blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1
Botnleðja lifir „Viö höfum reynt aö koma : saman einu sinni í viku,“ k segir Haraldur Gíslason, trommuleikari hinnar fornfrægu Botnleðju. * Sveitin vinnur aö nýju efni. Slakar á Unnur Birna Vilhjálmsdóttir verður í Fljótshlíð um helgina. „Ég fer snemma í fyrramálið og ætla að slappa vel af. Fæ kannski ein- hverja vini í heimsókn og reyni að gera gott úr þessu." Sest á skólabekk Samúel Örn Erlingsson hefur verið á öldum Ijósvakans í 25 i ár en stendur nú á tíma- I mótum í lífi sínu. Hann er að A hætta hjá RÚV og hyggst r setjast á skólabekk. ORÐLAUS» 100. tölublað 3. árgangur föstudagur 1. júní 2007 FRJALST, OHAÐ & Líffæragjafakort hafa ekki lagalegt gildi: Geta hunsað vilja látinna ■ Ættingjar geta sagt nei ■ Biðtími eftir nýrum ■ Lögin úrelt Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Fjölskylda látins einstaklings getur neitað líffæra- gjöf þrátt fyrir að sá hafi fyrir andlátið orðið sér úti um líffæragjafakort hjá landlæknisembætt- inu. Kortin hafa ekki lagalegt gildi. Þetta segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum. Ekki er til nein skrá yfir þá sem vilja gefa líf- færi þegar dauða ber að höndum, samkvæmt upp- lýsingum frá landlæknisembættinu. „Það skortir lagalega umgjörð sem segir að hafi viðkomandi sagt að hann vilji verða gjafi verði hann gjafi al- veg sama hvað aðstandendur segja,“ greinir Run- ólfur frá. Slík lagaákvæði séu enn sem komið er bara í lögum um ígræðslu í Belgíu og Austur- ríki. „1 lögum um ígræðslu sem sett voru hér 1991 segir að ef viðkomandi hefur ekki sagt að hann vilji gefa líffæri er gert ráð fyrir að hann vilji það ekki.“ Niðurstöður rannsóknar um líffæragjafir á ís- landi 1992 til 2002 sýndu að í 39 prósentum tilvika hafna aðstandendur beiðni um líffæragjöf úr ný- látnum ættingja. Það er mat Runólfs að færri hafni nú slíkri beiðni. Hann segir líffæragjafir úr látnum hafa verið 6 árið 2006 en þar áður 2 til 3 á ári. ^ Þriggja ára ökumaður: Endaði á vegg eftir fjörutíu metra akstur Breytt leiðakerfi Strætó nær ókynnt Á sunnudagsmorgun munu strætis- vagnar höfuðborgarsvæðisins byrja að ganga eftir nýju leiðakerfi og nýjum tímatöflum. Kerfið hefur ekki verið kynnt utan þess að ný leiðaþók fór á biðstöðvarnar í gær. „Allar upplýsingar munu koma inn á vefinn um helgina," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. FRÉTTIR » 12 Þrjú ár fyrir að valda dauða Hæstiréttur dæmdi í gær Loft Jens Magnússon til þriggja ára fangelsis- vistar fyrir líkamsárás í desember árið 2004 sem leiddi til dauða Ragnars Björnssonar. Árásin átti sér stað á veit- ingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ, þar sem Loftur sló Ragnar í hálsinn með þeim afleiðingum að blæddi inn á heila hans. Bæturnar nema 12 milljónum króna. FRÉTTIR »2 Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar þriggja ára drengur, Freyr Þrastarson, setti bíl foreldra sinna í gír með þeim afleiðingum að bíllinn rann niður brekku og yfir Hvaleyrarveg, sem er aðalbraut með umferð í báðar áttir. Hann rann svo niður aðra brekku og end- aði á húsvegg eftir um 40 metra bíl- túr. Bíllinn er líklega ónýtur. „Freyr var með pabba sínum í garðinum þegar hann læddist upp í bílinn og setti hann í gír,“ segir Hrund Finn- bogadóttir, móðir Freys. Bílnum var lagt við Ásbúðartröð. ,,Ég vil sjá að sett verði upp vegrið sem skilur Ásbúðartröð frá brekk- unni. Börn rúlla oft niður brekkuna eða stökkva á hjólum á kantinum og enda á Hvaleyrarvegi þar sem mikil og hröð umferð er.“ Hrund segir að hún hafi haldið að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en eftir 15 ár að Freyr eyðilegði bíl foreldra sinna. Freyr sjálfur segist hins vegar aldrei ætla að keyra aftur. Grikklands, takk Kathleen Searles, 89 ára ekkja frá Suffolk í Bretlandi, valdi sér heldur óhefðbundinn fararskjóta er hún fór í draumaferð sína til Grikklands með vinkonu sinni. Hún er ekki mikið fyrir að fljúga og þess í stað hringdi hún í leigubíl. Ferðin til Grikklands tók 3 daga og komu þær meðal annars við í Calais í Frakklandi, Miinchen og Belgrad. Heimleiðin var öllu lengri eða 5 dagar þar sem þær komu meðal annars við í Búdapest, Linz og Frankfurt. Alls kostaði ferðin 2 þúsund pund, um 245 þúsund íslenskar krónur, og segir Searles að hún hafi verið hverrar krónu virði. „Mér er illa við flugvelli og þoli ekki að láta ýta mér í hjólastólnum,“ sagði Searles. Hefð- bundið flugfar með lággjaldaflugfé- lagi kostar rúmar 7 þúsund krónur. Banki Krónur Kaupþing 12 Glitnir 13 Sparisjóðirnir 13 Landsbankinn 13 Verð á debetkortafærslum Upplýsingar frá Neytendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % SS USD 61,70 -0,62 ▼ i§!§i GBP 121,95 -0,60 ▼ S5 DKK 11,15 -0,44 ▼ • JPY 0,51 -0,73 ▼ BH EUR 83,07 -0,44 ▼ GENGISVÍSITALA 112,57 -0,49 ▼ ÚRVALSVÍSITALA 8.168,37 0,10 A VEÐRIÐ í DAG VEÐUR » 2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.