blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 12
tómsturx i____ miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið íþrótt allra þjóðfélag Yfirbyggingin hallar sér sjálfvirkt inn í beygjur þegar hraðinn er yfir 30 km á klst. Jón Hafsteinn Magnússon, eigandi og forstjóri JHM sport, segir geysilega aukningu hafa verið í hópi þeirra er stunda torfæruakstur á bifhjólum á íslandi. „Ég hugsa að á síðustu þrem- ur árum hafi hópurinn þre- eða fjór- faldast,“ segir Jón, en hann telur fjöld- ann vera á bilinu 1500-2.000 manns. „Þessi íþrótt höfðar til allra; forstjóra, lögfræðinga og verkamanna, í öllum aldurshópum og af báðum kynjum." JHM sport selur torfæruhjól fyrir börn og fullorðna. Þar fæst t.d. lítið hjól fyrir krakka á aldrinum 4-5 ára sem eru byrjaðir að geta hjólað án hjálpardekkja. Hjólið er eins gíra og getur að hámarki verið ekið á 25 km á klukkustund. Einnig fást mótorkross eða enduro- hjól fyrir krakka sem eru ögn stærri. Jón telur þó skynsamlegast að byija í sportinu á klifurhjólum. Þeim er hægt að aka yfir nánast hvaða hindr- un sem er en slíkur hindrunarakstur verður sífellt vinsælli keppnisíþrótt á meginlandi Evrópu og víða annars staðar. Torfæruskellinöðrurnar fyrir yngri aldurshópinn eru mjög vel útbúnar. Þær hafa sama útlit og stóru hjólin, eins bretti, tankhlífar, hliðarhlífar, sæti og aukabúnað. Þannig lítur 50 kúbika hjól nánast eins út og 300 kú- bika. Öll enduro-hjólin eru skráð götu- hjól svo þeim má aka hvar sem er. „Þetta leysir allan bílastæðavanda í Reykjavík," segir Jón, hreykinn yfir lítilli innanbæjarskellinöðru. „Segj- um að fólk fái sér svona græju og aki niður í bæ til vinnu. Þá sparast gríðar- legt bílastæðapláss. Fimm svona hjól komast hæglega í hvert bílastæði. Hjólið kostar 238.000, er 50 kúbik og eyðir um þremur lítrum á hundraðið. Það er blátt númer á þessu þannig að hver sem er, sem er með bílpróf, má aka því án sérstaks mótorhjólaprófs. Fólk upplifir hlutina svolítið á annan hátt með þessum ferðamáta. íslensk veðrátta bítur ekki á þann sem ekur hinu hollenska Carver-farartæki. Það er áþekkt mótorhjóli í akstri, stýrisbúnað- urinn er svipaður en hjólið hall- ar sér sjálfkrafa, allt að 45 gráð- um, inn í beygjur. Innrýmið er algerlega lokað, líkt og um bíl væri að ræða. Það er á liðum ofan á afturhjólastell- inu en tölvustýrt vökvaþrýsti- kerfi hallar hjólinu í beygjur í samræmi við hraða ökutækisins og legu stýrisins. Það er aftur- hjóladrifið en sex strokka, 65 ha mótorinn getur komið tækinu á 185 km/klst. en meðaleyðsla er um 5,5 1 á hundraðið. Hjólið fer frá 0 í 100 km/klst. á 8,5 sek. Staðalbúnaður er m.a. leður og tauáklæði, geislaspilari, út- varp og þjófavörn. Framleiðsla er hafin á tækjunum og koma þau fyrstu á markað í haust. Á heimasíðu Náttúruvemdarsam- taka íslands birtist fyrir skemmstu kvörtun þar sem gagnrýndur var akstur fjórhjóla- og krossarakappa utan vega víða um land. „Mörgum sinnum á síðastliðnum árum hef ég horft upp á mótorkrossfólk valda gíf- urlegum skemmdum með utanvega- akstri," segir bréfritari. „Ég er ekki að tala um tvö til þijú skipti heldur mörg atvik - engin smáhjólfór held- ur spól sem augljóslega verður til við fullkomið virðingarleysi ökumanns.“ Bréfritari segist einu sinni hafa reynt að kæra atvikið en án árang- urs. Hann segir „marga svarta sauði“ vera innan geirans og að það sé á ábyrgð forvígismanna íþróttarinnar að uppræta vandann. Margir torfæruhjólakappar hafa bent á það hve sárlega vanti fleiri brautir fyrir mótorkrossfólk. Aðeins er ein braut við höfuðborgarsvæðið, á Álfsnesi, en á annað þúsund hjól eru í og í kringum Reykjavík. Ein braut er í Grindavík, ein á Kirkjubæjar- klaustri, ein á Akureyri og ein á Ól- afsvík. Haukur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Nitro, segir það vissu- lega satt að margir aki utan leyfi- legra svæða. „Hvers vegna vilja allir vernda náttúruna í hvert sinn sem einhver minnist á vélknúin tæki? Það vantar einfaldlega aðstöðu fyr- ir allan þennan fjölda sem leggur stund á torfæruhjólaakstur. Það er engin fjölbreytni í því að aka bara í stutta hringi á sama svæði aftur og aftur. Nú var verið að leggja stíg upp á Esjuna og maður spyr sig hvort það spilli ekki náttúrunni, svo ekki sé nú talað um ágang hestafólks um allt. Það hefur verið í umræðunni að við fáum aðstöðu í Jósefsdal en ekkert er víst í þeim efnum.“ Haukur segir góð svæði vera í Þorlákshöfn og í Sand- vík. Þar séu sandar sem margir keyri á án þess að spilla gróðri. Sá akstur sé hins vegar ólöglegur þrátt fyrir að öll ummerki um aksturinn hverfi á um það bil viku. Haukur segir gríðarlega aukningu vera í hópi górhjólamanna og að fleiri hundruð hjól séu á höfuðborgar- svæðinu - án fullnægjandi aðstöðu. „Vissulega er ávallt óafsakanlegt að skemma gróðurfar en það er ekki gróður á söndunum,“ segir hann að lokum. Er að taka upp fullt af nýjum vörum, leðurgallar, jakkar, buxur,strappar, gleraugu o.fl. Gas Gas FSE 450, 6 gíra, rafstart, bein innspýting, “slipper clutch”, vökvakúpling, létt og meðfæri- legt í akstri. Verð 885.000. 3. hjóla kerra, galvinseruð og sterk. Verð 139.000. Stórhöfða 35 - Sími 567 6116 - www.jhmsport.com Hvert eiga þeir að fara? TITAX FMW KYOTO Bremsuklossar, Bremsudiskar, Tannhjól, Keðjur, Holeshot, Pakkdósir, Leg'ur, Loftfilter, Stýri, NGK kerti, Bremsu og Kúplingshandföng, Verkfæri, Strappar, Sætisáklæði, Límiðakitt, Olía, Ö-ring Keðjusprey, Stýri, Höldur, Lásar, Dekk, Fjórhjóladekk, FM Plast ofl. ofl. Gre Bezta verðið í dalnum..

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.