Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 1
úMl GLÆSIR = EFNALAUG • STOFNAÐ 1936 íEfnáhmg Ip-ncftíéékús 'Smókingiiléigu VinTtufatShreittsuH Hótelturninn Fleiri en SÍF hafa áhuga á skrifstofum Samkvæmt hcimildum Fjarðarpóstsins munu fleiri aðilar en SIF hafa áhuga á því að fá inni í hótelturninum á Miðbæ Hafnarfjarðar. Ymsir hafa sýnt málinu áhuga að undanförnu en forráðamenn Miðbæjarins verjast allra frétta af þessum þreiFingum. Sem kunnugt er af frétt í Fjarðarpóstinum fyrir nokkru hefur engin sýnt því raunhæfan áhuga að koma upp gistihúsa- rekstri í tuminum og því eru for- ráðamenn Miðbæjarins að kanna leiðir til að koma upp skrifstofum í byggingunni. Af Miðbænum er annars það að frétta að útlit er fyrir að tak- ist að koma nær öllu verslunar- plássinu út og nú hefur sérstakt húsfélag verið stofnað um rekst- urinn. Stjórn St Jósefsspítala ákveður sparnaðaraðgerðir Ekki tekið inn af bið- lista fram til áramóta Nú bíða um 500 manns eftir plássi á handlækningadeild Stjórn St Jósefsspítaia hefur nú ákveðið til hvaða sparnaðarað- gerða verður gripið til að mæta 15 milljón króna rekstrarhalla á ár- inu. Um er að ræða þríþættar að- ert fólk verður tekið inn af biðlist- um á hand- og lyflækningadeild spítalans en nú bíða um 500 manns eftir plássi á handlækningadeild. Jafnframt verður tæplega fjög- urra milljón króna niðurskurður á viðhaldi og endurnýjun tækjakosts spítalans. Arni Sverrisson framkvæmda- stjóri spítalans segir að góð samstaða hafi náðist innan stjómarinnar og að með þessum aðgerðum ætti rekstrar- hallinn að minnka niður í tæpar 5 milljónir króna. Hvað varðar lyflæknisdeild verður einungis tekið á móti bráðatilfellum þar fram að áramótum og á hand- læknisdeild einungis tekið á móti sjúklingum sem ekki þurfa á sjúkra- legu að halda eftir aðgerð. I máli Arna kemur ennfremur fram að það sé alvarleg þróun að þurfa að skera niður til viðhalds og endumýjunar á tækjakosti spítalans. "Það skiptir miklu máli að spítalinn hafi fjármagn til þessara hluta og þá er ég fyrst og fremst með öryggi sjúklinga í huga," segir Arni. gerðir sem felast m.a. t þvi að ekk- Vatnsleikfimi vinsæl í Suðurbæjarlaug Vatnsleikfimi er vinsæl í Suðurbæjarlaug og konurnar vera að líkami þeirra er léttari og meðfæri- aðsóknin í hana talsverð. Um 40-50 manns aðallega legri en í hefðbundinni leikfimh konur sækja í vatnsleikfimi. Helstu kosti telja - SJA NANAR A BLS. 10 Tveimur bfl- um rústað Tveimur bflum sem stóðu við íþróttahúsið við Kaplakrika aðfararnótt laug- ardagsins var rústað af skemmdarvörgum. Allar rúð- ur í bílunum voru brotnar, stungið á öll dekk og þeir beyglaðir og rispaðir. Annar bfllinn var nýr, af árgerð 1994, en hinn af árgerð 1982. Að sögn lögreglunnar kom hún á svæðið um klukkan þrjú um nóttina. Talið er að þeir sem eyðilögðu bílana hafi verið á ferðinni einhvern tímann frá miðnætti og fram til klukkan 3. Vill lögreglan beina þeim tilmæl- um til fólks að ef það hefur orðið var við mannaferðir á þessu svæði á umræddu tímabili að það hafi samband við lögreglu. Samkvæmistilboð Vinir og starfsmannahópar Glæsilegur bar til afnota endurgjaldslaust (kjörstærð 30 - 50 manns) Reykjavíkurvegur 60 653939 Partýtilboð NYJUNG - NYJUNG 32" PIZZUVEISLA fyrir 8-12 svanga. Verð frá kr. 3,800,- afgreitt í sal. FRÍ HEIMSENDING 653939

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.