Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.10.2000, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ BLAÐ BLAÐIÐ ÞITT 37. tbl. 18. árg. 2000 Fimmtudagur 26. október, Upplag 6.600 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði. Tillaga Samfylkingarinnar að nýjum Lækjarskóla sjá nánar bls. 2. pnnnr E3SE [silttfi Trninr ”B3S UBBE innnr H.SS eTÍTb TrsmnOTif mbki. aasBj BBBB BBBE Rauða krossinn í Ubekistan Hafnarljarðardeild Rauða kross Islands er í vinadeildasamstarfi við Rauða hálfmánann i Ús- bekistan sem er fyrrum Sov- étlýðveldi í Mið-Asíu. Þar styrkir deildin starfsemi barna- heimilis fyrir börn með fötlun og barnaskóla í bænum Yangi- yul. Nemendur Setbergsskóla söíhuðu í haust miklu magni af ritföngum ýmiskonar, svo sem blýöntum, trélitum, vaxlitum, tússlitum og fleiru sem kemur til með að koma að góðum not- um í barnaskólanum í Yangiyul. Sjálfboðaliðar úr 6.HB í Set- bergsskóla tóku að sér að flokka ritföngin og meðfylgjandi mynd sýnir sjálfboðaliðana og fulltrúa URKI-H, Ungmennadeildar HafnarQarðardeildar RKÍ sem tók við ritföngunum fyrir hönd deildarinnar. Hafnarfjarðar- deildar Rauða kross íslands langar til að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að verkefninu. Sameining Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli stjórnar Hita- veitu Suðumesja og bæjaryfir- valda í Hafnarfirði um mögu- leika á sameiningu Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafn- arfjarðar. Sá árangur hefur náðst í þess- um viðræðum að nú hefir ver- ið samin áætlun umsamein- ingu fyrirtækjanna og stofnun hlutafélags um rekstur þeirra. Áætlunin var lögð fyrir stjórn Hitaveitu Suðurnesja og bæj- arráð Hafnarfjarðar til kynn- ingar í síðustu viku en allar á- kvarðanir eru háðar samþykki bæjarstjórnar Haíharfjarðar og allra eigenda Hitaveitu Suður- nesja, sem eru sveitarfélögin: Reykjanesbær, Grindavíkur- bær, Sandgerðisbær, Gerða- hreppur og Vatnsleysustrand- arhreppur ásamt rikissjóði. Þá þarf samþykki Alþingis þar sem Hitaveita Suðurnesja starfar samkvæmt lögum sem binda bæði félagsform og eignarhluti. Áætlunin gerir ráð fyrir að Hitaveita Suðumesja verði gerð að hlutafélagi sem jafnframt yfirtaki rekstur Raf- veitu Hafnarfjarðar og eignir en Hafnarfjarðarbær verði eig- andi að 1/6 hlutafjár í hinu nýja hlutafélagi. LYFJA - Lyf á lágmarksverði Setbergi sími 555 2306 Opð virka daga k1.10:00 -19:00 og laugardaga kl. 10:00 - 16:00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.