Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Sigríður Dögg 
Auðunsdóttir
sigridur@ 
frettatiminn.is
Stórmeistarar á 
Skákhátíð á Ströndum 
Skákhátíð á 
Ströndum 2012 
verður haldin um 
helgina og er efnt til 
fjölteflis á Hólmavík 
og skákmóta í 
Djúpavík, Trékyllisvík 
og Norðurfirði. Von 
er á stórmeisturunum Helga Ólafssyni, 
Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, 
auk skákáhugamanna víða að. Þá munu 
mörg af efnilegustu skákbörnum landsins 
taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. 
Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í 
boði. Hátíðin hefst með fjöltefli á Hólmavík 
klukkan 16 á föstudaginn, þegar Róbert 
Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, 
teflir fjöltefli. Á föstudagskvöld klukkan 20 
verður tvískákarmót í Hótel Djúpavík og 
á laugardag klukkan 13 hefst Afmælismót 
Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í 
Trékyllisvík. - jh
Mjólkin hækkar
Mjólkurlítrinn hækkar um næstu 
mánaðarmót um 4 prósent. Verðlagsnefnd 
búvara tilkynnti þetta í gær. Staðhæft er 
að ástæður þessara verðbreytinga séu 
launabreytingar og hækkanir á aðföngum 
við búrekstur.
Í fréttatilkynningu 
frá verðlagsnefndinni 
segir að afurðastöðva-
verð til bænda hækki 
um 2,80 krónur á lítra 
mjólkur, eða um 3,6 
prósent. Þá hækkaði 
vinnslu- og dreifingar-
kostnaður mjólkur um 
tæp 4,4 prósent.
Funda með ungu fólki
Allir frambjóðendur til embættis forseta 
Íslands hafa boðað komu sína á fund með 
ungu fólki í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánu-
dagskvöld klukkan 20. Reykjavíkurráð 
ungmenna, í samstarfi við Landssamband 
Æskulýðsfélaga og Áttavitann, boðar til 
fundarins og gefst ungu fólki þar tækifæri 
til að spyrja frambjóðendurna spjörunum 
úr. Fundurinn er opinn öllu ungu fólki.
É g hef ekkert á móti þessu skotprófi sem slíku, það getur vissulega verið til góðs; setur fókusinn á vopnið og það að menn 
haldi sér í æfingu. En þetta er alltaf spurning um 
framkvæmdina,? segir Pálmi Gestsson leikari 
og skotveiðimaður sem sannarlega mátti ganga 
í gegnum mjög svo taugastrekkjandi ferli áður 
en hann náði því umdeilda prófi sem áskilið er að 
þeir sem fara á hreindýr hafi staðist.
Þann 14. júní 2011 var samþykkt breyting á 
lögum þar sem gerð var aukin krafa til hreindýra-
veiðimanna: ?Enginn má stunda hreindýraveiðar 
nema hafa til þess leyfi, vera í fylgd með leiðsögu-
manni og hafa staðist verklegt skotpróf,? segir í 
bréf sem barst til þeirra sem ekki hafa enn lokið 
skotprófinu en fengu leyfi. Fréttatíminn hefur 
fjallað um málið og meðal annars sagt frá því að 
samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun, 
þrjátíu prósenta fall sé á þessum prófum sem fara 
fram á 22 stöðum víðsvegar um landið, próf sem 
eru umdeild meðal annars vegna þess að menn 
sóttu um leyfi á tilteknum forsendum en reglum 
var svo breytt eftir á. Þá þykir prófið strangt.
Veiðiriffill ekki skotfimigræja
Pálmi segir að menn hafi fullyrt í sín eyru að í 
þeim löndum sem við berum okkur helst saman 
við sé það annað hvort þannig að 
veiðimönnum beri að standast skot-
próf eða að þeim sé gert að fara til 
veiða með leiðsögumönnum. Sjálfur 
lenti Pálmi í nokkrum hremmingum 
er varðar þetta próf eins og svo 
margir aðrir veiðimenn, en tíma-
mörk er varðar að hafa staðist prófið 
eru nú um mánaðarmót, annars 
missa menn leyfið. 
