blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1
251. tölublaö 2. árgangur miðvikudagur 13. desember 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ FOLK „Áður voru líkamsræktarstöðvarnar tómar fyrir jól en nú skipuleggur ^ fólk lífið í kringum hreyfing- una," segir Linda | sIðai& ■ MENNING ,Það er mikill léttir að þessi bók skuli vera komin i heiminn," segir Sigþrúður Gunnarsdóttir um Draugurinn sem hló | sIðais Sterkt bökunarkoníak í hillum: Hagkaup selur alkóhól ■ Bragöauki í súpur og sósur ■ 40% áfengisinnihald ■ Flokkað sem matvara Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net í hillum Hagkaupa er boðið upp á koníak með fjörutíu prósenta áfengisstyrkleika ásamt áfengum rauðvíns-, hvítvíns- og púrtvínsbragð- aukum. Flöskurnar eru merktar sérstaklega þannig að innihaldið sé eingöngu ætlað til matar- gerðar og eru flokkaðar sem matvara. Koníakið er kryddað og hvítvínið salt og því ekki vænlegt til neyslu. „I fljótu bragði vekur styrkleikamagnið athygli,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vimuefnaráðs Lýðheilsustöðvar. „Við höfum ekki fengið svipað mál til okkar áður og nú förum við yfir þetta. Ef til aðgerða kemur þá er eina úrræði okkar að tilkynna til lögreglunnar.“ Sigurður Einarsson, rekstrarstjóri Hagkaupa, bendir á að viðkomandi vara sé lögleg. „Við erum smásali sem selur þrettán þúsund tegundir af mat- vöru og þessi vara er sam- kvæmt okkar upplýsingum lögleg til sölu og bara bragð- auki í súpur og sósur,“ segir Sigurður. Ari Matthíasson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ, bendir á að viðkomandi vara í Hagkaupum sé freisting á stað þar sem síst skyldi. Hann telur líkur á því að slíkt geti ögrað einstak- lingum sem glími við áfengisvanda. „Ég hef grunsemdir um að þeir sem vilja komast í áfengi á annað borð fái þarna kjörið tækifæri og muni ekki eingöngu nota þetta til eldunar," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri SÁÁ. .. chzt i. chv ^ACJONA V IMACAJNA - •eoportwbö Hann bendir á að hingað til hafi kökudropar verið notaðir af þeim sem í miklum vanda eiga. „Þegar umbúðir gefa til kynna að um áfengi sé að ræða þá er ósjálfrátt verið að hvetja til aukinnar vín- drykkju,“ segir Ari. Áðspurður segist Rafn þeirrar skoðunar að styrkleiki vörunnar veki furðu. „Eins og þetta hljómar e r hér verið að bjóða upp á sterka vín- flösku. Þetta er hins vegar flokkað sem matvara og því í raun ekki brot á áfengislögunum,“ segir Rafn. „Miðað við áfengismagnið ætti viðkomandi samkvæmt áfengislögum að hafa vínveitinga- leyfi. Áfengisverslun ríkisins hefur einkasölu á slíkri vöru og eina undanþágan sem ég þekki eru kökudroparnir í litlu flöskunum.“ Böm styöja börn Utanríkisráherra, Valgerður Sverrisdóttir, kynnti þróunarverkefni í Úganda og Malaví sem kallast Börn styðja börn í Mýrarhúsaskóla í gær. Verkefnið gengur út á að sérhvert grunnskólabarn á Islandi styrki eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví um skólamáltíö alla skóladaga ársins næstu tvö árin og greiðir ríkið 110 milljónir króna á ári, eða 220 millj ónir samtals til verkefnisins. Skólabörn í Mýrarhúsaskóla fengu að spyrja utanríkisráðherrann og fleiri út í verkefnið á kynningarfundinum. » SÍða 66 Hávaxin Cat Cat Deeley úr þáttunum So You Think You Can Dance mun prýða forsíðu Vogue í fyrsta tölublaðinu 2007. Þetta hávaxna nýstirni mun vera kærasta George Clooneys. VEÐUR » siða 2 I BÍLAR Slydda Él norðantil en léttskýjað syðra, vindur verður suð- austlægari með slyddu sunnanlands og él við norð- urströndina. Hiti 1 til 4 stig sunnanlands. %/?//>/rrj/r) icelandic FISH & CHIPS lcelandic fish & chips organic bistro VIÐ HÖFUM OPNAÐ Tryggvagötu 8 S. 511 11 18 Opið frá 11-21 Verið velkomin 14.des er síðasti öruggi skiladagur ■ á jólakortum til Evrópu! PÓSTURINN www.postur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.