Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 1
FasteignasalaV EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sfmi 654222 Oldrunarmiðstöðin Höfn: FJflRDflR 28. TBL. 1991 - 9. ARG. FIMMTUDAGUR 24. OKT. VERÐ KR. 100,- / FasteignasalaNy EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sími 654222 Samið við Byggða- verk, án útboðs Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði hefur harðlega gagnrýnt, hvernig staðið hefur verið að verki hjá ný- stofnuðum félagasamtökum um byggingu 40 íbúða öldunar- sambýlis á lóð við Sólvang. Stjórn samtakanna, sem í eiga sæti fulltrúar frjálsu félaganna í bænum, ákvað nýverið að ganga til samninga við Byggðaverk um byggingu húss, sem er sams konar og Sunnuhlíðarsamtökin hafa byggt í Kópavogi. Samið var um ákveðið verð, án undangengis útboðs. Stjóm Meistarafélagsins telur tvennt ámælisvert. í fyrsta lagi að opinber aðili, þ.e. Hafnarfjarðar- bær, skuli taka þátt í slíku. Enn- fremur, að stóm samtakanna gæti ekki hagsmuna aldraðra eins og vert væri með þessu verklagi. Em vinnubrögð þessi fordæmd. Hörður Zophanfasson, for- maður samtakanna, sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn, að þetta hefði verið borið undir fulltrúaráð samtakanna og menn orðið sam- mál um, að þannig væri best staðið að málum. Byggðaverk hefði samið um að byggja fyrir sama verð og lijá Sunnuhlíðar- „Sitthvað sorp og sorp“ Þvert ofan í samhljóða afgreiðslu bæjarráðs í síðustu viku, bar bæjarstjóri á bæjarstjórnafundi sl. þriðjudag upp til- lögu þess efnis að heimilað verði að setja upp sorpflokk- unarstöð fyrirtækisins Gáms í húsnæði, sein upphaflega var byggt undir laxeldisstöð í Hellnahrauni við húsgafl ÍSAL. Bæjarstjóri var ekki á bæj- arráðsfundinum sl. fimmtudag, þar sem hann sat á alþingi. Mjög harðar umræður urðu um máliðábæjarstjórnarfundinum við framkomna tillögu. Bæj- arstjórinn vísaði í máli sínunt til vankunnáttu manna og hræðslu við sorp, og sagði "sitthvað sorp og sorp". Tillaga hans gerir ráð fyrir heintild til reynslu í sex mánuði. Ellert Borgar Þorvaldsson, Jóhann Bergþórsson, Þorgils Óttap Mathiesen og Magnús Jón Amason, fulltrúar ntinni- hlutans, lýstu allir undrun sinni yfir þessari kúvendingu og bentu á samstöðu allra bæjar- ráðsntanna sl. fimmtudag. Þeim varð tíðrætt um "aðferð- arfræði" ogminntubæjarstjóra á fyrri unrmæli hans í sama máli, m.a. þegar hann fól sjálfum sér og bæjarverk- fræðingi að tilkynna, að þetta yrði í engunt tilvikum heimil- að. Þeir lögðu til, að ntálinu yrði vísað á ný til bæjarráðs til sjöttu umræðu. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, sem sat bæjarráðsfund á fimmtudag, bar af sér að hafa verið svo mjög á móti málinu þá, enda væru forsendur breyttar. Því mótmælti minni- hlutinn og vitnaði í plögg sem lágu frammi á bæjarráðsfund- inum. Málinu var að lokum vísað til bæjarráðs á ný. samtökunum, þ.e. íbúðimar myndu kosta frá kr. tæplega 5 millj. upp í liðlega 9 millj. kr. Hörður kvað þetta sjónarmið Meistarafélagsins eiga fyllilega rétt á sér og yrði athugað við síðari framkvæmdir. Hins vegar hefði verið talið heppilegast, þar sem það sparaði bæði peninga og tíma að ganga til þessa verks nú, án útboðs. Hörður bað Fjarðarpóstinn að lokum að geta þess að nýjasta hús Sunnuhlíðarsamtakanna, næst Hafnarfjarðarveginum í Kópa- vogi, yrði almenningi í sýnis n.k. laugardag frá kl. 14 til 16. 