Alþýðublaðið - 26.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Erlingnr Friðjónsson. Þingmaður Akúreyrar síðasita kjörtímabi] og frambjóðandi AI- býðnfiokksins. þar við ko'sningar |>ær, er nú fará í hönd, Erling- ur Friöjónsson kaupfélagsstjóri, er fæddur 7. febrúar 1877. Ungur stundaði hann nám í búnaðar- skólanum í Ólafsdal. Síðar flutt- ist.hann...tif.Akureyrar og. stund- aði þar fyrst algenga daglauna- vinnu, en síðar smíðar. Hann hef- ir jafnan verið hinn áhugasam- asti um landsmál og félagsmál, áhugamikill templar, og bindind- isma'ður hefir hann verið alla V . æfi sína. Hann mun og hafa ver- ið einn af stofnendum Ung- mennaféhigs Akureyrar. En mest h.efir Erlingur þó unnið í þarfir Alþýðuflokksins. Fyrsta jafnaðarmannafélagið á Islandi var stofnað á Akureyri. Ólafur Friðriksson stofnaði það áriö 1915. Erlingur var einn af stofnendum þes,s, og hefir hann jafnan verið einn af fremstu brautryðjendum alþýðusamtak- anna á Nor'ðurlandi. Þegar landskosningar fóru fram í fyrsta sinn hér á landi, árið 1916, var Erlingur efsiti anað- ur á lista Alþýðuflokksins. Hann var fyrsti bæjarfulltrúi, sem. verkalýðtirinn kóm að á Akur- eyri. Það var árið 1915. Burgeis- arnir, sem þóttust eiga einir að sitja í bæjarstjórninni og ráða hwerjir í hana kæmust, urðu ó- kvæða við þegar verkalýðurinn hafði komið þar inn sínum manni og reyndu að fá kosning- ur.a ónýtta. Báru þeir við smá vægiiegum formgöllum, sem þeir áttu sjálfir sök á. Með aðstoð þá- verandi burgeisastjómar í land- inu tókst þeim að fá málið dreg- ið óhæfilega lengi á langinn, og var þar með tafið fyrir því í nokkra mánuði, að Erlingur tæki við bæjarfulltrúastörfum, en eng- inn kostur var á að ónýta kosn- inguna, og urðu þeir að láfa við svo búið standa. Síðan hefir Erl- ingur jafnan verið bæjarfulltrúi og unni'ð þar mikið og gott starf til heilla fyrir alþýðu Akureyrar. Á striðsárunum hóf verka- manniafélag Akureyrar pöntunar- starfserni. Erlingur var þar aðial- hvatamaður. Umsetning félagsins óx brátt svo rnjög, að það ráð var upp tekið, að - kaupfélag verkamanna var stófnað árið 1919. Var Erlingur valinn for- stjóri þess, og hefir hann stýrt því síðían með sínum alkunna dugnaði og forsjá. Á alþingi hefir Erlingur reynst öruggur og einarður talsmaður verkalýðsáns og ágætur starfs- maður. Hefir hann lagt mikla og i hagnýta vinnu í nefndastörf og undirbúning þingmála og reynst hvarvetna gjörhugull og hollráð- íur í málefnum alþýðunnar, enda kynnir hann sér jafnan hvesrt mál, sem hann fjallar um, út í æsar. Erlingur er í sambandsístjórn Alþýðuflokksins og ábyrgðar- maður blaðs flokksins á Akur- eyri, „Álþýðumannsdns". Hann hefir um langt skeið gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokk- inn og reynst jafnan ráðsnjail og úrræðagóður. M. a. er bann formaður stjórnar síldareinka- sölunnar. Erlingur er drengur hinn bezti og baráttumaður fyrir góðum málum. laðnr tíeyr af slysi. Siglufirði, 24. mai. Slys varð í gær um kl. 3, er verið var að vinna að samansetningú hins stóra lýsisgeymis ríkisverksmiðj- unnar. Féll maður niður af vinnupalli uppi undir þaki og niður í botn á geyminum ?og beið bana. Tveir menn unnu þai á 6x6 m. timburpalli í miðju geymisins og ætlaði maðurinn að færa sdg yfir á annan pall út við hliðarvegginn, en honum varð fótaskortur og hrapaðd hann nið- ur á botn geymisdns, en það var um 10 mietra fall. Maðurinn lézt samstundis. Hann hét Guðmund- ur Guðnason, til heimilis á Brekkustíg 9, Reykjavík, ókvænt- xir, 37 ára. Bjó hann með móð- ur sinni og tveimur systrum. Guðmundur heitinn var ágæt- ur Alþýðuflokksmaður. Skólamál á Esbifirði. Eink'askeijti* til Alpýdublaðsins. Eskifirði, 23/5. Barnaskólanum hér var ságt upp 15. þ. m. 97 jbörn voru í skólanum þegar flest var, en 89 tóku vorpróf. Nokkur heltust úr lestinni vegna veik- inda. Fastir kennarar voru * 4. Unglingaskóli sitarfaði í 4 mán- fuði í 2 deildum. Nemendur voru 18 í efri dieild og 10 í yngri deild. Fréttaritarinn: SkólafiMövél hrapar. Noregi, NRP. 23.maí. FB.Skóla- flugvélin F—4 hrapaði niður í sjóinn skamt frá Horten og skemdist mikið, en flugmennina sakaði iítið. Fnnöir snðor með sjó í gær. I gær