Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.06.1999, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 10.06.1999, Blaðsíða 1
 OHAÐ BLAÐ BLAÐIÐ ÞITT 20. tbl. 17. árg. 1999 Fimmtudagur 10. júní. Upplag 6.600 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði. Unglingagengi ganga berserksgang í kofaborgum Útrúleg skemmdarfýsn og niðurrifsstarfsemi Fjölmargir foreldrar og vegfarendur hafa haft samband við blaðið að undanfomu og lýst yfir vanþóknun og hryggð yfir skemmdarfýsn unglinga í bænum sem bókstaflega rústi kofaborgir þær sem börnum gefst kostur á að byggja á leikjanámskeiðum sem Æskulýðs- og tómstundaráð stendur fyrir. Geir Hallsteinsson sem er í forsvari fyrir leikjanámskeiðum segir þetta ekki nýtt vandamál og kofaborgir þessar verði á hverju sumri fyrir aðkasti unglinga, en nú í sumar hafi algerlega keyrt um þverbak. Kofaborg í Norðurbæ sem krakkar höfðu keppst við að byggja var spörkuð niður í spýtnarusl af hópi unglinga sem fundu sér ekkert betra að gera eitt kvöld í síðustu viku. Ekki létu þau duga eina ,yfirreið“ yfir kofana heldur komu þau í þrígang að hamast á kofunum eftir að fullorðið fólk í hverfinu hafði spurt þau hvað fyrir þeim vekti og hótað að gera lögreglu viðvart. Kom til orðaskipta og hnippinga þar sem unglingamir hótuðu þeim fullorðnu likams- meiðingum ef þau hættu ekki afskiptum af þessum „leik“. Krakkarnir em að vonum hissa og hnuggin að koma til verka sinna dag eftir dag þar allt hefur verið eyðilagt, og foreldrar þeirra hafa látið í ljós efasemdir um réttmæti þess að láta börn þeirra halda áfram i kofaborg meðan þetta styrjaldarástand varir. En nú er spurt; Hvað eru foreldrar þessara „athafnasömu“ unglinga sem hamast við eyðilegginarstarfið fram á rauða nótt? ÍT iil' SBerf ■Jm ' 1 jy Heiðurskarlar Sjómanndagsins í Hafnarfirði 1999, ,frá vinstri Kristján Þórðarson, Sigrún Sigurðardóttii; Helgi Einarsson skipstjóri heiðraði, Bragi V. Björnsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Ingimundur Jónsson, Nikkólína Einarsdóttir, Sigfús Svavarsson. Vandræði með biðljós Nýlega voru sett upp svokölluð biðljós á gatnamótum Reykjavíkurveg- ar, Hjallabrautar og Hjalla- hrauns sem eru þeirrar náttúru að skynjarar nema hvort bílar bíði eftir að komast yfir eða inn á Reykjavíkurveg, en láta Reykjanesbraut annars hafa forgang. Búnaður af þessu tagi hefur verið settur upp víða og greitt fyrir umferð við aðalgötur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði samband við blaðið og vildi beina .eim tilmælum til ökumanna að aka bílum sinum alveg að stöðvunarlínu við gatnamótin þannig að skynjararnir nemi að þar bíði bílar. Nokkur misbrestur hefur verið á þessu og ökumenn pirrast á biðinni. Fréttablað Hafnarfjarðarbæjar Fylgir Fjarðarpóstinum í dag. Hér er að hefja göngu sína nýtt upplýsingarit sem Hafnarfjarðarbær gefur út til upplýsingar um ffamkvæmdir og þjónustu á vegum bæjarins. Blaðið er unnið og skrifað af starfsmönnum bæjarins en dreyft með Fjarðarpóstinum. Næsti Fjarðarpóstur kemur út miðvikudaginn 16. júní vegna frídags á þjóðhátíðadaginn 17.júní. Skil á efni og aulýsingum þurfa því að vera í hádegi á mánudaginn 14. júní.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.