Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 44
Danska skáldkonan Lene Kaaberböl, sem átti fyrr á þessu ári krimmann Barnið í ferðatöskunni á metsölulistum, sendi frá sér nýlega skáldsögu fyrir fullorðna lesendur. Fáir hér á landi þekkja fjórleik hennar fyrir börn og unglinga um Skammarann sem Jentas gaf út fyrir fáum árum við litla athygli. Enn færri vita að hún skrifaði níu bækur fyrir Disney í W.H.I.T.C.H.-röðinni. Kaaberböl, sem er fædd 1960, fór að gefa út bækur þegar hún var fimmtán ára. Hún hefur sent frá sér 34 skáldsögur, fyrir börn, unglinga og fullorðna. Nýja sagan heitir Kadaverdoktoren og gerist í Frakklandi á átjándu öld. -pbb Ævisaga Keith Richards er komin út. Life kallar hana ópusinn sem er skrifaður af blaðamanninum og rithöfundinum James Fox (White Mischief). Flestallir Stones-nördar munu væntanlega ná sér í eintak. Að sögn erlendra fjölmiðla er bókin skemmtileg. Upphafið er réttarhöld í Arkansas þar sem Keith var dreginn fyrir dómara sem gerði upp- tækan dálkinn hans og lét taka mynd af sér, hinum ákærða og vopninu. Vitaskuld er mikið nafnaróf í sögunni sem svalar þorsta þeirra forvitnu um svallið og sullið. Richards dregur fátt undan, sem hann man, en Fox hefur haft í mörg horn að líta til að kanna sögurnar. Hvort þar er flökkusagan um það þegar Keith týndist í Mexíkóborg og fannst ekki fyrr en leitað var til undirheimaforingja þar í bæ skal ósagt látið. Við bíðum spennt. -pbb Saga fyrir fullorðnaTórir hann enn Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir Hæfileiki hennar til sviðsetninga er mikill. Margt feikivel gert.  Bókadómur Þórunn Erlu-Valdimarsóttir mörg Eru ljónsins Eyru n ý skáldsaga eftir Þórunni Valdi-marsdóttur, fyrirgefið Erlu-Valdimarsdóttur, sýnir hversu skýr mörk eru milli þeirra blekbænda sem henda reglulega saman reyfurum og hinna sem skrifa metnaðarfullar og merkilegar skáldsögur. Því er þetta sagt að ný skáldsaga Þórunnar, Mörg eru ljónsins eyru, er kynnt lesendum frá upp- hafi og á kápu sem krimmi. Auðvitað er hún það í bland, byggir á Laxdælu-plott- inu um þau Guðrúnu, Bolla og Kjartan, en hún er miklu meira en það: flókin og athugul, spurul skoðun á mannlífi sem er, eins og oft vill verða, dálítið uppstillt, en allt um kring og leiftrandi stíll sögu- skáldsins, merkileg höfundarafstaða hennar sem sundrar og greinir ólíkleg- ustu hluti í samlífi, kynlífi og fjölskyldu- lífi. Hér er þríhyrningurinn úr Laxdælu dreginn skríkjandi inn í okkar tíma, þótt sumir partar sögunnar séu sýnilega skrif- aðir fyrir hrun, aðrir eftir. Þegar stuðst er við svo rækilega fyrirmynd – Þórunn hefur gert þetta áður í Kalt er annars blóð – þá er lesandinn settur í stelling- ar; stífur leggur hann af stað eftir þræð- inum en verður þess fljótt var að hollast er að gleyma bókinni, fylgja ræmunni. Fyrirmyndin heldur samt áfram að trufla mann og sagan nýtur seint sannmælis fyrir bragðið. Margt er feikifallega gert í þessari skáldsögu. Hæfileiki Þórunnar til svið- setningar er mikill. Hún hefur firnanæmt auga fyrir hinu smágerða í fasi og fyrir- gangi, les sig inn í persónur af mikilli lyst og list, setur upp stóran vef sem hún dregur alls kyns þræði í, flóknar hugsanir og athuganir sem hún læðir inn í frásögn- ina, skáldlega orðskviði sem eru heima- smíð upp úr gömlu eða sindrandi silfur úr hennar pússi. Persónusköpunin er á köflum býsna mikill útskurður, flekar og gægist fyrir- myndin oft í gegnum nýja liti, sem er mið- ur. Það er erfitt að sækja sér fyrirmynd í sögu sem gnæfir alltaf yfir vitundinni svo að við hvern stafkrók rekur ritarinn sig í bókahilluna. En af þeim skáldsögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er Mörg eru ljónsins eyru sú merkilegasta vegna stílgáfu, næmni og skáldlegra til- þrifa. Þessa bók verða menn að lesa hægt og helst hafa yfir orðin til að finna galdur- inn. Hér er efni fyrir afburðasnjallan leik- ara að lesa bók fyrir lata á disk. Stílgáfa, næmni og skáldleg tilþrif Skáldsaga Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur byggist á Laxdælu-plottinu um þau Guðrúnu, Bolla og Kjartan, þetta er flókin og athugul skoðun á mannlífi.  snjóblinda Ragnar Jónasson 286 bls. Veröld Misindismenn á Sigló Snjóblinda er annar krimmi Ragnars Jónassonar og segir frá ungum lögreglumanni sem ræður sig til Siglu- fjarðar um hávetur. Eldri herra dettur niður stiga í leikhúsinu og hálfnakin kona finnst í skafli. Þessi löggusaga er hefðbundin í bygg- ingu, snotur í hvers- dagslegum stíl, hæg í uppbyggingu en sætir engum tíðindum. Flétta Ragnars er prýðilega byggð og lesand- anum komið á óvart í bókarlok. Persónulýsing sakamanns sögunnar er athyglisverðasti partur verksins. -pbb  leyndarmál annarra Þórdís Gísladóttir 36 bls. Bjartur Leyndarmála- ljóð Þórdís Gísladóttir fékk á dögunum verðlaun kostuð af Reykvíkingum sem kennd eru við Tómas Guðmundsson. Kverið kallar Þórdís Leyndarmál annarra. Á rétt 30 síðum eru þar dregin saman skemmti- leg kvæði undir frjáls- um hætti, borin fram af einurð á hversdagslegu máli, nærri óábyrg í óskammfeilnum at- hugasemdum. Þórdís er nösk, ljóðastarf hennar hressandi og kemur lesanda bæði á óvart og í gott skap. -pbb  allt fínt ... en þú? Jónína Leósdóttir 279 bls Mál og menning Fjölskyldu- drama Bókin segir frá fjöl- skylduerfiðleikum sem koma upp þegar full- orðinn faðir, nýorðinn ekkill, finnur sér kærustu. Á meðan önnur systirin afneitar föðurnum stendur hin, syrgjandi ofurkonan, á milli steins og sleggju og reynir að redda mál- unum. Bókin er fyndin og vel skrifuð um konu sem á alveg nóg með sig en lætur aðra hafa forgang. -LK  mörg eru ljónsins eyru Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir 324 bls. JPV-forlag Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is 44 bækur Helgin 29.-31. október 2010  Bókadómar FræðiBókin Stjórnskipunar- réttur eftir Gunnar G. Schram, er ein fárra bóka sem fjalla um stjórnskipun Íslands á heildstæðan hátt. Kjörið lesefni í aðdrag- anda stjórnlagaþings. Af þeim skáld­ sögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er Mörg eru ljónsins eyru sú merkileg­ asta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.