?Þetta er að strangt próf,? segir 
Pálmi sem náði prófinu í þriðju 
atlögu. Fréttablaðið fékk hann til að 
segja af reynslu sinni sem má heita 
lýsandi fyrir það sem skotveiðimenn 
landsins eru að ganga í gegnum um 
þessar mundir. Pálmi kemur inn á 
eitt atriða sem veiðimenn telja gagn-
rýniverð, sem er að hitta þarf fimm 
skotum í 14 sm skotmark í 100 m 
fjarlægð. Á veiðislóð er um að ræða 
eitt skot og þá er hjörðin rokin. Sjálf-
ur er Pálmi þaulvanur veiðimaður, hefur á löngum 
veiðmannsferli fellt sjö dýr.
?Það hefur aldrei klikkað skot hjá mér á 
veiðum. Ég felldi einu sinni dýr á 270 metrum. Ég 
er með 7 mm Remington Magnum, öflugt kaliber, 
má ekki öflugra vera. Þetta er veiðiriffill en ekki 
skotfimigræja.?
Við að missa hreindýrið
Pálmi fór engu að síður nokkuð viss til prófs, enda 
reynslunnar smiður í þessum efnum. En, fyrsta 
skotið var þremur millimetrum utan hins 14 sentí-
metra hrings. Og þar með var það búið. Hann 
skaut engu að síður fjórum skotum til og voru 
þau öll vel innan hrings. Hann meldaði sig í prófið 
strax aftur og þá gekk allt sem í sögu nema: 
?Fyrsta skotið beint í mark, annað, þriðja, fjórða 
... en, fimmta var rétt utan við. Heyrðu, nú fór mér 
ekki að lítast á þetta. Það getur ýmislegt spilað 
inn í, vindur, andardráttur og svo framvegis, en 
hvur rækallinn. Er ég einn þeirra sem var svo 
heppinn að fá dýr, tarf á tvö sem eru 15 prósenta 
líkur og missi svo dýrið á skotsvæðinu??
Pálmi þurfti því að taka prófið þriðja sinni og 
var það eðli málsins álag á taugakerfið, enda 
lokatækifæri. Og, sem betur fer gekk þá allt eins 
og í sögu. ?Nú skal enginn misskilja mig, það er 
jákvætt að menn og vopn séu í lagi þegar haldið er 
til veiða. En, við erum að tala um að tvö skot af 15 
hafi verið þrjá millímetra utan hrings. Algjörlega 
við hringinn en snertu hann ekki. Þá hefði ég 
sloppið ? og ég slapp en það munaði mjóu.?
Kostnaður við hreindýraveiðar eru seint undir 
300 þúsund krónum á mann sé litið til kostnaðar 
við leyfi, ferðir, leiðsögumann, gistingu og annan 
kostnað. Gjald við prófið er svo 4.500 krónur, í 
hvert skipti, og þegar við bætist að riffilskot eru 
dýr er hætt við að þetta togi verulega í pyngju 
venjulegs íslensks veiðimanns.
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is
? Hreindýraveiðar Skotpróf
Taugastrekkjandi 
skotpróf Pálma
Er ég einn 
þeirra sem var 
svo heppinn 
að fá dýr, tarf á 
tvö sem eru 15 
prósenta líkur 
og missi svo 
dýrið á skot-
svæðinu?
Pálmi Gestsson leikari er kunnur skotveiðimaður og er einn þeirra þúsund af fjögur þúsund sem 
fékk ?hreindýr? 2012. Hann gekk í gegnum nokkrar hremmingar áður en hann náði umdeildu 
prófi sem hreindýraveiðimönnum er nú gert að undirgangast ? á ákveðnu augnabliki sá Pálmi 
fyrir sér að það yrðu engar hreindýraveiðar þetta árið.
