blaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 8
24 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöiö Hefur aldrei séð draug -Bjarni bílstjóri eyðir dögunum á veginum Bjarni Kristján Gunnarsson, 39 ára gamall höfuðborgar- búi, hefur eytt stórum hluta síðustu sextán ára á þjóðvegum landsins; yfirleitt á leið til ísafjarðar- kaupsstaðar með ýmsar nauðsynja- vörur eða frá honum með ferskan fisk og annan varning til útflutnings. Bjarni keyrir stóra vöruflutningabif- reið, með tengivagni. Hann leggur af stað um fimmleytið síðdegis og er yfirleitt um átta klukkustundir á leiðinni ef færðin er góð, stundum lengur. Hann keyrir einn legg leið- arinnar hvern virkan dag og að vik- unni liðinni á hann jafnan að baki 2500-3000 kílómetra. „Leiðin hefur vissulega breyst sið- an ég byrjaði í þessu og þar munar mest um Hvalfjarðargöngin. Áður tók aldrei undir tíu tímum að keyra hvorn legg og oft mun lengri tíma. Þessa dagana er ástandið skárra og við sjáum vonandi fram á enn betri tíð þegar og ef farið verður í þverun Mjóafjarðar við ísafjarðardjúp, veg- urinn sem þar er fyrir er rúmlega hálfrar aldar gamall og ber engan veginn þá umferð sem lögð er á hann. Frá 1990 hefur verið stöðug aukning i landflutningum, því valda m.a. sí- vaxandi kröfur um aukna þjónustu, tíðari ferðir og meiri hraða. Sam- gönguyfirvöld verða að bregðast við því. “ segir Bjarni. Skrifstofa á rosalega mörgum hjólum Bifreiðin sem fylgir Bjarna í allar þessar langferðir er gul og blá að lit, risastór og dregur á eftir sér viðlíka tengivagn. Undir henni er svo fjöld- inn allur af dekkjum. Hún er skrif- stofa hans og þar eyðir hann drjúg- um hluta daga sinna. Hann þarf þó ekki að hafa hana fyrir gististað, líkt og tíðkast meðal sumra bílstjóra, þar eð faðir hans er búsettur á Isafirði og veitir húsaskjól þegar svo ber und- ir; „Það er enginn friður til að sofa í bílunum, það er yfirleitt byrjað að lesta þá sjö á morgnana og slík- ar aðgerðir virka truflandi á menn sem hafa kannski verið að keyra fram á rauða nótt. Þannig að ég fer til pabba,“ segir Bjarni og þvertekur fyrir að honum leiðist sérstaklega mikið á þessari leið sem hann keyr- ir yfirleitt ekki sjaldnar en hundrað sinnum ár hvert. „Nei, ég get ekki sagt það. Ætli þetta sé ekki eins og hver önnur dagvinna, það koma vissulega þannig dagar eins og allstaðar, en það er mikill fjölbreytileiki í þessu, sérstaklega yfir vetrartímann þegar færið breyt- ist frá degi til dags, með ýmsum af- leiðingum. Síðasta vetur fór ég t.d. á hliðina í fyrsta skiptið, þá vegirnir snævi og klaka þaktir og ég lenti í því að mæta bifreið á einbreiðu slit- lagi í Hrútafirðinum. Sem betur fer urðu engar skemmdir, hvorki á varn- ingi né bíl, en það er alltaf leiðinlegt að lenda í svona löguðu. Við tökum líka oft farþega ef vini eða kunningja vantar far og þá er hægt að spjalla við þá. Það er sérstak- lega ef fólk er á leið til útlanda og flugsamgöngur liggja niðri að mað- ur getur komið að góðu gagni. Svo eru bílstjórar sem fara sömu leiðir alltaf í samfloti; okkur er öllum vel til vina og hittumst oft á leiðinni, t.d. í Hólmavík, og ræðum málin eða þá að við hringjumst á. Oft er líka gott að drepa tímann með því að hlusta á tónlist eða útvarpið, þar sem það næst.“ Greinilegt er að vinna vörubílstjór- ans er ekki einsleitari eða leiðinlegri en annarra. Jafnvel mætti leiða líkur að því að þeir þekktu afkima lands- ins betur en margir. En skyldi Bjarni hafa rekist á einhverja vegadrauga á ferðum sínum? „Nei, ég hef aldrei séð draug enda trúi ég ekki á slíkt. Ég held að þetta starf sé erfitt fyrir þá sem eru auðtrúa á svoleiðis, mað- ur er mikið einn í myrkrinu, t.d. úti að keðja við ýmsar aðstæður. Maður hefur nú heyrt af mönnum sem þykj- ast hafa séð ýmislegt, en ég læt vera að ljóstra því upp.