Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęndablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęndablašiš

						20-21
32 íslenskir bændur 
opna dyr sínar 
almenningi
24
Yfirlit yfir hátíðir 
hins íslenska 
sumars
13. tölublað 2008  Þriðjudagur 8. júlí  Blað nr. 286  Upplag 17.000
16
Býflugnarækt er 
flókin búgrein, nú á 
Austurlandi
Afar misjafnt útlit er með hey-
skap á Norður- og Austurlandi. 
Ingvar Björnsson hjá Búgarði 
á Akureyri sagði í samtali við 
Bændablaðið að sprettan í Eyja-
firði væri góð en misgóð austur 
um. Sprettan væri þokkaleg í 
Reykjadal og Þingeyjarsveit. 
Það hefði verið ágæt sprettutíð í 
vor, bæði í Skagafirði og  Eyjafirði, 
þar væri fyrra slætti almennt lokið 
og útlit fyrir að bændur gætu slegið 
þrisvar í sumar. Nú væri byrjað að 
rigna á Norðurlandi og væri það vel 
því tún hefðu verið orðin mjög þurr 
víða og hægt hefði á sprettunni, en 
nú tæki hún við sér enda spáð hlýn-
andi um helgina (5. og 6. júlí) og 
þeir sem ekki hefðu þegar byrjað 
slátt myndu fara á fulla ferð.
Ekki byrjað að slá
Sigurður Þór Guðmundsson, ráðu-
nautur á norðausturhorni landsins, 
sagði að á sínu svæði væri heyskap-
ur ekki hafinn. Það væri ekki venjan 
á þessu svæði að hefja slátt fyrr en í 
byrjun júlí og svo bættist nú við að 
spretta væri ekki meira en sæmileg. 
Sigurður sagði að á Norð-Austurlandi 
hefði verið rigning og kuldi í viku til 
10 daga, en veðurspáin væri nú þann-
ig að menn færu að hefja slátt.
Hætta á að tún spretti úr sér
Rúnar Ingi Hjartarson hjá Búnað-
arsambandi Austurlands sagði að 
nokkrir bændur væru byrjaðir að 
slá en fæstir komnir langt. Nokkrir 
kúabændur hefðu náð upp nokkru 
af heyi fyrir viku til 10 dögum. Hjá 
þeim sem ekki heyjuðu væri útlit-
ið tvísýnt því nú væri óþurrkur og 
spáin þannig fram að helgi (5. og 
6. júlí) og hætta væri á að grasið 
sprytti úr sér.
Rúnar sagði tíðarfarið hafa verið 
nokkuð sérkennilegt í ár. Það hefði 
aldrei komið neitt vor á Austurlandi 
en sumarið svo brostið á með krafti 
og grasspretta verið góð. En svo 
hefði komið óþurrkatíð og kuldi 
og sagði Rúnar að í raun vantaði 
bara hita á Austurlandi því það 
hefði rignt mun meira þar en menn 
ættu að venjast. Nú vantaði bara að 
það kæmi þurrkur og hiti, annars 
væri hætta á lélegu, úr sér sprottnu 
grasi.    S.dór
Sjá um þroska túngrasa á bls. 10
Misjafnt útlit með heyskap á Norður- og Austurlandi
Bændablaðið 
í sumarfrí
Þetta tölublað er síðasta blað 
fyrir sumarfrí Bændablaðs-
ins. Næst mun blaðið birtast 
lesendum sínum laugardag-
inn 23. ágúst á Landbúnað-
arsýningunni á Gaddstaða-
flötum.
Skrifstofur Bændasamtaka 
Íslands verða einnig lokaðar 
vegna sumarfría dagana 21. júlí 
til 1. ágúst.
Bændablaðið óskar lesend-
um sínum ánægjulegs sumars.
Dilkakjötsframleiðsla
Útflutnings-
skyldan 28%
Hlutfallið óbreytt 
allt tímabilið
Á fundi Markaðsráðs kinda-
kjöts þann 3. júlí sl. var 
samþykkt að leggja til við 
stjórn Bændasamtakanna og 
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra að útflutnings-
skylda á dilkakjöti verði 28% 
í komandi sláturtíð. Tillagan 
gerir ráð fyrir því að sama 
hlutfall gildi allt tímabilið en 
verði ekki breytilegt eins og 
verið hefur undanfarin ár. 
