Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Karlmenn 18. október 2012 245. tölublað 12. árgangur KARLMENNFIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 KynningarblaðGleraugu, sjónvarpspakkar, karladekur, mannasiðir, hreyfing og karlaklúbbar. INDÍÁNASTELPA Á myndinni er Svanhildur í uppáhaldsflíkinni sinni, gollu úr Forynju. „Það er alltaf jafn þægilegt að fara í hana, hún er einmitt í mínum stíl og er hlý en ekki of þykk.“ MYND/STEFÁN Svanhildur Steinarrsdóttir hefur lengi haft áhuga á hvers kyns hönnun og handavinnu. „Mér hefur alltaf fundist gaman að mála og teikna og hef gert mikið af því frá því ég var lítil. Í framhaldsskóla fór ég að hafa áhuga á tísku og þá fór ég að sauma og breyta fötum,“ segir Svanhildur. Hún segist vera með fjölbreyttan og persónulegan stíl sem eigi t í mig og list þeirra, hvernig þeir skreyta sig með hlutum úr náttúrunni.“ Svanhildur hefur verið að taka að sér ýmis verkefni, svo sem förðun fyrir ljósmyndir og málverkagerð. „Ég set myndir af verkunum inn á bloggsíðuna mína, Svanhildursteinarrs.blogspot. com. Ég er að safna í möppu sem ég get notað þegar ég hef fundið út hvað mig PÖNK OG INDÍÁNARHÖNNUN OG HANDAVINNA Fatastíll Svanhildar Steinarrsdóttur er sóttur í bæði pönk- og indíánamenningu. Hún hannar bæði föt og skartgripi. RÓMANTÍK Í LOFTINU Brúðarkjólasýning fyrir árið 2013 fór fram í New York í vikunni. Þar sýndi meðal annars Vera Wang sem hefur snúið aftur til rómantíska útlitsins. Sýndir voru blúndu- og pallíettuskreyttir, glæsilegir brúðarkjólar sem tilvon-andi brúðir geta skoðað á netinu og fengið hugmyndir. Teg 4457 - í stærðum B,C,D á kr. 5.800,- aðhaldsbuxur í stíl á kr. 2.995,- GAMLI GÓÐI Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rafknúnir lyftihægindastólar Krakka dagar 18.–21. okt. í kvöld Opið til 21 TÓNLIST „Hann lofar skemmtilegum tónleik- um og ég er alveg viss um að þetta verð- ur ógleymanlegt fyrir tónleikagesti,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtæk- inu Reykjavík Rocks. Fyrirtækið stendur fyrir tónleikum bandaríska leikarans og tónlistarmannsins Davids Hasselhoff á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. David Hasselhoff, sem fagnaði sextugs- afmælinu sínu í sumar, er einna þekktast- ur fyrir hlutverk sitt sem strandvörðurinn Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þáttaröðin naut mikilla vinsælda víða um heim á tíunda ára- tugnum og var Ísland engin undan- tekning. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleika- þáttunum America‘s Got Talent og Britain‘s Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra. Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngv- arann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. - áp / sjá síðu 58 Strandvörðurinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi í febrúar: Spenntur fyrir íslenskum dönsurum Snerpa og þolinmæði Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason kennir japanskar skylmingar. popp 58 Pönkaður indíáni Svanhildur Steinarrsdóttir hefur öðruvísi fatastíl en margir aðrir. Hún fær innblástur frá pönki og indíánum. HEILBRIGÐISMÁL Hver sjúklingur á sérhæfðu endurhæfingardeild- inni á Kleppi kostar Landspítalann um 81 þúsund krónur á dag, sam- kvæmt upplýsingum frá fjármála- stjórn geðsviðs. Tveir sjúklingar hafa beðið eftir búsetuúrræði utan spítalans í meira en ár. Alls eru sjö endurhæfðir ein- staklingar á deildinni sem komast ekki út af Kleppi vegna skorts á úrræðum, þar af hafa fimm beðið í meira en sex