Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1989, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 18.05.1989, Blaðsíða 1
FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐftR W^Mpósturinn m ■ m m a a ■ laii e l l ■ 16. TBL1989-7. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ VERÐ KR. 60,- FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Stóriiættuleg gangstétt íbúar við Hverfisgötu höfðu samband við Fjarðarpóstinn og báðu um að vakin yrði athygli á stórhættulegum skemmdum á gangstéttinni neðst við götuna, næst Læknum. Töldu þeir mildi, ef enginn hefði slasast þarna. - Bentu þeir einnig á, að fjöldi aldraðra bæjarbúa býr í næsta nágrenni þannig að brýna nauðsyn bæri til að kippa þessu hið snarasta í lag. Við látum myndina hér að ofan, sem tekin var í gær, segja það sem segja þarf um réttmæti ábendinga íbúanna. Rúmlega 100 krakkar skráðir nú þegar Hjá Vinnumiðluninni í Vitan- um hafa þegar látið skrá sig rúm- lega 100 krakkar, að sögn Mar- grétar Pálmadóttur umsjónar- manns miðlunarinnar. Hún sagði, að tekist hefði að útvega nokkrum þeirra vinnu. Ennfremur hefðu þau mörg hver sjálf bjargað mál- unum. Margrét sagði krakkana bjart- svna oe eftirtektarvert væri að bau Samningar hafa tekist milli bæjarins og verkatýösfélaganna: Öriítið hagstæðari en ASÍ samningamir ern Samningar hafa tekist milli Hafnarfjarðarbæjar og verkalýðsfélag- anna. Voru þeir undirritaðir sl. fimmtudag og félagsfundur í Verka- kvennafélaginu Framtíðinni samþykkti þá síðan á fjölmennum fundi í fyrrakvöld. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 86, tveir voru á móti og fjórir seðlar voru auðir. Samningarnir verða lagðir fyrir félagsmenn í „karla“-félögunum í hádeginu á morgun, föstudag. Að sögn Grétars Þorleifssonar, formanns fulltrúaráðs verkalvðsfélaganna íbænum, má meta samningana, ef höfð er hliðsjón af ASÍ samningum, til um 10,5% meðaltalshækkunar. ASl samningarnir eru taldir nema um 9,5%. Grétar sagði samninga „karla“- félagsmenn náð allt að 9% kaup- félaganna á svipaðri línu og BSRB- og ASÍ samningarnir. Hækkanir kauptaxta verða kr. 2.000 frá 1. maí, kr. 1.500 1. sept- ember og 1.000 kr. 1. nóvember. Gildi 0,5% útgjaldaauka er varið til nýs starfsaldursþreps, þ.e. eftir 11 ár og hækka laun á milli 9. til 15. árs að meðaltali um 3,5%. Þá kemur til lenging á orlofi. Orlofsuppbót verður kr. 6.500, sem er nýr liður og desemberupp- bót, sem var kr. 20 þús. hækkar í kr. 27 þúsund. Auk þessa var mörkuð stefna í samningunum við öll félögin um mat á námskeiðaþátttöku. Geta hækkun með því að sækja þrjú námskeið, sem hvert gefur 3% í kauphækkun. Gildistími saming- anna er frá 1. maí til áramóta. Samningurinn við Verka- kvennafélagið Framtíðina byggist að stærstum hluta á Sóknarsamn- ingnum, nema að Framtíðar- samningurinn gildir til áramóta í stað 1. desember. Konurnar fá samsvarandi fastar mánaðar- hækkanir og karlafélögin og auk þess 0.5% hækkun 1. júní, Kon- urnar völdu þá leið í stað starfs- aldurshækkana hjá hinum félögunum. Þá hljóta þær sömu orlofsgreiðslur og hækkun á des- emberuppbót. Einnig sömdu þær um mat á fyrri störfum varðandi orlofsdagafjölda. Þá náði Framtíðin sérstökum samningum vegna starfsstúlkna á dagvistarheimilum og matráðs- kvenna. Fá þær greitt í þrennu lagi á samningstímanum mismun-, inni á launum þeirra og starfsstúl- kna á dagvistarheimilum sem eru í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Grétar sagðist aðspurður vera nokkuð ánægður með þessa niðurstöðu, miðað við stöðuna. „Þessir samningar voru friðsamari lausn en ég átti von á,“ sagði hann. - Grétar sagði ennfremur um stöðu launamála almennt. „Ég var sannspár í ávarpi mínu 1. maí, þegar ég sagði stjórnvöld hafa orðið sér til skammar í sam- ingaviðræðunum við verkalýðs- hreyfinguna. Ég hafði rétt lokið ræðunni þegar þeir skelltu á geng- isfellingunni, sem rýrir þegar launahækkanirnar um 2%.“ 8 millj. kr. til Iþróttahúsa Bæjarráð samþykkti á síðasia fundi sínum skiptingu fjár til mannvirkjageröa íþróttafélag- anna. Til skipta eru 8 milljónir kr. samkvæmt fjárhagsáætlun og höfðu forstöðumcnn íþróttafélag- anna FH, Hauka og Fimleikafé- lagsins Björk þegar komið sér saman um hana. Forstöðumenn félaganna fund- uðu með fjármálastjóra og íþrótta- fulltrúa 10. maí sl. varðandi skipt- inguna, en hún var samþykkt svofelld: Haukar fá 2,5 milljónir kr., Fimleikafélagið Björk kr. 4,5 millj. en FH-ingar ekkert og er það með tilliti til íþróttahússbygg- ingarinnar í Kaplakrika. vissu upp til hópa hvað þau vildu. Velflestir sæktust eftir útivinnu hvers konar. Hún sagði ennfremur, að hálf- gerð biðstaða væri í dag, þar sem óljóst væri um lok skólahalds. Þá hefðu níundubekkingar lokið skólahaldi um síðustu helgi og væru þeir flestir í skólaferðalög- Mæftraskoóunin vinsæl Að sögn heilbrigöisfulltrúa er allt á uppleið hjá nýju heilsu- gæslustöðinni við Sólvang. Hann sagði að stöðugt fjölgaði þeim sem sæktu þjónustu þangað. Hann nefndi sem dæmi, að kon- um fjölgar stöðugt sem kjósa að fara þangað í stað bess að fara í mæðraskoðun á Landsspítalann. Þá væri einnig stöðugt aukning á þeim sem notfærðu sér slysaþjón- ustuna. Guðmundar sagði enn- fremur, að til stæði að lengja opn- unartíma stöðvarinnar varðandi bráðaþjónstu, þ.e. til kl. 20 frá 1. seotember n.k. Reglur um hundahald í athugun Til meðferðar er hjá heil- brigðisráði að endurskoða reglur um hundahald í bænum. Samkvæmt reglum er hundahald bannað og mun ráðið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að annað hvort verði að framfylgja þeim eða breyta. Að sögn Guðmundar H. Einarssonar heilbrigðisfull- trúa hefur hundsbitum fjölg- að og er það að hans sögn besta dæmið um að hunda- hald í bænum sé ekki eins og vera skyldi. „Lækurinn er hin mesta hneisa“ - sjá Orðabelg bls. 4 ■H 9!Atliugasemdir“ fjármálastjóra og Fjarðarpóstsins Karlsson Ungi afreksmaðurinii er Snorri Sigurður

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.