Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 38
Örkumluð af mannavöldum Guðrún Jóna Jónsdóttir hlaut varanlegan heilaskaða eftir árás þriggja stúlkna í miðbæ Reykjavíkur fyrir nítján árum. Hún er bundin hjólastól og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hún tjáði sig með því að benda á orðaspjald þar til fyrir ári þegar hún fór aftur að tala eftir átján ára þögn. Ljósmyndir/Hari F östudagskvöldið 1. október 1993 hófst eins og mörg önnur föstudags­ kvöld hjá Guðrúnu Jónu Jónsdóttur og vinkonum hennar. Þær voru 15 ára – lífsglaðar og áhyggjulausar unglingsstúlkur sem hittust heima hjá einni vinkonunni, spiluðu tónlist, sungu með, dönsuðu, spjölluðu og hlógu. Þær voru uppábúnar og fínar, Guðrún Jóna, sem alltaf er kölluð Gugga, var með tvær síðar, ljósar fléttur. Þær höfðu ekkert ætlað í bæinn en þegar Gugga stakk upp á því voru hinar til. Þær löbb­ uðu í bæinn úr Hlíðunum en miðbærinn iðaði af lífi. Veðrið var einstaklega gott miðað við árs­ tíma, tíu stiga hiti og logn. Þær héldu sig mest í Austurstrætinu, þar sem flestir voru, spjölluðu, göntuðust og hlógu. Um klukkan tvö kom upp ósætti í vinkvenna­ hópnum. Tilefnið var lítið og ágreiningsefnið enn minna. Gugga ákvað þó að segja skilið við vinkonur sínar það kvöldið – og gekk í burtu. Skömmu síðar kom til hennar stúlka sem hún þekkti ekki en kannaðist við úr unglingavinn­ unni í Grafarvogi þar sem hún hafði unnið sum­ arið áður. Sú var með skilaboð frá stelpu sem Gugga kannaðist einnig við úr unglingavinn­ unni. Skilaboðin voru þau að Gugga ætti að hitta hana fyrir utan Fröken Reykjavík, sjoppuna, í Austurstræti. Sátu fyrir henni Af forvitni, fyrst og fremst, ákvað Gugga að at­ huga hvað stúlkan vildi sér og mætti á umsam­ Framhald á næstu opnu 36 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.