boðuðu ungir íhaldsménh til landsmálafunxiar í Keflavík og buðu þangað ræðumönnum frá Félagi ungra 'jafnaðarmanna og Félagi ungra Framsóknarmanna. Fimm ungir jafnaðarmenn fóru suðureftir. Fundurinn hófst kl. tæplega 4, og talaði fyrstur Hall- grímur Jónsson frá Bakka sem ,,ungur“(!) íhaldsmaður. Magnús Björnsson var fyrsti ræðumaður af háilfu Jónasar-íhaldsins, en Aðalsteinn Sigmúndsson fyrv. skólastj. á Eyrarbakka annar. Af hálfu ungra jafnaðarmanna töl- uðu Jens Pálsson sjóm., Viihj. S. Vilhjálmsson og Pétur Hall- dórsson. • Framsóknarmenn áttu ekkert fylgi á fundinum, en hann mun hafa skiftst að jöfnu milli Alþýðuflokksins og íhaldsins. Fundarhúsið var alveg troðfult. Kl. um 7 ákvað íhaldið að færa fundinn út. Yfirgáfu þá flestir fundarsta'ðinn, en ungir jafnaðar- menn fóru til Grindavíkur, töluðu þeir þó áður við ýmsa sjómenn og verkamenn í Keflavík, og mun frambjóðandi verkamanna, dr. Guðbr. Jónsson, eiga töiuvert fylgi. —, I Grindavik hófst fundur kl. 6, og boðuðu frambjóðendur til hans. Fundarhúsið var troð- fult og töluðu frambjóðendurnir þar hver af öðrum,, en auk þeixra útvarpsstjórinn og Hannes dýra- læknir. Ekki mun Framsóknar- flokkurinn eiga mikið þar, íen persónufylgi séra Brynjólfs mun mjög mikið. Fundinum lauk kl. um 11. Landsmáiafaiidnr í Vestmanna- ' eyiiim. Vestrnannaeyjum, FB., 23. maí. Landsmálafundur var haldinn hér í gær fyrir fullu húsi. Þessir meno tóku. til máls: Af hálfu AI- þýðuflokksins Þorsteinn Víg- lundsson, frambjöðándi flokksins, og Jón Baldvinsson, af hálfu „Framsóknar“-f.lokksins Hallgrím- ur Jónasson, af hálfu „komniún- ista“ ísleifur Högnason og Jón Rafnsson og af hálfu „Sjálfstæð- is“flokksins Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurður Scheving og Páll Kolka. Fundurinn fór vel fram, en um- ræður voru allsnarpar. Myrtu verkamennirniF sænskn oreftraðir. Noregi, NRP. 23. maí. FB. Verkfallsmenn þeir, sem skotnir voru til bana í Norður-Svíþjóð, voru jarðsettir 21. þ. m. Athöfnin var óvanalega hátíðleg og þátt- takan í jarðarförinni almenn. I Stokkhólmi og öðrum borgum fór fram 5 mínútna vinnustöövun samkvæmt áskorun landissam- bands sænskra verkamanna. Finomet. Lundúnum, 23. maí. Mótt. 24/5.. U. P. FB. Stack, brezkur flug- kapteinn, hefir flogið frá Lund- únum til Kaupmannahafnar og sömu leið aftur á einum degi. Er það met. Stack flaug í svoikall- aðri „Wickers-Napier“-flugvél. Tíúarbragðafreisi á Spáni. Madrid, 23. maí. U. P. FB. Á ráðherrafundi var fallist á 'að gefa út boðskap um að stofna. trúarbragðafrelsi á Spáni. Stúdentar heimta sbilnað ríkis og kirkjn. Alþýðublaðinu hefir borist eft-- irfarandi: Félag íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn. Herra ritstjóri! Á fundi Félags islenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn 29. apr- íl sl. var gerð eftirfarandi sam- þykt: „Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn ályktar að skora á öll íslenzk stúdentafélög og nemendafélög íslenzkra menitar skóla að hefja baráttu fyrir skiln- aði ríkis og kirkju á íslandi, af- námi trúarbragðakenslu í .skólum og afnámi guðfræðideildar við Háskóla íslandis." Leyfir stjórn íélagsins sér hér með að fara þess á leit, að þér birtið ofanritaða samþykt í blaði yðar. Virðingarfyiist Kaupmannahöfn, 12. maí 1931. F. h. Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Jakob Benediktsson (fonm.) fíjörn Franzson (ritaii.) Gísli Gestsson (gjaldkeri.) Kappreiðarnar i gœr. í gær: Á skeiði varð fljótastut' Stígandi Jóns Péturssonar frá Ey- vindarholti, en á stökki Hrafn Helgu Sveinsdóttur, Rvik. Þeir fengu hvor um sig 2. verðlaun, en I. verðl. fékk enginn fyrir skeið né stökk að þessu sinni. í folahlaupi varð fljótastur Storm- ur Þorgeirs glimukappa Jónsson- Nft í Varmiadal í iMosfellssveit, og í 300 metra hlaupi varð fyrstur Páfi Sveins Jónsaonar, Rvík. Stormur og Páfi fengu hvor um sig 1. verðlaun. Leikfimisnámskeið, Fólk, sem ætlar sér að sækja leikfiminámskeið Jóns Þorstedns- sonar og ekki gat komið fyrir hvítasunnu, komi í kvöld eða annað kvöld í leikfimissal Aust- urbæjarbarnaskólans. Stúlkur kami kl. 8, piltar kl. 9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.