Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 1
Stjórn St Jósefsspítala stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum Þarf að finna lausn á miklum rekstrarvanda Alveg lióst að ekki kemur til uppsagna starfsfólks spftalans Stjórn St Jósefsspítala stendur nú frammi fyrir erfiðum ákvörð- unum og jjarf að finna lausn á miklum rekstrarvanda spítalans. Um er að ræða 15 milljón króna halla vegna rekstursins í ár. Þessi halli er að stærstum liluta uppsafn- aður vandi frá því að fjárlög til spítalans voru skorin niður 1992. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins hefur stjórnin rætt þetta mál við Sighvat Björgvinsson heil- brigðisráðherra. Skilaboðin frá ráðherranum voru skýr, spítalinn yrði sjálfur að leysa þetta vanda- mál. "Stjómin er að fjalla um ákveðnar leiðir sem hægt er að fara í þessu Háskaleikur Börn hanga aftan f bílum Samkvæmt upplýsingum frá Iögreglunni í Hafnarfirði hefur mjög mikið borið á því í upphafi vikunnar að börn og unglingar hangi aftan í bflum. Hér er um mikinn háskaleik að ræða og vill lögreglan beina þeim tilmælum til foreldra að þau brýni um fyrir börnum sínum hve hættulegt þetta geti verið. Að sögn lögreglunnar stoppaði ekki síminn hjá henni síðdegis á mánudag er ökumenn hringdu inn ábendingar um að börn væru að hanga aftan í bílunt, eða "teika" bfla eins og það er kallað, víða í bæn- um. Á sumum stöðum gerðu ung- lingar sér það að leik að ganga út á göturnar og hægja þannig á um- ferðinni svo að félagar þeirra ættu betra með að komast aftan á bílana. máli en það er alveg ljóst að ekki mun koma til uppsagna starfsfólks hjáokkur áþessu stigi málsins," seg- ir Árni Sverrison framkvæmdastjóri St Jósefsspítala. "Höfuðvandamálið er að við höfum aldrei getað unnið okkur út úr niðurskurðinum á árinu 1992 og þessar 15 milljónir sem um er að ræða eru um 5% af rekstrar- kostnaði." í máli Áma kemur ennfremur fram að stjómin haft fjallað ítarlega um málið undanfarið og mótað tillögur sínar. Verða þær áfram til umræðu og lagðar fyrir læknaráð spítalans í þess- ari viku. "Við munum reyna til þraut- ar að Jcoma okkar málum í höfn," segir Árni. Sunna Emanúelsdóttir nieð álfana sína heinia í stofu. Fleiri álfar til Hafnarfjarðar? Ferðamálanefnd bæjarins hefur nú til athugunar hvort sinn draumur sé að búið verði til ævintýraland fyrir álfana kaupa eigi 15 álfabrúður af Sunnu Emanúelsdóttur. Ætl- í hrauninu þar sem börn og fullorðnir geti komið, séð þá unin er að nota brúðurnar í útstillingu á álfaveröldinni í og heyrt og búið tij sögur um þá. Hafnarfirði. Sunna segir í samtali við Fjarðarpóstinn að -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Ásgeir Long með hluta af gluggaútstillingunni. Týndist í tæp 60 ár Ásgeir Long vinnur nú að endurgerð þekktustu gluggaútstil- lignar í bænum. Þessi útstilling var í v erslun föður hans, Valdimars Long fyrir jólin 1935. Hún týndist síðan en fannst í sumar upp á háalofti á Brekkugötunni. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Verslum í heimabyggð Hafnftrskir kaupmenn eru með ýmislegt í bígerð í tengslum við átak Kaupmannasamtakanna "Tryggjum atvinnu - verslum heima" sem hleypt hefur verið af stokkunum. Hafnftrskir verslunar- dagar eru framundan og "langur laugardagur" verður í verslunum og fyrirtækjum í og við Bæjarhraun nú um helgina. _SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Samkvæmistilboð Vinir og starfsmannahópar Glæsilegur bar til afnota endurgjaldslaust (kjörstærö 30 - 50 manns) Reykjavíkurvegur 60 653939 Partýtilboð NÝJUNG - NÝJUNG 32" PIZZUVEISLA fyrir 8-12 svanga. Verð frá kr. 3,800,- afgreitt í sal. FRÍ HEIMSENDING 653939 x

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.