Pálmi Gestsson. Þaulvön skytta en þurfti að sætta sig 
við að falla tvisvar á prófi þó árangurinn hafi verið 
að tvö skot af fimmtán voru 3 millímetra utan hins 14 
sentímetra hrings.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri-grænna 
og Sjálfstæðisflokks óskuðu á borgar-
ráðsfundi þann 7. júní eftir áliti innri 
endurskoðanda Reykjavíkurborgar 
og greinargerð frá menningar- og 
ferðamálasviði um boðsferð WOW 
til Parísar. Einar Örn Benediktsson, 
borgarfulltrúi Besta flokksins og for-
maður menningar- og ferðamálaráðs, 
þáði boðsferð flugfélagsins í jómfrúar-
flugi þess til Parísar á dögunum sem 
og tveir embættismenn menningar- og 
ferðamálasviðs.
Í bókun minnihlutans segir meðal 
annars: ?Óskað er eftir áliti innri endur-
skoðanda á ferðalaginu með hliðsjón 
af siðareglum og góðum starfsháttum 
kjörinna fulltrúa og embættismanna á 
vegum borgarinnar. Jafnframt er óskað 
eftir greinargerð frá menningar- og 
ferðamálasviði um ástæður og aðdrag-
anda ferðalagsins.? 
Fréttatíminn skýrði frá því í síðustu 
viku að Steingrímur J. Sigfússon, 
ráðherra og formaður Vinstri grænna, 
aðstoðarmaður hans, fulltrúar bæjar-
stjórnar Akureyrar og lykilmenn ís-
lenskrar ferðaþjónustu fóru í boði Ice-
landair til Denver í Bandaríkjunum um 
miðjan maí síðastliðinn. 
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi 
Vinstri-grænna, var spurð hvort 
ekki væri tilefni til að óska eftir 
skýringum hjá formanni flokks 
hennar á boðsferð hans til Den-
ver á sama hátt og óskað hefði 
verið eftir skýringum á boðs-
ferð Einars Arnar til Parísar. 
?Ég hef ekki gagnrýnt Einar Örn 
opinberlega í tengslum við þessa 
ferð heldur einungis spurt um það 
hvernig ferðin samræmist siða-
reglum borgarfulltrúa,? segir 
Sóley. ?Það er að sjálfsögðu alltaf 
matsatriði hvenær á að þiggja 
svona ferðir og líta ber til þess 
hvaða hagsmunir eru í húfi,? segir 
Sóley. ?Ef það er mat Steingríms 
að hann hafi verið að gæta hags-
muna Íslendinga og íslensk 
viðskiptalífs sem ráðherra, 
líkt og fram kemur í frétt-
inni, finnst mér sú skýring 
nægja,? segir Sóley. ?Ef ráða-
menn telja ástæðu til þess að 
fara til útlanda af einhverjum 
ástæðum finnst mér eðlilegast 
að það sé greitt af ríkinu þótt 
það sé að sjálfsögðu matsatriði í 
hvert sinn,? segir hún.
? Stjórnmál Siðareglur og boðSferðir ráðamanna
Vilja skýringu frá andstæðingum en ekki samherjum
Áframhaldandi bati á vinnumarkaði
Vinnumarkaðurinn hefur verið að taka við sér undanfarið. Atvinnuleysi hefur 
verið að minnka og fjöldi starfandi að aukast. Atvinnuleysi var 8,5% í maí í 
ár samanborið við 11,0% í maí í fyrra, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hag-
stofunnar sem birt var á miðvikudaginn og Greining Íslandsbanka vitnar til. ?Í 
fjölda fóru atvinnulausir úr því að vera 20.500 niður í 15.900 á tímabilinu sem 
er fækkun um 4.600 manns, sem verður að teljast umtalsvert. Fjöldi starf-
andi fer þá úr 165.500 upp í 170.600 og hlutfall starfandi úr 74% upp í 76%,? 
segir Greiningin. ?Virðist sá hagvöxtur sem verið hefur undanfarið,? segir 
enn fremur, ?nægur til þess að draga úr slakanum á vinnumarkaði. Mældist 
vöxturinn 3,1% á síðastliðnu ári og er það nokkuð umfram jafnvægisvöxt hag-
kerfisins. Hagkerfið er þannig á leið upp úr þeim öldudal sem það lenti í við 
hrun bankakerfisins árið 2008.? - jh
6 fréttir Helgin 22.-24. júní 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72