Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.01.2005, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 06.01.2005, Blaðsíða 1
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 1. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 6. janúar Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Nú er hafin vinna við bygg- ingu nýs íþróttahúss við Set- bergsskóla og á húsið að vera til- búið 15. desember og kennsla að geta hafist strax eftir áramót. Hönnun og bygging voru boð- in út, Batteríið og Hönnun buðu lægst í hönnunina og Feðgar ehf. áttu lægsta tilboð í byggingu hússins. Í húsinu, sem mun standa norðan við skólahúsnæðið verð- ur leikfimisalur, 70 manna fyrir- lestrarsalur, þrjár heimastofur og aðstaða fyrir starfsfólk. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar, forstöðumanns Fasteigna- félags Hafnarfjarðar er húsið 1310 m² og var minnkað um 140 m² á hönnunarstigi og er kostn- aður áætlaður um 200 millj. kr. Bílastæðum við skólann fækkar tímabundið á meðan á byggingu stendur en fást til baka strax í haust. Félag eldri borgara í Hafnarfirði þakkar öllum þeim fyrirtækjum í Hafnarfirði sem veittu félaginu stuðning v/ jólahappdrættis. Félagið óskar öllum velfarnaðar á nýju ári. Stjórnin Félagsmiðstöðin Hraunsel, Flatahrauni 3 • 555 0142, 555 6142 INNKAUPAKORT bensín - dísel 591 3100 Eiríkur Smith og Sigurveig fengu fálkaorðu Tveir Hafnfirðingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag, Eiríkur Smith, listmálari fyrir myndlistarstörf og Sigurveig Guðmundsdóttir, fv. kennari fyrir störf í þágu mennta- og félags- mála. Sextán Íslendingar hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu nú í ár. Forseti Íslands sæmdi þá orðunni að venju á nýársdag og af þeim fengu tveir stórriddarakross, Markús Sigur- björnsson, forseti Hæstaréttar og Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Blysför og brenna í dag Kl. 18 verður safnast saman við Suðurbæjarlaug og gengið að Ásvöllum í blysför álfa- kóngs og drottningar á hestum í fylgd jólasveina, álfa og púka. Skemmtidagskrá hefst á Ás- völlum kl. 18.45 með álfa- brennu, söng, glens og gamani. Skemmtidagskrá af sviði verð- ur við íþróttamiðstöðina að austanverðu og veitingar, kaffi, kakó o.fl. í forsal íþróttamið- stöðvarinnar. Skemmtuninni lýkur með veglegri flugeldasýningu í boði SPH um kl. 20. Jólatrén fjarlægð Dagana 10. og 11. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjar- búar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóð- armörk. Íþróttahús í Setbergi tilbúið í lok ársins Leikfimisalur, fyrirlestrarsalur, heimastofur og aðstaða starfsmanna Nokkuð djúpt er niður á fast og vinna við jarðvinnu nokkuð mikil. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.