Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.09.1991, Blaðsíða 1
/ FasteignasalaV EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sími 654222 FJflRÐflR 22. TBL. 1991 - 9. ARG. FIMMTUDAGUR 12. SEPT. VERÐ KR. 80,- FasteignasalaV EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sími 654222 Drög að reglum um hundahald lagðar fyrir næsta bæjarstjórnarfund: Senda má hundaeigendur á hlýðninámskeið Nefnd á vegum bæjarins hefur gengið fra tillögum að samþykkt um hundahald í Hafnarfirði. Heilbrigðisráð hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti, en þær eru að stórum hluta í samræmi við reglur nágrannasveitarfélaganna. Þó eru þar nýmæli, sem áhugavert verður að fylgjast með hvort ná fram að ganga. Að sögn bæjarritara, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, verða reglurnar teknar fyrir á bæjarráðsfundi í dag og síðan vænt- anlega í bæjarstjórn eftir hálfan mánuð. Tillagan að samþykktinni gerir ráð fyrir að veita megi undan- þágur frá þeirri meginreglu að hundahald sé bannað. Greiða skal árlegt gj ald af hverjum hundi, sem nota skal til að standa straum af kostnaði við eftirlit. ásamt á- byrgðartryggingu. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins eru hugmyndir uppi um, að árlegt hundagjald verði kr. 8.000 og skráningargjald, greitt við skráningu hunds, kr. 5.000. Gjald sem greiða þarf, ef hundur er tekinn laus í bænurn verður kr. 5.000 í fyrsta sinn en kr. 8.000, ef hann er hirtur í annað sinn. Nokkur nýmæli frá reglu- gerðum annarra sveitarfélaga er að finna í þessum tillögum, eins og t.d. það ákvæði, að „hunda- eftirlitsmaður geti krafist þess að eigandi hunds sæki hlýðninám- skeið með hund sinn, ef ástæða þykir til,“ eins og það er orðað. Þá segir einnig: „Hundar úr öðr- um lögsagnarumdæmum mega ekki, án leyfis hundaeftirlits, dvelja lengur en eina viku í Hafnarfirði“. í drögunum segir ennfremur: „Hunda, sem ganga lausir utan- húss, skal handsama og færa í sérstaka hundageymslu. Sama gildir um óleyfilega hunda og hættulega hunda. Hættulegum hundum er heimilt að lóga þegar f stað.“ Að lokum má geta eins á- kvæðis, sem er svohljóðandi: „Bæjarstjóm getur ákveðið, að veita ekki leyfi fyrir ákveðnum hundategundum, þyki henni ástæða til.“ Þess má geta að lokum, að mjög óljóst er um afstöðu ein- stakra bæjarfulltrúa til þessa máls, en líklegt að menn skiptist þverpólitískt í afstöðu sinni. Hundahald var síðast til um- fjöllunar í bænum árið 1982, er fram fór skoðanakönnun meðal bæjarbúa um afstöðu þeirra. Um 75% þeirra sem tjáðu sig þá voru andvígir hundahaldi. Þrátt fyrir ákvæði í lögreglu- samþykkt um bann við hunda- haldi, er mikill fjöldi hunda í bænum og hefur lögreglan ítrekað kvartað yfir ríkjandi ástandi, sem hún segir mun verra hér í hundabanninu en í ná- grannasveitarfélaginu Garðabæ. Þar em undanþágureglur í gildi og starfandi hundaeftirlitsmaður, eins og umræddar reglur gera ráð fyrir að hér verði. ALÍS brauðryðjandi í ferðamálum Hafnfirska ferðaskrifstofan ýmislegt að bjóða fyrir ferða- kolanámunum við borgina, en Alís býður upp á nýjung í menn. Tíðindamaður Fjarðar- súiðngreinheyrirfortíðinnitil. ferðamálum hérlendis. A veg- póstsins sótti borgina heim á Mikil uppbygging hefur átt sér um ferðaskrifstofunnar hefjast vegum Alís og ferðamálaráðs þar stað í borginni, sérstaklega á næstunni beinar flugferðir til Newcastle í síðustu viku. Frá á sviði ferðamála. Newcastleborgar á norðaust- ferðinni er sagt í miðopnu. urströnd Englands. Myndin hér að ofan er tekin - Sjá nánar í miðopnu Newcastle hefur upp á í kynnisferð niður í eina af Hæst löndunarhafna í júlímánuði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.