Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 1
TBL. 6. ÁRG SEPT1992 ISÆ\I>A BLAIH Ð & LAKDSBTGGÐUB lj»Alternatorar ig|h Startarar Nýir og/eða verksmiðjuuppgerðir. IHÞ* Ötal gerðir og tilheyrandi varahlutir. SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-81 47 88 njzk Aðalfundur Stéttarsambands bænda: STYRKT SAMKEPPNISSTAÐA EÐA SVEITIRNAR I EYÐI 'y IW~ Áhyggjur vegna stöðu land- búnaðarins og einkum hins mikla samdráttar í sauðfjár- rækt settu svip sinn á aðalfund Stéttarsambands bænda sem haldinn var að I^iugum í Keykjadal dagana 27. til 29. ágúst. Deilt var á forystu bænda- samtakanna og hún mcöal annars sökuð um að hafa glutrað niður þeirn árangri sem fyrirrcnnarar hennar hafi náð á sínum tfma. Gunnar Sæmundsson, bóndi f Hrútatungu, lét þau orð meðal annars falla aö ef til vill mætti letra í minnismerki um núverandi stjórn Stéttarsambandsins; "Þetta eru mennirnir sem sömdu um að leggja sveitirnar í eyði." Þá var einnig mikið rætt um félagskerfi bænda og nauösyn einföldunar þess. Flestir er létu skoðanir sfnar í ljósi töldu brcytinga þörf í þá átt en greindi hinsvegar á um á hvern hátt standa eigi að breytingum f þvf efni. Á fundinum kom fram tillaga um breytingar á félagskerfinu en að loknum umræðum um hana var ákveðiö aö kjósa þriggja manna nefnd til að vinna áfram að málinu. Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda, ræddi hugmyndir um breytingar á félagskerfinu f framsöguræöu sinni og kvað skoöun sína að koma ætti á fót einu deildaskiptu félagskerfi f landbúnaðinum. Haukur Halldórsson vék einn- ig að vanda landbúnaðarins í fram- söguræðu sinni. Hann kvaö ásak- anir í garð forystumanna bænda fyrst og fremst lýsa ofmati á víg- stöðu bændastéttarinnar í þjóðfélaginu. Ólíku væri saman að jafna ef borin væru saman pólitísk ítök þeirra nú og fyrir tveimur til þremur áratugum. Haukur sagði að enginn vafi væri á að skaðað hefði fmynd landbúnaðarins að farið var út á ystu nöf með út- flutning búvara eftir að markaðs- forsendur brustu og of lengi hafí verið ýtt til hliðar að taka tillit til landnýtingar- og gróðurverndar- sjónarmiða. Þetta hafi skapaö and- stæðingum landbúnaðar kær- komna áróðursstöðu með tali um útflutningsbætur, offramleiðslu, haugakjöt og uppblástur. Allan síðasta áratug hafi vandanum verið sópað undir teppið f stað þess að taka á honum og við eftirstöövar hinnar fyrri landbúnaðarstefnu sé verið að fást í dag. Haukur Halldórsson rakti einnig aðdragandann að þjóðar- sáttarsamningunum og aðild AÐ ETA SKIT... Framhald af umræðu Eyvindar og Helga Hallgrímssonar RÚLLU- BAGGARNIR STELA ATVINNU- TÆKIFÆRUM SVEITANNA EIGA JAÐAR- BYGGÐIRNAR AÐ FARAí EYÐISPYR RÁÐHERRANN STÉTTAR- SAMBANDSBLAÐ Bændablaðið er að þessu sinni helgað efni frá aðalfundi Stéttar- sambands bænda. Birtar eru álykt- anir og fréttir af einstökum málum sem upp komu á fundinum sem að þessu sinni var haldinn á Laugum í Keykjadal. bændaforystunnar að þeim. Hann sagði meðal annars að þegar Stéttarsambandið hóf þátttöku í samningunum hafi tillaga um frjálsan innflutning á landbúnaðar- afurðum legiö á borðinu og verið til umræðu í fyllstu alvöru. Tekist hefði að ýta henni í burtu og ná samstöðu urn aö leita leiða til að styrkja samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu. Efni Bænda- blaðsins er að mestu helgað aðal- fundi Stéttarsambands bænda að þessu sinni. þi FLUGLEIÐIR BILALEIGA 91 - 690 500

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.