Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 1
■oooooooooooooooooooooooooooo -o FJflRDflR ^■í pbstunnn 4. TBL. — 1. ARG. 10. NÓVEMBER 1983 Hættuleg gatnamót endurhönnuö Bæjarráð samþykkti nýlega breytingu á gatnamótum Reykjavíkurvegar við Hjallabraut og Hjallahraun. Breytingin miðar að því að akstur um gatnamótin úr norðri (frá Reykjavík) verði sem einfaldastur. Áður fyrr beygði hægri akrein í Norðurbæinn, en sú vinstri hélt beint áfram. Þetta leiddi af sér óeðlilega mikinn akstur á vinstri akreininni og rugling þegar kom að gatnamótunum. Héðan í frá mun því hægri akreinin halda beint áfram, en jafnframt verður beygt af henni inn í Norðurbæinn. Vinstri akreinin mun enda sem beygjuakrein inn í iðnaðarhverfið. Unnið er að hönnun nýrra umferðarljósa á gatnamótin, og hefur þar verið leitað aðstoðar danskra sérfræðinga. Aðkomuleiðir að verslunum við Reykjavíkurveg eru einnig í endurskoðun, og er það starf unnið af skrifstofu bæjarverkfræðings. í því sambandi má geta þess að eigendur verslana við Reykjavíkurveg leggja mikla áherslu á að aðkomuleiðum að verslununum verði breytt frá því sem lagt hefur verið fram og sjá má á ineðfylgjandi korti. Hver kaupir st. Jósefsspítalann? Væntanleg sala St. Jósefsspítala liefur að vonum vakið nokkra athygli í bænum síöustu vikur og mánuöi. Rcgla St. Jósefssystra sem rekið Itefur spitalann frá stofnun hans 1926 hefur fyrir nokkru ákveðið að liætta rekstri sjúkrahússins og er það því til sölu. Full- trúar seljenda Itafa hafið viðræður við heilbrigðisráðuneytið og enn er óljóst hvernig þeim lyktar og hvað verður um spítalann. Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir að fá að fylgjast meö þessum viðræðum og leggur áherslu á að rekstur spítalans verði áfram á svipuðum grundvelli og nú er og þjóni áfram þörfum Hafnfirðinga fyrst og fremst. Starfsfólk spítalans og sjúkrahússtjórn leggur einnig mikla áherslu á óbreytta stefnu í starfsemi spítalans og bcndir á að ef rekstrinum verði breytt sé hætta á að sú heilbrigðisþjónusta sem við Hafnfirðingar búum við í dag muni skerðast. Þaö hlýtur því að vera mikilvægt fyrir bæjarbúa að stjórn bæjarins haldi fast við yfirlýsta stefnu sína og láti einskis ófreistað til að tryggja Hafnarfirði í kom- andi framtíö þá ágætu þjónustu sem St. Jósefsspítali veitir. Fjarðarpósturinn fjallar að þessu sinni itarlega um málefni St. Jósefsspítala og kynnir starfið sem þar fer fram. (Bls. 4, 5 og 6). Þriggja ára áætlun um uppbyggingu dagvistarstofnana Fjardarf réttir - jólablað o Nú er veriö að vinna að jóla- blaði F'jaröarfrétta, sem ákveð- ið er að komi út í byrjun desem- ber. Að venju verður blaðið byggt upp á hafnfirsku efni, viðtölum, myndum og greinum, auk getrauna og þrauta. Jólablöð Fjarðarfrétta liafa vakið athygli síðustu árin fyrir vandað efni úr nútíö og fortíð, og hefur því tekist aö varðveita ýmislegt sem annars heföi sjálf- sagt falliö í gleymsku. Það er því ósk okkar sem stöndum að útgáfunni að Hafnfirðingar komi á framfæri við okkur efni sem þeir hafa undir höndunin og telja nauðsynlegt að forða frá glötun. Þá eru allar ábendingar um efni vel þegnar. Auglýsendum er bent á að .b'Hll /'ÁSJ liafa samband við útgefendur sem fyrst ef þeir vilja koma aug- lýsingum í jólablaðið. Símar blaðsins eru: 51261 - 53454 - 51298. Því miður verður ólijá- kvæmilegt að gera hlé á útgáfu Fjarðarpóstsins ineðan unnið að að jólahlaði Fjarðarfrétta. <0 o o o o o o <0 o o o o <0 o ~o <0 o o o o o o o o o o o .0 OoOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'ö' o Félagsmálaráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt stefnumörkun I uppbyggingu clagvistarstofnana I bœnum næslu 3 árin. Samþykkt ráðsins var til umfjöliunar í bœjar- stjórn l.þ.m.og varþarsamþykkt. Jafnframt var þar samþykkt að næsti áfangi í byggingu dagvistar- stofnana verði dagheimilisdeild í tengslum við leikskólann við Smárabarð. I samþykkt félagsmálaráðs segir m.a. Staðsetning. Lagt er til að staðsetning dag- vistarstofnana verði dreifð og þjónusta einstakra stofnana fyrst og fremst miðuð við næsta nágr- enni. Með því er annars vegar verið að auðvelda foreldrum og börnum nýtingu dagvistarstofnana og ýta undir foreldrasamstarf. Einnig er þannig komið í veg fyrir óþarflega langar ferðir til og frá dagvistar- stofnunum og verið að tryggja sam- starf og aðstoð við börn og fjöl- skyldur þeirra. Stœrð stofnana og gerð. 1. Að ekki verði byggðar stórar stofnanir, að jafnaði ekki yfir 3 deildir. 2. Að húsnæöi bjóði upp á sveigjanleika í rekstri, svo unnt verði að mæta þeim dagvistarþörf- um, sem brýnastar eru á hverjum tíma. 3. Að hsegt verði að koma við ýmis konar blöndun barna, t.d. aldursflokkablöndun, vistun fatl- aðra barna á almennar dagvistar- stofnanir. 4. Að stöðugt fari fram athugun á húsagerðum og byggingaraðferð- um dagvistarstofnana, með þaö í huga að stytta byggingartíma og gera stofnanir sem hagkvæmastar í byggingu og rekstri. ÁRIÐ 1983 I.okið við leikskóla í Suðurbæ. Undirbúningur hafinn undir dag- vistardeild í Suðurbæ. Kannaðir verði möguleikar á leikskóladeild við Norðurberg. ÁRIÐ 1984 Lokið verði framkvæmdum við leikskóladeild við Norðurberg. Lokið verði framkvæmdum við dagvistardeild í Suðurbæ. Árið 1985 Hefja framkvæmdir við leik- skóla nr. 2 í Suðurbæ.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.