“ sagði Steinþór Skúlason um leið og hann gat þess að SS hefði heimild til að miðla þeirri reynslu og þekkingu sem skapaðist til annarra bænda. Ekki er til þess vitað að bænd- um hafi áður staðið sambærilegir styrkir til boða. Sláturfélag Suðurlands með athyglisverða nýjung Slyrkir eitt nautgripabú og eitt sauðfjárbú í brjú ár Fyrr á árinu tilkynnti Sláturfé- lag Suðurlands að félagið hefði í hyggju að styrkja eitt sauðfjár- bú og citt nautgripabú til að stuðla að framförum í sauðfjár- rækt og nautgriparækt. Um- sóknarfrestur rann út í lok apríl og sóttu fjölmörg bú um styrkinn. Ákveðin skilyrði voru sett fyrir umsóknunum en þau lutu einkum að stærð búanna, aðstöðu til eldis, ræktunar- og rekstrarskilyrða. Einnig þótti rétt að aðstæður búanna væru í sátt við umhverfið og gróður- far. Á föstudag í liðinni viku var tilkynnt um hvaða bú hefðu hlotið styrkina. Sauðfjárbúið sem varð fyrir valinu er á jörðinni Kálfs- holti, Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu og ábúendur em Isleifur Jónasson og Sigríður Þórðar- dóttir. Þess má geta að Sigríður gat ekki komið ásamt ísleifi til að taka á móti styrknum þar sem hún er komin á blásteypirinn. Jörðin Kálfholt er um 750 ha. og allt gróið land, auk þess sem ábú- endumir hafa aðgang að Holta- mannaafrétti. Bústærðin er 565 kindur og áætlun gengur út á að stækka búið í um 700 kindur. Nautgripabúið sem varð fyrir valinu er Byggðarhom í Ámes- sýslu og ábúendur em þau Gísli Geirsson og Ingibjörg K. Inga- dóttir. Jörðin Byggðarhom er 307 ha„ allt vel gróið land. Mjólkur- framleiðslu var hætt á búinu haustið 1994 og fjósi breytt í að- stöðu fyrir eldisgripi. Fjöldi kúa Enn eitt vígið fallið Fyrsta konan kjörin í stjórn Landssam- bands kúa- bænda „Þetta var góður fundur en aðalmál hans var hvernig unnt væri að bæta kjör kúa- bænda,“ sagði Þórólfur Sveinsson, sem var endur- kjörinn formaður Landssam- bands kúabænda á fundi þeirra í Árgarði, Skagafirði, í síðustu viku. „Samtök af- urðastöðva í mjólkuriðnaði voru talsvert gagnrýnd fyrir greiðslur vegna umfram- mjólkur og eins var landbún- aðarráðuneytið gagnrýnt fyrir seinagang á afgreiðslu umsóknar á innflutningi fósturvísa. Fundarmenn fengu útskýringar á málsat- vikum og féllust á þær eins og ályktun um málið ber með sér. Gæðastýring í nautgripa- rækt vakti talsverða athygli en á það var lögð áhersla að það væri tryggt að þátttak- endur í henni fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Menn voru almennt mjög jákvæðir gagn- vart gæðastýringunni.“ Á fundinum var lögð fram tillaga uppstillinanefndar og kosningu hlutu: Formaður til eins árs: Þórólfur Sveinsson kjörinn með 27 atkvæðum. Meðstjómendur til eins árs: Kristín Linda Jónsdóttir með 27 atkvæðum, Birgir Ingþórs- son með 25 atkvæðum, Hjört- ur Hjartarson með 22 atkvæð- um og Gunnar Sverrisson með 22 atkvæðum 1. varamaður til eins árs var kjörinn Egill Sigurðsson með 16 atkvæðum en 2. varamaður til eins árs Sigurgeir Pálsson með 15 atkvæðum Skoðunar- menn til eins árs kjömir með lófataki þeir Magnús Hannes- son og Pétur Diðriksson en til vara Kristján Finnsson. Kristfn Linda Jónsdóttir er fyrsta konan sem kjörin er í stjóm Landssambands kúa- bænda. Einn þeirra sem yfirgaf stjómina var Guðmundur Þor- steinsson en hann var búinn að vera stjómarmaður í LK í þrettán ár. „Þetta er fyrsta konan sem tekur sæti í stjóm LK og er ánægjulegt að konur skuli hasla sér völl á vettvangi kúabænda," sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í ræðu í upphafi aðalfundar LK að hann teldi sterkara fyrir LK að hann tæki á ný sæti sitt í stjóm Bændasamtakanna. „Þetta sjónarmið mitt var ekki gagn- rýnt á fundinum og ég á von á því að ég taki sæti í stjóm BÍ á nýjan leik,“ sagði Þórólfur. Sjá nánar ræðu Þórólfs á blaðsíðu 20 en á blaðsíðu 21 eru birtar ályktanir fundarins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.