blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! ■ IPROTTIR Hinir íslensku Lávaröar eru forfallnir fótboltafíklar og flestir margreyndir landsliðsmenn. | s(ða 22 ■ MENNING Listin er heilun og hluti af mennskunni. Bubbi og Tolli í spjalli við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. | sIða 27 167. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 26. júlí 2006 Glöð á gangi í suddanum Eftir nokkra bjarta daga dró fyrir birtuna og rigning og súld hrekkti borgarbúa. Veðurstofan lofar ekki betra veðri i dag en var í gær, áframhaldandi súld og Það sannast á þessari fjölskyldu að veðrið er hvorki betra né verra en dimmt verður. Það er svo okkar að lifa við það veður sem okkur er ætlað. hverjum þykir. Ljóst er að ekki er ástæða til að láta liggja illa á sér þó súldi. Og það er okkar, hvers og eins, að meta hvort veðrið er gott eða vont. Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl: Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann ■ Vélhjólamaðurinn viðbeinsbrotinn ■ Vörubílstjóri eftirlýstur ■ Hjólið mikið skemmt EftirVal Grettisson Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarð- vegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bif- hjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn. „Þetta var grjót, sandur og möl,“ segir Stefán, en hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeins- brotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að ekki fór verr. „Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir annarra manna klúður,“ segir Stefán en honum verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfs- ábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt lögum á farmur að vera birgður með segldúk. „Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Slasaður vélhjólamaður Stefán Bjömsson viðbeins- brotnaði þegar hann féll eftir að grjót hrundi af vörubíls- palli. Mynd/JónBjömÓlafsíon Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann segir það skelfilegt ef óreyndari menn lenda í svona aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð. Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að birgja farminn enda sé annað lögbrot. Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjóla- menn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut rúðu í bílnum hans. Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum. Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir græn- bláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pall- inum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakk- skemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna. valur@bladid.net Flugumferðarstjórar: Segjast ekki í aðgerðum „Mér er ekki kunnugt um neinar mótmælaaðgerðir né að menn séu að boða sig veika vegna þeirra deilna sem við stöndum í,“ segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. Fé- lagið hefur nú um árabil staðið í deilum vegna vaktafyrirkomu- lags við Flugmálastjórn. í mars ákvað Flugmálastjórn einhliða að taka upp nýtt vaktakerfi. SJASlÐU4 SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 ■ FJÖLSKYLDAN Ástfangin og glöð á Italíu ra Katrín Gunnarsdóttir. Fann ástina í afslöppuðu umhverfi (taiíu | SfÐA 29 ■ SUMAR OG GARÐUR Aukablað um sumarið og garðinn fylgir Blaðinu í dag | SIÐUR13TIL20 ■ VEÐOR Hitastigið Það verður lítilsháttar súld S-og V-lands, þokuloft við N- og A- ströndina og Pjartviðri inn til lands- ins. Hiti verður á bilinu 8-18 stig. | SlÐA 2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.