Bændablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1
10. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 27. maí 2003 ISSN 1025-5621 Loðskinn helur náð að skapa sér sérstöðn é markaðnum „Við erum mjög ánægðir með okkar sölumál en við erum hins vegar ekki jafn ánægðir með gengisþróunina hér á landi og eins og er óttumst við þá þróun meira en annað varðandi rekst- urinn," sagði Gunnsteinn Björnsson, rekstrarstjóri Loð- skinns ehf. á Sauðárkróki en af- koma fyrirtækisins hefur batnað til muna. A liðnu ári var af- koman réttu megin við núllið og Loðskinn skilaði dálitlum hagnaði. Á tískuvörumarkadinn Nokkur breyting hefur verið gerð á framleiðsluvörum fyrir- tækisins. Gunnsteinn segir að nú sé lögð áhersla á að vera með sér- stakt útlit og reyna að fylgja tísku- markaðnum í stað þess að vera með hefðbundna framleiðslu. „Við megum ekki gleyma þvi að íslensku skinnin eru örfá á heims- vísu jafnvel þótt við fengjum allar þær gærur sem falla til á Islandi og þess vegna er hægt að leggja áherslu á sérstöðuna," segir Gunnsteinn. Sérstaða islensku ullarinnar Loðskinn ehf. ffamleiðir mokkaskinn en er með það í öðruvísi útgáfu en aðrir. Gunnsteinn segir að þeir séu að leika sér dálítið með íslensku ullina í þessari ffamleiðslu með því að kalla ffam þær náttúrulegu krullur sem í henni eru og þá í hinum ýmsu ullarlengdum. Þetta segir hann að hafi gengið vel og líkað mun betur en þegar verið var að reyna að líkja eftir spænsku Mereno-ullinni sem er alveg slétt. Gunnsteinn segir að helstu markaðir fyrir íslenskt mokka- skinn séu í Evrópu en upp á síð- kastið hafi náðst mjög góður árangur í Asíu. I fyrra keypti Loðskinn ehf. allar þær gærur sem fyrirtækið gat fengið hér á landi en Gunnsteinn segir að nokkuð hafi verið flutt út. Og Gunnsteinn bætir því við að Loðskinn hefði keypt meira af gærum í fyrra ef þær hefðu verið fáanlegar og greitt fyrir þær heimsmarkaðsverð. Loðskinn ehf. er 40 manna vinnustaður sem er ekki lítið í kaupstað á stærð við Sauðárkrók. Nýja Hvanneyrarfjósið: Tilboð undir kostnaðaráætlun Tilboö í nýja fjósiö á Hvanneyri voru opnuö 19. maí sl. í viðtali við Bændablaöiö lýsti Torti Jóhannesson hjá LBH mikilli ánægju meö framkvæmd útboösins. “Þaö er gaman aö sjá hversu margir aðilar hafa áhuga á þessari framkvæmd og hafa áhuga á aö koma aö uppbyggingunni hór á Hvanneyri. Alls bárust 12 tilboð í framkvæmdina og þar af voru sjö undir kostnaöaráætlun og fimm yfir. Þetta sýnir aö kostnaðaráætlun var vei unnin og þar ber aöþakka aöalhönnuöi fjóssins - Magnúsi Sigsteinssyni hjá Byggingarþjónustu Bl og Guömundi Pálssyni hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, auk þess sem Leifur Benediktsson, verktræöingur veitti ómetanlega aöstoö viö gerö útboösgagna." Torfi segir aö tilboöin séu nú í yfirlestri hjá Framkvæmdasýslu rikisins en niöurstaöa eigi aö fást í vikunni. “Þaö var fyrirtækið Sólfeli ehf. sem var meö lægsta almenna tilboöiö (80,8 mill.) en Sólfell var þar aö auki meö frávikstilboö sem var enn iægra (78,6 mill.). Kostnaöaráætlun hljóöaöi upp á 91,6 milljónir þannig aö lægsta almenna tilboð var upp á rúm 88% af kostnaöaráætlun." Nánari upplýsingar eru á heimasíöu Landbúnaöarháskóians: www.hvanneyri.is Gaf jörðinni fjfigur tnnn aí áburði á 40 ára búskaparafmælinu! Kristján bóndi Finnsson á Grjóteyri í Kjós var kampakátur þegar hann steig út úr landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni eftir að hafa flogið með Tómasi Degi Helgasyni, flugstjóra, yfir land Grjóteyrar og dreift fjórum tonnum af áburði á það í síðustu viku. Kristján og kona hans, Hildur Axelsdóttir, hafa búið að Grjóteyri í 40 ár og “þetta var búskaparafmælisgjöf,” sagði Kristján. “Við höfum raunar dreift áburði á landið úr lofti í mörg ár enda er jörðin orðin allt önnur. Ég hef notað dráttarvélar til að bera á landið en það er ólíkt þægilegra að fljúga yflr það! Auk þess kemst ég hærra í brekkurnar án þess að konan verði hrædd.” í sumar verður dreift 110 - 120 tonnum af áburði og 8 tonnum af fræi með Páli Sveinssyni. Stærsta verkefni sumarsins með landgræðslu- flugvélinni verður uppgræðsla meðfram væntanlegu vegarstæði Suðurlandsvegar. Þetta er þrítugasta árið sem sem hin 60 ára gamla DC-3 flugvél er að landbótastörfum. Þá er þess að minnast að í ár eru 45 ár liðin frá því að land- græðsluflug hófst á íslandi. “Þetta er því mikið afmælisár,”sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, í samtali við Bændablaðið. Þess skal getið að Áburðar- verksmiðjan gaf 27 tonn af áburði sem verður dreift á Reykjanesi. Afar kunna vel að meta þegar afa- dæturnar koma í heimsókn. Stúlk- an heitir Ásta Katrín en afinn er Guðmundur Albertsson, Heggs- stöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Kýrin heitir Rauðka. isfandsbanki færði Hvann- eyringum Hantfbnk bænda að gjðf Laugardaginn 24. maí 14.00 var brautskráning nemenda frá Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri með hátíðlegri og Ijölmennri athöfn í mötuneyti skólans. Við skólann er boðið upp á háskólanám á þremur námsbrautum, land- nýtingar-, umhverfisskipulags - og búvísindabraut. Að þessu sinni brautskráðust níu nemendur af búvísindabraut og þrír af land- nýtingarbraut auk 23 nemenda sem útskrifuðust með búfræðipróf úr Bændadeild. Af þeim voru 2 fjarnemar. Ekki brautskráðust nemendur af um- hverfisskipulagsbraut að þessu sinni því hún var fyrst starfrækt við skólann haustið 2001. Hæstu einkunn á háskólaprófi hlaut Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Hún stundaði nám á búvísindabraut og fékk einkunnina 8,78. Á landnýtingarbraut var hæsta einkunn 8,30, en hana hlaut Cathrine Helene Fodstad. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut svo Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, með einkunnina 8,64. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur útskrifast eftir að hafa stundað allt sitt háskólanám við LBH eftir að skólinn var formlega gerður að háskóla með lögum árið 1999. Þess má geta að íslandsbanki keypti Handbók bænda af Bændasamtökum íslands og færði nemendum á Hvanneyri að gjöf. Sjá leiðara blaðsins á bls. 6.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.