Fjarðarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 1
GLÆSIR Eftiálmig ’Þvottdhús Smókingaleiga Vinnufatáhreinsun Tenórveisla Kristján syngur í Kaplakrika Allar líkur eru á því að Kristján Jóhannsson stórtenór muni syngja í íþróttahúsinu í Kaplakrika ásamt 9 öðrum tenór- söngvurum þann 11. desember n.k. Um er að ræða styrktartón- leika fyrir "Samtök um byggingu tónleikahúss" og mun Sinfóníu- hljómsveit Islands leika undir. Aðrir sem koma/ram með Krist- jáni eru Olafur Arni Björnsson, bræðurnir Gunnar og Guðbjörn Guðbjömssynir, Garðar Cortes, Þor- geir Andrésson, Jóhann Már Jó- hannsson, Kolbeinn Ketilsson, Osk- ar Pétursson, Jón Þorsteinsson og Kári Friðriksson. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum um byggingu tónlist- arhúss ætlar Kristján Jóhannsson að gera sitt besta til að geta mætt í tenórveisluna. Útibú íslandsbanka 30 ára Haldið var hátíðlegt 30 ára starfsafmæli útibús Is- mælisins var heimsókn Georgs til yngstu kynslóðar- iandsbanka, áður Iðnaðarbanka, hér í Hafnarfirði s.l. innar sem skemmti sér hið besta en Georg ræddi á föstudag. Meðal þess sem boðið var upp á í tilefni af- léttu nótunum við börnin um sparnað og ráðdeild. Kvikmyndasafn íslands vill fá Bæjarbíó til afnota Yrði miðstöð kvikmynda- menningar og rannsókna Bæjarstjórn hefur borist erindi frá Kvikmyndasafni Islands um möguleikana á að safnið fái inni í Bæjarbíó með alla starfsemi sína og jafnframt að það fái afnot af kæligeymslum Sjólastöðvarinnar sem geymslu undir gantlar kvik- myndir. Ef af þessum áformum verður segir stjórn safnsins að í bænum yrði miðstöð kvikmynda- menningar og rannsókna á Islandi. Er ætlunin m.a. að hafa reglu- bundið sýningarhald í Bæjarbíó á gömlum ntyndum. I greinargerð sem stjóm Kvik- myndasafnsins hefur sent Magnúsi Jóni Amasyni bæjarstjóra um málið kemur fram að kæligeymslur og hús- næði sem leigt yrði í kringum það yrði notað sem geymslur fyrir bæði safn Kvikmyndasafnsins og RUV. Markmiðið væri að geyma þar allt kvikmyndaefni á íslandi. Bæjarbíó og húsnæði tengt því myndi verða hið eiginlega aðsetur Kvikmyndasafnsins. Þar væri skrif- stofa forstöðumanns, sýningarað- staða fyrir muni og tæki og reglu- bundið sýningahald á kvikmyndum. Síðan segir í greinargerðinni: Ef Kvikmyndasafninu yrði búin sú að- staða sem hér er talað um myndi um- fang starfseminnar að sjálfsögðu aukast verulega og ætla má að sam- starf við skóla, ferðamenn og al- menning yrði vegamikill þáttur." Áhugavert Það var samkvæmt ábendingu frá Erlendi Sveinssyni sem Bæjarbíó og kæligeymslur í eigu ^ Sjólastöðv- arinnar voru athugaðar. I framhaldi af því hófust viðræður við Olaf As- geirsson forstöðumann Þjóðskjala- safnsins og Elínu Kristinsdóttur safn- stjóra hjá RÚV. Hjá þeim kom fram mikill áhugi á að fylgjast með fram- gangi málsins. Staða mála hefur einnig verið kynnt fyrir Vilhjálmi Egilssyni for- manni stjómar Kvikmyndasafnsins og hann ítefur beðið um að dæminu verði stillt upp framkvæmdalega og fjárhagslega. Ef flötur reynist á að hrinda þessum breytingum í fram- kvæmd verða þær strax kynntar fyrir stjórnvöldum. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Almenningsvagnar Breyting á leiða- kerfinu Forráðamenn Almennings- vagna BS hafa kynnt í bæjar- ráði hugmyndir sínar um breytingar á leiðakerfi AV í bænum. Um er að ræða mikla aukningu á þjónustu við bæj- arbúa sem fólgin er í fjölgun vagna og ferðir í hverfi sem hafa verið afskipt. Pétur Fenger framkvæmda- stjóri AV segir að hugmyndir þeirra geri ráð fyrir að þjónust- an sé aukin um 56% frá því sem nú er. Ætlunin er að fjölga vögnum úr 2 í 3 og taka inn hverfi eins og Hlíðarberg og Álfaskeið í leiðakerfið. Aðspurður um kostnaðinn af þessum breytingum segir Pétur að ljóst sé að um dýrar breyt- ingar sé að ræða en nú þegar greiðir bærinn 55 milljónir kr. á ári til AV. Hinsvegar hafi ferð- um bæjarbúa með almennings- vögnum fjölgað mjög og því nauðsynlegt að fara í þessar breytingar. Tvöfaldur ís- landsmeistari Sigríður M. Einarsdóttir hef- ur tvö ár í röð unnið íslands- meistaratitil í hárgreiðslu. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Barnagaman Börnin baka sjálf pizzuna sfna fá Coke og viðurkenningarskjal Laugardaga og sunnudaga frá kl. 16-18 kr. 450,- Reykjavíkurvegur 60 653939 20 % afsláttur Fimmtudag 17. til sunnudags I tilefni Hafnfirskra verslunardaga bjóðum við 20 % afslátt í sal eða sótt og fríir desertsstrimlar fylgja ölluum pöntunum. Framvísið miðanum Frí og hraðari heimsending . nóv.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.