Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

blağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Fylgirit:

Orğlaus


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
blağiğ

						konan@bladid.net
Ný klæði
Nú er tímabil árshátíða og annarra vinnuskemmt-
ana og því tilvalin afsökun til að kaupa sér fínan
kjól eða annað glingur. Hví ekki að nota tækifærið
og bæta við fataskápinn?
blaöiö
Sanngirni
Oft heyrist sú gagnrýni á konur að launamismunur kynjanna sé þeim
sjálfum að kenna, þær sækist ekki eftir hærri launum og séu ekki nægilega
aðgangsharðar. Er ekki tilvalið að afsanna það, arka inn á skrifstofu yfir-
mannsins og krefjast sanngjarnra launa, óháð kyni?
Barnungar
mæður í Úganda
Félagið Alnæmisbörn heldur sinn
þriðja aðalfund í dag klukkan 16:30
í Orkugarði, Grensásvegi 9.
Alnæmisbörnvarstofnað22.mars
2004 að frumkvæði Erlu Halldórs-
dóttur mannfræðings meðal annars
til að styðja við starf hennar fyrir
munaðarlausar stúlkur í Úganda og
börn þeirra. Erla stofnaði kertagerð
.Candle Light Foundation" í Kamp-
ala árið 2001 og frá stofnun þess
hafa 160 stúlkur notið aðstoðar þar.
Erla lést langt um aldur fram í árs-
lok 2004 og síðan hefur félagið með
góðum stuðningi ættingja og vina
Erlu haldið áfram starfi hennar.
Menntun til framtíðar
Candle Light tekur við foreldra-
lausum ungum stúlkum af götunni
og stúlkur með börn á framfæri
ganga fyrir auk þess sem sumar
eru einnig með systkini á framfæri.
Stúlkunum er hjálpað til að fá hús-
næði eða finna ættingja sína. Þær
fá endurhæfingu, vinna í kerta-
gerðinni og fá peninga fyrir auk
þess sem þar er einnig barnapöss-
un. Síðan fá stúlkurnar tækifæri
til að afla sér menntunar, margar
stúlknanna fara í verklegt nám í
verkmenntaskólum og aðrar í fram-
haldsskóla. Einnig hafa verið haldin
verkleg námskeið hjá Candle Light
aðallega í saumaskap, tölvufærni
og öðru handverki með styrk frá
Alnæmisbörnum. f rannsókn sem
gerð var hjá Candle Light á síðasta
ári af Sigríði Baldursdóttir, masters-
nema í mannfræði við Háskólann í
Stokkhólmi, kom fram að Candle
Light hefur haft gríðarleg áhrif á líf
stúlknanna þar sem þær fá mennt-
un og kunnáttu til framtíðar.
Eigin rekstur
Næsta verkefni Alnæmisbarna er
að stofna svokallaðan smálánasjóð
en það er mikilvægt að
fylgja stúlkunum eftir þegar þær
fara frá Candle Light og styðja þær
í að byrja nýtt líf. Erfitt er að fá
vinnu í Úganda og því er mikilvægt
að hafa menntun og verkkunnáttu
sem hægt er að nota til að skapa sér
sjálfstæða afkomu. Smálánasjóður-
inn er ætlaður til að lána stúlkunum
til að hefja eigin rekstur, til dæmis
með kaupum á saumavélum eða hár-
greiðsluverkfærum. Jafnframt því
að fá lán er veitt fræðsla um rekstur
og fjármál. Frekari upplýsingar um
starf Alnæmisbarna og aðalfund-
inn má finna á www.hiv-born.is
Létturog
heilbrigður líkami
- kíktu inn á metasys.is   J
metasys.is
YOGASTOÐIN HEILSUBOT
Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03
YOGA   YOGA   YOGA   YOGA   YOGA
Líkamsæfingar, öndunar-
æfingar, slökun og hug-
leiðsla.
Morgun-, hádegis-,
síðdegis- og kvöldtímar.
Sértímarfyrirbyrjendurog     —t>é7—
barnshafandi konur.        www.yogaheilsa.is
NÝTT! Astanga yoga
Jvyjar vörur
á Ceíðínní
JyjýmíngarsaCa á
6útasaumefnum
400-1000 fir. ám
Diza
Laugavegi 44 . S: 561-4000 • www.diza.is
Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram
Leyndin verri
en ofbeldið
Eftir Svanhviti Ljósbjörgu Guðmundsd.
svanhvit@bladid.net
Það var nóg að gera hjá Sigríði
Björnsdóttur, framkvæmdastjóra
Blátt áfram, þegar Blaðið hafði
samband við hana en Blátt áfram
er að vinna i nýrri auglýsingaher-
ferð. Aðspurð hvort herferðin
muni vekja eins mikið umtal og
síðasta herferð Blátt áfram segir
Sigríður að það geti alveg verið. „1
þessari herferð erum við að minna
fólk á að kynferðislegt ofbeldi ger-
ist nær þér en þú heldur," segir Sig-
ríður og bætir við að það sé sífellt
meiri umræða um kynferðislegt
ofbeldi í samfélaginu. „Það sem
er brýnast núna er fyrst og fremst
að byrja fræðsluna snemma, að
allir skólar og leikskólar séu skyld-
aðir til að vera með fræðslu fyrir
börnin. Það er hægt að fræða börn-
