Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 5

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 5
02/03 LEiðari að mál tengd bankahruninu verði gerð upp. Það er mikil- vægt fyrir samfélagið í heild sinni að sem flestir vafasamir gjörningar sem viðgengust innan íslenska bankakerfisins í aðdraganda hrunsins verði dregnir fram í dagsljósið, bæði til að læra af þeim (sem ekki virðist vanþörf á þessi dægrin) og ekki síður svo að þjóðin geti farið að draga inn andann að fullu á ný. Margir eru nefnilega skiljanlega enn herptir af reiði vegna bankahrunsins. Það ríkir enn mikið vantraust á meðal almennings til fjármála- stofnana, svo ekki sé talað um Alþingi sem margur hristir höfuðið yfir. Þjóðin er enn í sárum, og lykillinn að því að halda áfram og byggja upp er að gera upp sakirnar við for- tíðina. Á meðan á Alþingi þrífst grímulaus hagsmunagæsla fyrir höfuðatvinnuvegina mun traustið til þingsins ekki bera barr sitt í náinni framtíð. Hrunið hafði nefnilega þá jákvæðu hliðarverkun að nú virðast fleiri hafa áhuga á pólitík og umræðu, og færri kaupa gamaldags frændhygli og þjóðernis- gorgeir eins og hefur því miður tíðkast á hinu háa Alþingi. Þjóðin lætur ekki bjóða sér hvað sem er lengur, hún er nefnilega komin upp á tærnar. Þessi fullyrðing skýtur auðvitað skökku við í ljósi yfirburðasigurs Framsóknarflokksins í síðustu alþingis- kosningum, en hver kýs ekki með því að fá gefins peninga, og það frá hrægömmunum sem eiga þrotabú föllnu bankanna? Embætti Sérstaks saksóknara hefur nánast frá stofnun setið undir gagnrýni útrásarvíkinga og skósveina þeirra, fyrir seinagang við rannsóknir og illsku gagnvart þeim sem þó hafa réttarstöðu sakborninga, margir hverjir, í fjölda mála. Tilgangur þeirra sem hamast við að gera embættið ótrúverðugt er skýr, að draga úr trúverðugleika embættisins og kasta um leið rýrð á málatilbúnað embættisins. Lögmenn „Þetta fólk hefur beðið eftir því að fá upplýsingar, sem það hefur ekki möguleika á að nálgast sjálft, svo það geti mögulega leitað réttar síns. Af hverju á tak- mörkun á aðgengi upplýsinga að vinna með þeim sem báru ekki síst ábyrgð á því hvernig fór?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.