Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 09.05.1996, Blaðsíða 1
Kvikmyndasafnið og Bæjarbíó Leigusamningur LH við bæinn og samkomulag við ríkið stangast á -engin tvímæli um afnotarétt LH af húsnæðinu, segir formaður Samkvæmt túlkun formanns Leikfélags Hafnarfjarðar, Svan- hvítar Magnúsdóttur, á leigusamn- ingi félagsins við Hafnarfjarðarbæ um Bæjarbíó, hefur félagið fullan afnotarétt af Bæjarbíói næsta ár. Hún segir ekkert ákvæði í leigu- samningnum um að Leikfélagið eigi að samnýta bíóið með öðrum og stangist það á við samkomulag Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins frá því fyrr í vetur um flutning Kvik- myndasafns Islands til Hafnar- fjarðar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að safnið geti hafið sýningar í bíóinu frá og með næsta hausti og nýtt bíóhúsið í samráði við Leikfé- lagið, a. m. k. í fvrstu. Leikfélag Hafnarfjarðar leigir Bæj- arbíó af Hafnarfjarðarbæ til eins árs í senn og rennur samningur út 31. maí ár hvert. Sé samningnum ekki sagt upp þremur mánuðum fyrir þá dag- setningu framlengist hann sjálfkrafa óbreyttur í eitt ár. Það var ekki gert í ár og því hefur Leikfélagið Bæjarbíó á leigu til 31. maí á næsta ári. Formaður LH segir jafnframt að viðræður Leikfélagsfólks og Kvik- myndasafnsins á síðasta ári um hugs- anlega samnýtingu þessara aðila á að- stöðunni í Bæjarbíói hafi einungis leitt til þeirrar sameiginlegu niður- stöðu að hún væri ekki gerleg af ýms- um ástæðum „Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir því að við nýtum Bæjarbíó sameiginlega með Kvikmyndasafn- inu næsta vetur. Samkvæmt leigu- samningum hefur Leikfélagið full umráð yfir húsinu og bæjarstjóri hef- ur margítrekað við mig að undan- förnu að Leikfélagið fari ekkert úr Bæjarbíói fyrr en búið sé að finna frambúðarlausn á aðstöðu Leikfélags- ins. Nú er verið að skipa nefnd af hálfu bæjarins til að ræða og skoða þessi mál með okkur,“ sagði Svanhvít jafnframt. Samkvæmt upplýsingum formanns Menningarmálanefndar Hafnarfjarð- arbæjar, Magnúsar Kjartanssonar, liggja nú fyrir samningsdrög frá rík- inu um flutning Kvikmyndasafnsins til Hafnarfjarðar þar sem m.a. er kveðið á um samnýtingu Kvik- myndasafnsins og Leikfélagsins af aðstöðunni í Bæjarbíói, þó þannig að anddyri bíósins sé til afnota fyrir Kvikmyndasafnið, en bíósalinn og það sem honum fylgi nýti þessir að- ilar í sameiningu. „Það er ekki ágreiningur um efni þessara samn- ingsdraga," segir Magnús, „og við munum væntanlega skila okkar til- lögu með breytingum á orðalagi í þessari viku.“ Magnús sagði jafn- framt að aðstöðumál leiklistarstarf- semi í heild með frambúðarlausn í huga yrðu skoðuð á næstunni. Öldungarnir sjö hér að ofan sem allir eru á tíræðisaldri fógnuðu því á sumardaginn fyrsta að í vor voru liðin 75 ár frá því að þeir útskrifuðust sem gagnfræðingar frá Flensborgarskóla. Þau eru öll á aldrinum 90-95 ára en hópurinn taldi upphaflega 23 nemendur. Reyndar er einn til viðbótar úr þessum skólaárgangi á lífi, Bjöm Sigtryggsson úr Skagaflrði, en hann átti ekki heimangengt. Skólasystkinin hafa haft það til siðs í mörg árað koma saman um þetta leyti árs til að minnast tímamótanna og rifja upp gamlar minningar. Að þessu sinni hitt- ust þau á Hrafnistu í Hafnarflrði þar sem myndin var tekin. Af þessum sjö 75 ára gagnfræðingum em sex úr Hafnarfirði. Á myndinni eru talið frá vinstri: Konráð Gíslason, Kristín Reykdal, Sigríður Thordarsen, Krist- ín Kristjánsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Torfi Hjartarson, fyrrv. ríkissáttasemjari og Halldór M. Sigurgeirsson. m/m Mikil umskipti ■sjá bls. 4 Lands- liðið f stærðfr. -sjá bls. 3 Bygg- inga dagar -sjá bls. 2 Rann- sóknir í Krýsuvík -sjá bls. 3 Þú styrkist. eykur þol og hvílist hjá okkur VTÐ HÖFUM OPN'AÐ NVjA, GLÆSllHGA TÆKjASTÖÐ OG SÓLBADSSTOFU AÐ BÆJARHRAUNl 2, HAfNARHRÐl l Vortilboð til 1 .júní '96 3. mán. kort í tæki kr. 8.500 1. mán. 10 tímar í Ijós kr. 2.700 Heitur Pottur (10-12 manna) leigður út fyrir hópa laugar- og sunnudaga. TRIMM FORM - SÓLBEKKIR - GUFUBÖÐ OG POTTUR TECHMÖSPÖRT Bæjarhrauni 2 Sími 565-0760

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.