Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 1
www.fjardarposturinn.is 47. tbl. 21. árg. 2002 Fimmtudagur 5. desember Upplag 7.500 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði Landfyllingar framan við Fjarðargötu ekki tímabærar Mióbæjamefnd vill fremur þétta byggð og efla miöbæinn Fjárhags áætlun lögð fram Niðurskurður á mörgum sviðum Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 var lögð fyrir aukafund bæjar- stjómar á þriðjudaginn. Ljóst var að taka þurfti til hendinni og undirbúinn hafði verið niður- skurður á um 300 millj. kr. út- gjöldum. Skv. áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarútkoma Hafnarfjarð- arbæjar í heild verði jákvæð um 550 millj. kr. fyrir íjármagnsliði sem er tvöfalt betra en í ár. Gert er ráð fyrir að langtímaskuldir verði lækkaðar um 100 milljónir. Lægri ljárhæð verður varið í gangstéttir og gangstíga, niður- greiðslum til foreldra bama á biðlistum verður hætt, leikskóla- gjöld hækka um 11-15%, hófleg hækkun verður á þjónustu heimaþjónustunnar og matarverð í mötuneyti aldraðra hækkar um 25% úr 400 í 500 kr. Dregið verður úr rekstri listamiðstöðvar- innar í Straumi. Vtnna unglinga í vinnuskóla styttist um eina viku. Búist er við spamaði vegna end- urskoðunar styrkja til íþrótta- félaga, skólagjöld hækka um 10% í Tónlistarskólanum. Stærstu framkvæmdaliðimir , em stækkun Víðistaðaskóla, bygg- | ing leikskóla við Haukahraun og | stækkun annarra leikskóla. Greinargerð með fjárhagsáætl- uninni má lesa í heild sinni á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar þó sjálfa fjárhagsáætlunina vanú. Miðbæjamefhd fékk til um- sagnar erindi skipulags- og byggingaráðs þar sem óskað var eftir umsögn að tillögum Norð- urbakka ehf. að breytingu á upp- byggingu Norðurbakka. Miðbæjamefnd telur að mið- bæjarsvæðið muni styrkjast um- talsvert við framkvæmdir í lik- ingu við þær sem nefndar hafa verið. Heildaruppbygging svæð- isins, bæði á Norðurbakka og á fyrirhugaðri landfyllingu fyrir framan verslunarhúsið Fjörð muni vafalíúð koma til með að efla umsvif og mannlíf í miðbæ Hafnarfjarðar. Miðbæjamefndin telur þó ekki tímabært að ráðast í kostnaðar- samar landfyllingar eins og sakir standa, þar sem ekki verður séð að úúagðir fjármunir muni skila sér í bæjarsjóð fyrr en seint og um síðir. Miðbæjamefnd telur mikilvægara að efla miðbæinn með þéttingu byggðar á vannýttum lóðum sem úthluta má án verulegs tilkostnaðar. Þó það geti veriðfallegt við Strandgötuna þá er hún fremur tómleg og mörg stór göt í henni. Miðbœjamefndin telur rétt að vinna að því aðfjölga verslunum og þjónustuaðilum við Strandgötuna áður en hafist verður handa við kostnaðarsama uppfyllinguframan við Fjarðargötu. www.sph.is GULLSMIÐJAN ^’uáuín '&>ia*nadóttir LÆKJARGATA 34C • HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4453 Jólagjafa handbók ínæshi uiku Að venju verður jóla- gjafahandbók með Fjarð- arpóstinum í næstu viku. Auglýsendur eru hvattir til að panta auglýsingar tímanlega en veittur er mjög góður jólaafsláttur. Jólablað Fjarðarpóstsins kemur út 19. desember og verður efni sérstaklega veglegt í tilefni jólanna. Bæjarbúar eru hvattir til að senda inn efni sem hæfir í slíkt jólablað. Verslum í heimabyggð! wBJIw UIIUI llvlHUI W\.m■ l w P7X rjji Samkaup Hafnarfirði J,áim mmmmm Heimasíöa Samkaupa er: www.samkaup.is „,qí?v} oy

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.