Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 92
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR52 lifsstill@frettabladid.is KYNLÍF Ég fór í vettvangsferð í vikunni. Markmiðið var að kanna vöruúrvalið og þjónustuna í kyn- lífstækjaverslunum. Kynlífstæki eru ekki eingöngu leikföng unga fólksins sem horfir á klám, því tækin geta aðstoðað þá sem aldrei hafa fengið fullnægingu og einnig þeim sem geta ekki full- nægt sér sjálfir, t.d. vegna fötlunar eða sjúkdóma. Í góðum dótakassa má því finna mikla hagræðingu með því að upplifa fullnægingu og í því að stytta fullnægingartíma, enda er það meðal annars ástæða þess að tólin voru fundin upp fyrir aldamót seinustu aldar. Ef ég ætti að taka til byrjenda- dótakassa þá myndi hann innihalda smokka, sleipiefni, egg, titrara, typpahring og olíu. Það skiptir ekki máli hvort þú sért stelpa með stelpu, strákur með stelpu eða strákur með stráki. Þetta dót virkar á alla kanta. Þessir hlutir væru ágætis byrjun á dótasafni og svo mætti prufa sig áfram og bæta við í kassann eftir löngun. Hlutirnir eru mjög misjafnir í gæðum og sleipiefni er ekki það sama og sleipiefni. Því þarf oft að prufa sig áfram með þau. Það á að vera hægt að biðja um prufur í búðunum og endilega nýttu þér það. Þá er titringur missterkur eftir eggjum og titrurum, svo fáðu að prófa tækin. Sumir vilja meira en aðrir minna. Titrarar eru oft útbúnir mörgum stillingum, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Var ég kannski að lýsa aðstæð- um sem innan við eitt prósent þjóðarinnar gætu hugsað sér að vera í? Er það að fara og kaupa sér kynlífstól og gera gæðasamanburð ekki eins og að máta þægilega skó í verslun? Ég vann í kynlífstækjaverslun samhliða námi mínu í Ástralíu. Sú búð lagði áherslu á að þjónusta við- skiptavinina og láta þeim líða vel. Í því fólst ráðgjöf um val tóla og heimsending þeirra. Þú einfaldlega hringdir í búðina eða sendir tölvu- póst og tilgreindir hvað þig langaði að prufa og svo var það okkar sér- fræðinganna að finna eitthvað við hæfi. Svona þjónustu vantar hér á Íslandi. Ég ræddi þetta um daginn á Hrafnistu þegar ég var með fyrir- lestur þar, en kynlífstól eru kjörin viðbót í kynlífsflóru eldri borgara. Í Ástralíu er ráðgjöf um kynlífs- tæki hluti af starfi margra kyn- fræðinga, en svo virðist ekki vera hér. Enda eru fullnægingar svo mikið einkamál, eða hvað? 52 KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Mikilvægi dótakassans AUKNING VAR Á KARLKYNS VIÐSKIPTAVINUM fótsnyrtistofa í Bandaríkjunum á milli ára. Samkvæmt Adeva-stofnuninni voru það helst viðskiptamenn, bankamenn og smiðir sem mættu reglulega á snyrtistofur að láta hlúa að fótum sínum. Snyrtifræðingar segja þá yfir- leitt eiga við svipuð vandamál að stríða og konurnar; þurra húð eða inngrónar neglur. 30% Salsa Iceland hefur komið salsadansi á kortið á Íslandi. Eigendur Salsa Ice- land, ásamt fleirum, standa fyrir dansskemmtun í dag í tilefni af Alþjóðlega dans- deginum á morgun. „Þegar ég byrjaði fyrst að röfla um salsa árið 2003 tengdu flestir það bara við salsasósu. Það hefur þó mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og í dag þekkja flestir salsadans,“ segir Edda Blöndal, sjúkraþjálfari, salsafíkill og einn eigenda Salsa Iceland. Edda stofnaði Salsa Iceland eftir að hafa smitast af salsa bakteríunni í karate-keppnisferða- lögum erlendis. „Árið 2006 byrjaði þetta fyrir alvöru hjá okkur og við fórum að kenna sjálf,“ segir Edda, en Salsa Iceland er í dag með 16 kennara á sínum snærum og kennir salsa á sex stigum auk annarra latín dansa. Á fimmtudags kvöldum bjóða þau upp á ókeypis salsakvöld með ókeypis prufutíma fyrir byrj- endur á Thorvaldsen og þar hittist fólk og dansar saman fram eftir kvöldi. „Það er svo gaman við þetta að það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri að mæta,“ segir Edda og bætir við að dansinn sé aðgengilegur hverjum sem er. „Fæstir sem koma á nám- skeið eru einhverjir danssérfræð- ingar og það er ekki nauðsynlegt að mæta í pörum,“ segir hún. Aðsókn herra hefur aukist mjög að undanförnu og að sögn Eddu er alltaf passað upp á kynjahlut- föll á námskeiðunum „Við bjóðum til dæmis herrum að endurtaka námskeið sem þeir hafa tekið, sér að kostnaðarlausu. Þannig hjálpa þeir okkur með kynjahlutföllin og fá jafnframt tækifæri til að æfa sig betur, enda ekki lítið verkefni að læra að stýra þessum íslensku konum,“ segir Edda og hlær. Í dag, laugardag, mun Salsa Iceland standa fyrir dansdegi í stúdíói sínu að Grensásvegi 12a í samstarfi við Háskóla- dansinn, Tangóævintýrafélag- ið, Lindy Ravers og Salsa Maf- íuna. Dagurinn er haldinn í tilefni Alþjóðlega dansdagsins sem er 29. apríl ár hvert. „Við verðum með dagskrá í gangi allan daginn sem endar svo með hörkuballi um kvöldið,“ segir Edda og bætir við að þátttaka sé fólki að kostnaðar- lausu. Allar nánari upplýsingar um daginn og Salsa Iceland má finna á heimasíðu þeirra, www.salsaicel- and.is. tinnaros@frettabladid.is Fólk byrjað að þekkja salsadans frá salsasósu SALSAFÍKILL Edda segir kveikjuna að Salsa Iceland hafa verið þá að henni fannst vanta samfélag hérlendis fyrir fólk að hittast og dansa saman. SALSAKVÖLD Vikulegu salsakvöldin á Thorvaldsen hafa verið að slá í gegn og yfirleitt á milli 80 og 100 manns sem mætir á þau. DÓTAKASSINN Sigga Dögg skrifar um mikilvægi þess að prófa sig áfram með hin ýmsu hjálpartæki ástarlífsins. NORDICPHOTOS/GETTY KOMIN Í KILJU! LOKSINS FÁANLEG AFTUR! Við erum afskaplega spennt yfir nýjum áfangastöðum okkar í sumar og hlökkum til að taka flugið til Edinborgar í Skotlandi og hinnar rammþýsku Kölnar. Þessar tvær hafa allt til brunns að bera – og ef þú vilt fara lengra, þá erum við með bílaleigubílinn fyrir þig. Nánar á www.icelandexpress.is Tvær góðar! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is afsláttur af bílaleigubílum fyrir árið 2012 sem eru bókaðir í apríl 5%Skráðu þig ínetkúbb Iceland Express og fylgstu með nýjustu fréttum og tilboðum frá okkur. Finndu okkur á Facebook! F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.