Þetta er síðasta árið sem 
útflutningsskylda verður á 
dilkakjöti en samkvæmt gild-
andi búvörulögum fellur hún 
niður 1. júní 2009. Þetta gildir 
bara um dilkakjöt, en kjöt af 
fullorðnu er ekki háð útflutn-
ingsskyldu. Sjávarútvegs- og 
landbúnaðarráðherra og stjórn 
Bændasamtakanna þurfa að 
staðfesta tillöguna til þess að 
hún öðlist gildi. 
Í september sl. ákvað Mark-
aðsráð sumarálagsgreiðslur 2008. 
Þær verða eftirfarandi: Í vikum 
23-32 verða greiddar kr. 1.100 
á dilk, Í viku 33 kr. 800, í viku 
34 kr. 500 og í viku 35 kr. 200. 
Greiðslur falla niður í viku 36. 
Landsmót hestamanna stóð yfir á Gaddstaðaflötum við Hellu alla síðustu viku. Hvassviðri lék mótshaldara 
grátt til að byrja með, en svo rættist úr veðrinu og mótið var allt hið glæsilegasta. Á myndinni er Rakel Nathalie 
Kristinsdóttir, einn af ungum afreksknöpum sem tóku þátt í glæsilegri hópreið 500 hrossa við setningu mótsins. 
Hesturinn heitir Leiknir frá Skarði. Bændablaðsmynd: Hulda G. Geirsdóttir
? Sjá myndaopnu frá Landsmótinu inni í blaðinu á blaðsíðum 12-13
Garðyrkjubændur:
Hafna ósk BÍ um notk-
un á fánaröndinni 
Unnið hefur verið að því að koma 
á samræmdri upprunamerkingu 
á íslenskum búvörum. Á vegum 
Bændasamtakanna, í samráði við 
búgreinar, hefur verið stefnt að 
því að gera fánarönd Sambands 
garðyrkjubænda og vörumerki 
sambandsins að merki fyrir 
íslenskar landbúnaðarafurð-
ir. Formlegt erindi var sent frá 
Bændasamtökunum til garð-
yrkjubænda þar sem leitað var 
eftir samvinnu um notkun fána-
randarinnar. Stjórn Sambands 
garðyrkjubænda hafnaði hins 
vegar ósk Bændasamtakanna 
og í svari þeirra segir að slíkt 
fyrirkomulag tryggi betur hags-
muni garðyrkjubænda. 
Þórhallur Bjarnason, formað-
ur Sambands garðyrkjubænda, 
segir að meginástæðan fyrir 
ákvörðun SG um að hafna ósk 
Bændasamtakanna sé ótti við mis-
notkun á fánaröndinni. ?Við höfum 
lagt mikla vinnu og fjármagn í að 
byggja upp vörumerkið og erum 
ekki tilbúnir að taka þá áhættu að 
útvíkka skírskotun þess. Því er 
ekki heldur að leyna að innan land-
búnaðargeirans eru fyrirtæki sem 
garðyrkjubændur hafa barist við í 
gegnum tíðina, fyrirtæki sem hafa 
gefið til kynna að um íslenskar 
vörur væri að ræða þegar þær eru 
í raun erlendar,? segir Þórhallur og 
á þar m.a. við sölu á erlendu græn-
meti sem skolað er upp úr íslensku 
vatni eða merkt með íslensku letri 
á umbúðum.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka 
sauðfjárbænda, hefur stýrt und-
irbúningsvinnu Bændasamtakanna 
vegna samræmdra vörumerkinga 
á íslenskum landbúnaðarvörum. 
Hann sagði í samtali við blaðið að 
vissulega sé leitt að afstaða garð-
yrkjubænda væri á þessa leið. ?Ég 
tel að það hefði verið farsælast 
fyrir landbúnaðinn í heild sinni að 
sammælast um eitt merki. Nú þurf-
um við að leita nýrra leiða en það 
er ljóst að þessi niðurstaða tefur 
framgang málsins.? 
Megintilgangur samræmdra 
merkinga er að tryggja neytendum 
upplýsingar um íslenskan uppruna 
landbúnaðarvara.   
TB
Líf og fjör á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39