Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 30.04.2008, Blaðsíða 1
Hreinsunarvika hófst í Hafnar - firði í dag og eru íbúar hvattir til að taka til á lóðum sínum og í næsta nágrenni. Hafnarfjarðar - bær hefur sent grænan plast poka inn á hvert heimili og er fólk hvatt til að nota hann til að safna garðaúrgangi eða drasli (ekki bæði). Garðaúrgangur í plast - pokum og trjágreinar sem bundnar hafa verið saman í búnt og skilið eftir við lóðarmörk verða hirtar af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar svo það er um að gera að nota tækifærið. Víða er enn sandur og drasl eftir veturinn við og á gangstétt - um og það er bara hressandi fyrir íbúana að taka fram strákústinn og sópa í kringum sig svo vél - sópar á vegum bæjarins geti hreins að restina. En rétt er að benda íbúum á að ef enginn hendir drasli á jörðina eða skilur það eftir svo vindur nái í það - þá þarf ekki að taka til og safna saman rusli. Allt of algengt er að fólk hendi rusli út um bílgluggann og sígarettu - stubb ar eru líka rusl, þeim á heldur ekki að henda á jörðina. Unga fólkið sýni fordæmi Það er sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það verður kannski hlutskipti unga fólksins í bænum, barnanna og unglinganna að sýna þeim eldri að við berum sjálf ábyrgð á umhverfi okkar. „Hafnfirðingar! ... við erum ekki sóðar“ ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 18. tbl. 26. árg. 2008 Miðvikudagur 30. apríl Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 Hreinsum bæinn! Taco Bell Hjallahrauni 15 Sími: 565 2811 www.tacobell.is Opið frá 11:00 22:00 Grilluð Carne Asada steik eða marineraður og grillaður kjúklingur Krydduð hrísgrjón og bragðmiklar baunir með bræddum osti 2 taco með steik eða kjúklingi og frábært meðlæti á aðeins 849 kr.Tortilla flögur með bragðsterkri Chunky Salsa sósu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n  555 0 888 20% afsláttur gegn framvísun þessa miða á virkum dögum til 1. maí 2008. Taka skal afslátt fram við pöntun  Hreinsunarvika í Hafnarfirði til 6. maí Umhverfisvaktin að störfum í Setberginu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.