“ haukur@vbl.is Öll hjólin eru með 745 ccm mótor. Rafkerfi er 12 volt, raf- og fótstart. Öll koma með bakkgir. Ranger og Sportsman hafa drif á hliðarvagni og henta vel fyrir vegl og vegleysur. Vetur, sumar, vor og haust. Slmi: 896-1191 Ural á Islandi Flest hjól eru nú að fara í vetrarfrí ... en ekki URAL VéUijólasport vaxandi iþrótt Fjölskyldufyrirtækið JHM sport hefur verið við Stórhöfða 35 í eitt ár. Áður var það í kjallara í heima- húsi en er nú stærra og fjölbreyttara. Jón Hafsteinn Magnússon, eigandi fyrirtækisins hefur verið viðriðinn vélhjólabransann frá því árið 1970 og nú hafa orðið kynslóðaskipti þar sem börnin hans eru komin á fullt í sportið. Dóttir hans, Klara Jónsdótt- ir, vinnur í JHM sport auk þess sem hún er sjálf á fullu í sportinu. „Ég var alltaf á litlu hjóli þegar ég var lítil og hætti svo í smá tíma. Núna er ég byrjuð á fullu. Þetta er ótrúlega gaman, það skemmtileg- asta sem ég geri,“ segir Klara. Mikil aukning hefur orðið á vél- hjólasporti undanfarin ár og eru fjölskyldur farnar að stunda þetta saman. Sportið hefur verið land- lægt síðan fyrir 1970. Fyrst voru það aðallega karlar sem stunduðu vélhjólasport en konur hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár og eru farnar að keppa í vélhjólasporti, þ.e. mótor- krossi og Enduro. I motorkrossi er keppt á tilbúnum brautum en í end- uro á vegslóðum. Þá eru hjólin skráð, ' ' t.Ál með ljósi og annað slíkt. Á þeim hjól- IJHM sport er hægt aö fá allan búnaö fyrir vélhjólasport, meöal annars þennan flotta galla og hjálm I stíl. um má keyra innan bæjarmarka en á mótorkross hjólunum má einung- is vera á lokuðum svæðum. Þess má geta að sonur Jóns Hafsteins er nú- verandi íslandsmeistari í enduro. Búnaður skiptir öllu máli þegar byrja skal í þessu fjöruga sporti. Nauðsynlegt er að hafa hjálm, hanska og brynju sem fer annað hvort innan undir eða yfir utanyf- irflikina. I JHM sport er hægt að fá allt í tengslum við vélhjólasport- ið auk þess sem þar vinnur fagfólk sem veitir persónulega ráðgjöf. ■ Buick Skylark trá árinu 1968 Það má segja að fyrir sumum sé bíll- inn lífsstíll. Sumir hafa átt sama bil- inn í mörg ár en það á einmitt við um Jón Böðvarsson en hann eign- aðist Buick Skylark árið 1968 þegar hann var búsettur í Bandaríkjunum. Árið 1975 flutti hann bíllinn til lands- ins og hann er sem nýr enda hefur eigandinn hugsað vel um hann og svo sannarlega gefið honum ást og umhyggju. Skylarkinn er tveggja dyra, 8 sílendra og 350 kúbik. Umhyggjan skiptir öllu máli Margir velta því eflaust fyrir sér hvað búi að baki þess að bíllinn hafi enst svo lengi sem raun ber vitni. Jón segir margt hafa áhrif þar á. Bílnum var meðal annars lagt árið 1986 þegar hann var aðeins farinn að slappast og var ekki eins hress og áreiðanlegur og áður. Þá hófst Jón handa við að safna varahlutum og upplýsingum um bílinn og alveg þangað til í fyrra var hann að dytta að honum. En það var þó ekki fyrr en árið 1991-2 að Jón fór fyrir alvöru að safna i hann og kanna hvar hægt væri að fá hluti sem þurfti til að laga eða skipta út. Varahlutirnir voru allir keyptir erlendis og eitthvað af vinnunni unnin í Bandaríkjunum en þó mest hér heima. Vinnan hef- ur að einhverju leyti verið í höndum Jóns en hann hefur aðallega fundið til mismunandi sérfræðinga og verk- stæði til að gera við, eftir því hvort um var að ræða sjálfskiptingu, upp- gerð á vél eða bólstrun. BIFREIÐAVERKSTÆOI FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR Smíöjuvegi 22 (Gran gata) - 200 Kópavogi Síml: 567 7360 • www.bfo.is ALLAR ALHLIÐA VIÐGERÐIR shf. r-in-.aiiirri HONDA NI5SAN Bílnum lagt yfir veturinn Að sögn Jóns er billinn eins og nýr bæði að innan sem utan. Galdurinn liggur í því að hugsa vel um bílana sína. Til að auka endingu bílsins er hann látinn standa í bílskúrnum að mestu yfir veturinn og þá skipt- ir miklu að hafa góðan bílskúr. Þá segir Jón að hugsunin sem hann hafi haft í upphafi var að eiga bílinn lengi og hafi hann því alltaf hugsað vel um hann. Bíllinn er því aðallega góðviðrisbíll og þannig helst hann eins og nýr í lengri tíma. Hann var í upphafi hugsaður af Jóni sem fram- tíðareign og hefur það alltaf verið stefnan að eiga hann til frambúðar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.