in um hvað má og hvað má ekki,
hvað sé góð og slæm snerting og
þá erum við að hjálpa þeim að
vera betur í stakk búin til þess
að takast á við hluti sem munu
koma upp í þeirra umhverfi. Kyn-
ferðislegt ofbeldi gerist oftast inni
á heimilinu og börnin fá ekki
alltaf fræðslu þar. Fræðslan verð-
ur því einnig að koma utan frá."
„Að halda leyndarmál í
einhvem tíma getur verið
verra en ofbeldið sjálft. Því
fyrrsem við fáum bómin
til að segja frá þvíbetra."
Góðar og slæmar snertingar
Auk þess að undirbúa auglýsinga-
herferð er Sigríður að fylgja eftir bók
sem Hagkaup gaf út í samstarfi við
Blátt áfram en hún fjallar um „Mína
einkastaði. Bókin er tæki til að kenna
og leiðbeina börnum um líkama
þeirra og hvernig snerting er í lagi
og hvað á að gera ef einhver snertir
einkastaði þeirra. „Við höfum fengið
mjög góðar móttökur og frábær við-
brögð frá foreldrum. Ég hef meira að
segja heyrt að konur sem eiga ekki
börn kaupi bókina. Mér finnst þetta
meiriháttar en ástæðan fyrir því að
við gáfum út þessa bók er sú að fólk
vantaðiverkfæri.Allurágóðibókarinn-
ar rennur til Blátt áfram en Hagkaup
sá um prentun og útgáfukostnað auk
þess sem Hagkaup gaf öllum leikskól-
um landsins eina bók," segir Sigríður
sem heldur venjulega þrjá til fjóra fyr-
irlestra í viku. „Unglingar taka þessari
umræðu vel og spyrja margra spurn-
inga. Ég hef fyrirlestrana á léttum
nótum svo þeir séu ekki háalvarlegir.
Ég er opinská, tala sérstaklega út frá
minni reynslu og hvað mér hefur þótt
vanta í fræðslu um samskipti. Oftar
en ekki er einhver unglingur sem opn-
ar sig og segir frá sinni reynslu eftir
þessar heimsóknir og það sama gerist
þegar við tölum við fullorðna."
Þvífyrrþvíbetra
Sigríður segist finna fyrir miklum
breytingum í kjölfar fræðslu um kyn-
ferðislegt ofbeldi. „Við erum rétt að
byrja og ef við höldum fræðslunni
áfram jafnt og þétt þá sjáum við virki-
legar breytingar. Því meiri fræðsla
því meiri viðbrögð og þá þarf kerfið
að vera tilbúið að taka á móti öllum
þessum börnum og málum sem
munu koma upp. Ríkið og félagsmála-
ráðherra þurfa því að veita meira fé í
þennan farveg til að taka á móti þeim
málum." Aðspurð hvort það skipti
miklu fyrir þolendur kynferðislegs of-
beldis að segja frá ofbeldinu segir Sig-
ríður að það skipti mestu máli. „Að
halda leyndarmál getur verið verra
en ofbeldið sjálft. Því fyrr sem við
fáum börnin til að segja frá því betra.
Ef þau segja ekki frá þá brýst þetta út
á einn eða annan hátt þegar þau eru
orðin eldri, í andlegu, líkamlegu eða
sálrænu áfalli."
<U4Wl€#&
Silvía Nótt Sæmundsdóttir
Aldur: 22 ára  Starfsheiti: Selebrity I Recording artist
1. Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú varst lítil?
Bara eitthvað ógeðslega kjúttlegt.
2.Efekkihér,hvarþá?
Kannski bara í himnaríki, ég held
samt að það sé ekki góð lykt þar.
Fullt af einhverju dauðu folki þar,
bara eitthvað að rotna á fullu í góðu
chilli.
3. Hvað er kvenlegt?
Að vera ógeðslega sæt.
4. Er munur á körium og konum
og ef svo er hver er hann?
Stelpur eru með pjöllur og
strákar eru með tippaling.
5.Erfullujafnréttináð?
Ég veit ekki, ég er ekkert mikið að
spá í svona pólitík með pissulykt af
hárinu eins og sumar stelpur.
6. Hvað skiptir þig mestu í lífinu?
Kannski bara ég sjálf, ég er svo mik-
ið krútt.
7. Helstu fyrirmyndir?
Mér fannst ísöldin 1 rosa góð en
verð samt að segja að mér finnst
HappyFeetbesf.
8. Ráð eða speki sem hef-
ur reynst þér vel?
Veit ekki, bara eitthvað fínt.
9.Úppáhaldsbók?
Bækur eru fyrir lúða sem fara aldrei
neitt nema með mömmum sínum í
IKEA að kaupa ís.
10. Draumurinn minn?
Bara eitthvað ógeðslega kjúttlegt.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12
Blağsíğa 13
Blağsíğa 13
Blağsíğa 14
Blağsíğa 14
Blağsíğa 15
Blağsíğa 15
Blağsíğa 16
Blağsíğa 16
Blağsíğa 25
Blağsíğa 25
Blağsíğa 26
Blağsíğa 26
Blağsíğa 27
Blağsíğa 27
Blağsíğa 28
Blağsíğa 28
Blağsíğa 29
Blağsíğa 29
Blağsíğa 30
Blağsíğa 30
Blağsíğa 31
Blağsíğa 31
Blağsíğa 32
Blağsíğa 32
Blağsíğa 33
Blağsíğa 33
Blağsíğa 34
Blağsíğa 34
Blağsíğa 35
Blağsíğa 35
Blağsíğa 36
Blağsíğa 36
Blağsíğa 37
Blağsíğa 37
Blağsíğa 38
Blağsíğa 38
Blağsíğa 39
Blağsíğa 39
Blağsíğa 40
Blağsíğa 40