mánuði. Því má ætla að kostnaður vegna sjúklinga sem hafa lokið meðferð á Kleppi en sitja þar fastir nemi allt að 112 milljónum króna fyrir spítalann. Biðlistar í Reykjavík eru afar langir, þótt meira sé um úrræði þar en í nærliggjandi sveitarfélögum, og hafa sumir þurft að bíða þar í tvö ár. Félagsmálayfirvöld í Hafnar- firði, Kópavogi og Árborg ítreka að til standi að fjölga búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Kópavogsbær hefur reglulega óskað eftir því að aðbúnaður verði bættur, en alls eru 40 fatlaðir ein- staklingar á biðlista eftir úrræðum, þar með taldir geðfatlaðir. Félags- og tryggingamálaráðuneytið undir- ritaði yfirlýsingu með Kópavogsbæ í mars árið 2008 þar sem peningum úr Straumhvarfaverkefninu svo- kallaða var lofað til framkvæmda við búsetuúrræði fyrir tólf geðfatl- aða einstaklinga. Ekkert varð þó af framkvæmdunum þar sem fjár- magnið fékkst ekki. Hafnarfjörður hefur hvergi laust húsnæði fyrir fatlað fólk, en unnið er að uppbyggingu búsetuúrræða þar sem stefnt er að þremur slík- um og einu sem ætlað er fólki með þroskahömlun eða geðfötlun. Engin sértæk búsetuúrræði eru fyrir geðfatlaða í Árborg, en félags- málastjórinn Guðlaug Jóna Hilm- arsdóttir segir nauðsynlegt að bæta úr því. Hún bendir á að geðfötluðum hafi fjölgað á Suðurlandi á síðustu misserum, en verið sé að sameina verklagsreglur á öllu svæðinu til að bregðast við vandanum. Þrettán útskrifaðir sjúkling- ar á Kleppi búa nú við óviðunandi aðstæður í nærliggjandi sveitar- félögum og eru því á biðlista eftir sértækari lausnum. Þar af hafa tíu beðið lengur en hálft ár. - sv Sjúklingar á biðlistum hafa kostað Klepp 112 milljónir Fimm sjúklingar sem lokið hafa endurhæfingu á Kleppi hafa beðið í meira en hálft ár eftir húsnæði. Hver sjúklingur kostar um 81.000 krónur á dag. Kópavogur vill reisa fimm íbúðir fyrir geðfatlaða til viðbótar. BJART sunnan og vestan til en lítilsháttar él norðaustanlands. Vindur víða fremur hægur og hiti frá frostmarki að 6 stigum að deginum. VEÐUR 4 2 2 1 0 4 KÓPAVOGUR 10 Á BIÐLISTA HAFNARFJÖRÐUR 5 Á BIÐLISTA ÁRBORG 1 Á BIÐLISTA DAGUR AÐ KVÖLDI KOMINN Það bítur í kinnarnar þessa dagana enda víðast hvar stillt og kalt. Margir eru þeirrar skoðunar að engu síðra sé þó að stunda útivist í slíku veðri heldur en að sumri til. Ekki er síst eftirsóknarvert að fylgjast með baráttu ljóss og skugga þegar kvöldar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FH lagði meistarana FH komst aftur á beinu brautina með sterkum sigri á Íslandsmeisturum HK. sport 54 Hvítlaukur gegn flensu Fjórir valinkunnir einstaklingar deila ráðum við pestum. lífsstíll 50 STJÓRNMÁL „Þetta er rokkrúta Dög- unar. Hún fer um bæinn með hátal- ara og hvetur fólk til að fara að kjósa um helgina,“ segir Rannveig Höskuldsdóttir úr framkvæmda- ráði Dögunar um skilaboð sem ómuðu um Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Nokkuð bar á kvörtunum frá íbúum í hverfinu á Facebook í kringum klukkan níu í gærkvöldi. Þeir töldu hvatningarorðin heldur hávær og óttuðust að áhöfn rútunn- ar mundi raska svefnfriði þeirra yngstu á heimilunum. „Mér finnst nú skrýtið að heyra að þetta skuli vera hávaðamengun fyrir börn fyrir klukkan tíu, en vissulega munum við taka þetta til skoðunar,“ segir Rannveig. Rokkrútan er gerð út í samstarfi við Samtök um nýja stjórnarskrá og hefur verið á ferð um landið undanfarnar vikur. - sh Kvartað yfir háværum áróðri: Hissa ef Rokk- rútan raskaði ró Vesturbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.