4.000 tonn af timbri á land Haukur, skipið sem verkfallsverðir hafa nú undir smásjá, og rússneska skipið Valesí Polenov lönduðu í vikunni 6.900 rúmmetrum eða um 4.000 tonnum af timbri á Norðurbakkanum. Um borð í því rússneska voru um 3.000 tonn og í Hauki 1.000 tonn. Rússneska skipið var hingað komið frá miðri Siberíu, þ.e. l'rá borg norðan Úralfjalla, en þangað er siglt upp fljót u.þ.b. 250 mílna leið. Meirihlutinn samþykkir lóðarbreytingar að Traðarbergi 1-3-5: Stríða gegn samþykktum úthlut- unar- og skipulagsskilmálum Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í byggingarnefnd, gerði að umræðuefni á síðasta bæj- arstjórnarfundi samþykkt byggingarnefndar varðandi breyt- ingar á bílastæðum og innkeyrslu á lóðina Traðarberg 1-3-5. Byggingarnefnd hafði samþykkt að verða við erindi um breyt- ingar með fjórum atkvæðum gegn einu, þ.e. atkvæði Jóhanns. Byggingarfulltrúi lét bóka þar harðorð mótmæli og sagði þarna um brot á samþykktum úthlutunar- og skipulagsskilmálum, mæli- og hæðarblöðum, að ræða. Þá munu skipulagsstjóri og bæjarlögmaður ennfremur hafa varað við samþy kktinni og bent á, að bærinn sé skaðabótaskyldur, þar sem gengið verði á rétt þinglýstra eigenda að íbúðum. Bæjarstjóri flutti tillögu sem lýsir staðfestingu bæjaryfirvalda á afgreiðslu meirihluta bygging- amefndar, en hún felur m.a. í sér fækkun bílastæða á umræddum lóðum. Hér, eins og í umræðun- um um heimildina til Gáms h.f. og sagt er frá í annarri frétt á forsíðunni, urðu harðar deilur, sem sömu bæjarfulltrúar tóku þátt í. Bæjarfulltrúar minnihlut- ans vöruðu ítrekað við samþykkt byggingamefndar. Magnús Jón Amason sagði m.a., að hann fagnaði tillögu bæjarstjórans, því hún væri staðfesting á því að verið væri að brjóta reglugerð. Jóna Osk Guðjónsdóttir, Al- þýðuflokki, sagði að engin sam- jtykkt væri til um þessa lóð og því væri ekki verið að brjóta neitl. Þorgils Óttar Mathiesen kvaðst vita til þess, að íbúar við Traðar- berg væm óánægðir með þessa afgreiðslu byggingamefndar og vænta mætti mótmæla og skaða- bótakrafna. Magnús Jón Ámason sagði einnig, að þannig breytingar væri ekki hægt að gera eftir að fólk væri flutt inn. Ellert Borgar Þorvaldsson sagðist ekki muna eftir eins miklu uppnámi og orðið hefði meðal embættismanna bæjarins út af afgreiðslunni. Þeir hefðu, jafnt byggingarfulltrúi, skipulags- stjóri og bæjarlögmaður, varað við að ganga að þinglýstum eig- endum á þennan hátt. Bæjarlög- maður hefði m.a. bent á, að þrátt fyrir að engin mótmæli hefðu enn borist þá yrði að fá skriflegt leyfi íbúanna til að fyrirbyggja skaðabótaskyldu. Bæjarstjóri sagði í lok um- ræðnanna, að þó svo það hljóm- aði eins og gömul lumma þá vildi hann hvetja bæjarfulltrúa og bæjarbúa almennt til að fara á staðinn og kynna sér málið af eigin raun. Tillaga bæjarstjórans var síðan samþykkt með sex atkvæðum, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, gegn fimm atkvæðum minni- hlutans.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.